Fjögur útköll á 15 tímum 18. ágúst 2010 05:00 tf-Gná á leið í útkall um hádegi í gær Ekki er vitað til þess að svo mörg útköll hafi borist Landhelgisgæslunni á einum degi. fréttablaðið/vilhelm Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni aðfaranótt þriðjudags og fram undir hádegi, en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fjórum sinnum á rúmum hálfum sólarhring. Fyrst var óskað eftir þyrlunni klukkan 19 á mánudagskvöld. Var það vegna sjómanns með bólgur í munnholi um borð í norskum togara um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Lenti þyrlan með sjúklinginn á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 22.30. Rétt um það leyti hafði Landhelgisgæslunni borist tvær tilkynningar til viðbótar. Önnur var vegna manns sem hafði fengið heilablóðfall í Öræfum og hin síðari vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskibáti við Grímsey. Þyrlan fór í loftið 23.45 á mánudagskvöldið til að fara í Öræfin og lenti með sjúklinginn við Landspítalann um hálf þrjú. Tæpri klukkustund síðar var flogið til Grímseyjar, þar sem var mikil þoka og lélegt skyggni. Flugtíminn var lengri en áætlað var vegna ísingar og lent var í eynni um klukkan fimm. Lent var við Borgarspítalann rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun. Um leið og björgunarsveitarmenn komu úr þriðja útkallinu fóru þeir í hvíld, sem gerði það að verkum að þegar fjórða útkallið kom, klukkan 11.51 á þriðjudag, þurfti að kalla út bakvakt og ræsa einn mann úr fríi til að sinna björgunarstarfi. Sú tilkynning barst frá Eldhrauni þar sem kona hafði hlotið höfuðmeiðsl við hellaskoðun. Í þessu fjórða útkalli á skömmum tíma var TF-GNÁ notuð og lagði hún af stað klukkan 12.26 og flaug með konuna á Landspítalann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki vita til þess að svona mörg útköll hafi borist á svo skömmum tíma. „Það þurfti aðeins að taka á honum stóra sínum,“ segir hún. Hrafnhildur segir að hver flugtími þyrlunnar kosti í kringum 400 þúsund krónur. „TF-LÍF er að fara á staði þar sem enginn annar kemst. Út á sjó, upp á hálendi, nær hvernig sem veðrið er,“ segir Hrafnhildur. „Þetta eru mikilvæg björgunartæki sem auðvitað kostar gríðarlega mikið að halda við. Búnaðurinn er viðkvæmur og því krefst hann mikils og nákvæms viðhalds. Þetta er hluti af því að reka björgunarstarfsemi.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni aðfaranótt þriðjudags og fram undir hádegi, en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fjórum sinnum á rúmum hálfum sólarhring. Fyrst var óskað eftir þyrlunni klukkan 19 á mánudagskvöld. Var það vegna sjómanns með bólgur í munnholi um borð í norskum togara um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Lenti þyrlan með sjúklinginn á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 22.30. Rétt um það leyti hafði Landhelgisgæslunni borist tvær tilkynningar til viðbótar. Önnur var vegna manns sem hafði fengið heilablóðfall í Öræfum og hin síðari vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskibáti við Grímsey. Þyrlan fór í loftið 23.45 á mánudagskvöldið til að fara í Öræfin og lenti með sjúklinginn við Landspítalann um hálf þrjú. Tæpri klukkustund síðar var flogið til Grímseyjar, þar sem var mikil þoka og lélegt skyggni. Flugtíminn var lengri en áætlað var vegna ísingar og lent var í eynni um klukkan fimm. Lent var við Borgarspítalann rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun. Um leið og björgunarsveitarmenn komu úr þriðja útkallinu fóru þeir í hvíld, sem gerði það að verkum að þegar fjórða útkallið kom, klukkan 11.51 á þriðjudag, þurfti að kalla út bakvakt og ræsa einn mann úr fríi til að sinna björgunarstarfi. Sú tilkynning barst frá Eldhrauni þar sem kona hafði hlotið höfuðmeiðsl við hellaskoðun. Í þessu fjórða útkalli á skömmum tíma var TF-GNÁ notuð og lagði hún af stað klukkan 12.26 og flaug með konuna á Landspítalann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki vita til þess að svona mörg útköll hafi borist á svo skömmum tíma. „Það þurfti aðeins að taka á honum stóra sínum,“ segir hún. Hrafnhildur segir að hver flugtími þyrlunnar kosti í kringum 400 þúsund krónur. „TF-LÍF er að fara á staði þar sem enginn annar kemst. Út á sjó, upp á hálendi, nær hvernig sem veðrið er,“ segir Hrafnhildur. „Þetta eru mikilvæg björgunartæki sem auðvitað kostar gríðarlega mikið að halda við. Búnaðurinn er viðkvæmur og því krefst hann mikils og nákvæms viðhalds. Þetta er hluti af því að reka björgunarstarfsemi.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira