Dómarar við Hæstarétt íhuga hæfi sitt 4. október 2010 18:54 Tveir af fimm Hæstaréttardómurum sem sitja í landsdómi, störfuðu með Geir H. Haarde í fjármálaráðuneytinu, áður en þeir voru skipaðir í Hæstarétt. Fjórir hæstaréttardómarar til viðbótar kynnu að verða vanhæfir til að dæma í máli Geirs. Fimm reyndustu Hæstaréttardómararnir eiga samkvæmt lögum um landsdóm að sitja í honum. Þeir eru Garðar Gíslason, sem skipaður var 1992, Gunnlaugur Claessen, sem var skipaðu 1994, Markús Sigurbjörnsson, skipaður sama ár, Árni Kolbeinsson skipaður 2000 og Ingibjörg Benediktsdóttir skipuð 2001. Eini sakborningurinn fyrir Landsdómi er Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. En Geir var áður fjármálaráðherra og var fyrst skipaður í embættið árið 1998. Þá var ráðuneytisstjóri, og þar af leiðandi, einn nánasti samstarfsmaður Geirs, í fjármálaráðuneytinu Árni Kolbeinsson. En Geir á sér lengri sögu í ráðuneyti fjármála, því hann var aðstoðarmaður ráðherra þar, árin 1983 til 1987. Gunnlaugur var deildarstjóri í ráðuneytinu fram í apríl 1984, þegar hann varð ríkislögmaður. Fréttastofu er sagt að dómarar við Hæstarétt íhugi nú hæfi sitt til setu í Landsdómi, en hafi reyndar ekki komist að niðurstöðu. Fjallað er um hæfi dómara í lögum um meðferð sakamála. Þar segir meðal annars að dómari sé vanhæfur ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar séu til þess að draga óhlutdrægni hans í efa. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja þó ekki ótvírætt að dómari verði vanhæfur, í skilningi laganna, enda þótt hann hafi unnið með sakborningi. Fari svo, að annar eða báðir, Árni og Gunnlaugur, víki sæti vegna samstarfs við Geir, þá þurfa aðrir dómarar að taka við. Fyrstur inn væri Ólafur Börkur. Hann er skyldur Davíð Oddssyni, sem kynni að verða kallaður til vitnis í málinu. Þá má velta fyrir sér hæfi Ólafs. Næstur á eftir Ólafi Berki er Jón Steinar Gunnlaugsson. Geir skipaði hann dómara í Hæstarétt. Spurning hvort það valdi vanhæfi. Páll Hreinsson er vanhæfur, þar sem hann sat sjálfur í Rannsóknarnefnd Alþingis, sem allt málið byggir á. Þá er aðeins eftir Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari við réttinn á dögunum. Hann sat áður í yfirtökunefnd Kauphallarinnar og fjallaði um fjölmörg mál sem tengjast hruninu. Landsdómur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Tveir af fimm Hæstaréttardómurum sem sitja í landsdómi, störfuðu með Geir H. Haarde í fjármálaráðuneytinu, áður en þeir voru skipaðir í Hæstarétt. Fjórir hæstaréttardómarar til viðbótar kynnu að verða vanhæfir til að dæma í máli Geirs. Fimm reyndustu Hæstaréttardómararnir eiga samkvæmt lögum um landsdóm að sitja í honum. Þeir eru Garðar Gíslason, sem skipaður var 1992, Gunnlaugur Claessen, sem var skipaðu 1994, Markús Sigurbjörnsson, skipaður sama ár, Árni Kolbeinsson skipaður 2000 og Ingibjörg Benediktsdóttir skipuð 2001. Eini sakborningurinn fyrir Landsdómi er Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. En Geir var áður fjármálaráðherra og var fyrst skipaður í embættið árið 1998. Þá var ráðuneytisstjóri, og þar af leiðandi, einn nánasti samstarfsmaður Geirs, í fjármálaráðuneytinu Árni Kolbeinsson. En Geir á sér lengri sögu í ráðuneyti fjármála, því hann var aðstoðarmaður ráðherra þar, árin 1983 til 1987. Gunnlaugur var deildarstjóri í ráðuneytinu fram í apríl 1984, þegar hann varð ríkislögmaður. Fréttastofu er sagt að dómarar við Hæstarétt íhugi nú hæfi sitt til setu í Landsdómi, en hafi reyndar ekki komist að niðurstöðu. Fjallað er um hæfi dómara í lögum um meðferð sakamála. Þar segir meðal annars að dómari sé vanhæfur ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar séu til þess að draga óhlutdrægni hans í efa. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja þó ekki ótvírætt að dómari verði vanhæfur, í skilningi laganna, enda þótt hann hafi unnið með sakborningi. Fari svo, að annar eða báðir, Árni og Gunnlaugur, víki sæti vegna samstarfs við Geir, þá þurfa aðrir dómarar að taka við. Fyrstur inn væri Ólafur Börkur. Hann er skyldur Davíð Oddssyni, sem kynni að verða kallaður til vitnis í málinu. Þá má velta fyrir sér hæfi Ólafs. Næstur á eftir Ólafi Berki er Jón Steinar Gunnlaugsson. Geir skipaði hann dómara í Hæstarétt. Spurning hvort það valdi vanhæfi. Páll Hreinsson er vanhæfur, þar sem hann sat sjálfur í Rannsóknarnefnd Alþingis, sem allt málið byggir á. Þá er aðeins eftir Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari við réttinn á dögunum. Hann sat áður í yfirtökunefnd Kauphallarinnar og fjallaði um fjölmörg mál sem tengjast hruninu.
Landsdómur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira