Handbolti

Sigurganga AG Kaupmannahöfn heldur áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.Mynd
Snorri Steinn Guðjónsson.Mynd Mynd/Heimasíða AG
Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu saman fimm mörk þegar AG Kaupmannahöfn vann öruggan 32-25 útisigur á

Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. þetta var áttundi sigur liðsins í röð.

AG Kaupmannahöfn hefur þar með unnið 10 af 11 leikjum sínum á tímabilinu, liðið er enn taplaust og er eins og er með þriggja stiga forustu á Århus Håndbold á toppi deildarinnar.

Danska landsliðsskyttan Mikkel Hansen var markahæstur með átta mörk, Cristian Malmagro Viana skoraði 7 mörk og René Toft Hansen var með sex mörk. Snorri Steinn skoraði síðan 3 mörk og Arnór var með tvö mörk.

Snorri Steinn hefur skorað 45 mörk í fyrstu 11 leikjum AG og er þriðji markagæsti leikmaður liðsins. Arnór hefur skorað 22 mörk og er í sjöunda sæti yfir markahæstu leikmenn AG.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×