Dómarar við Hæstarétt íhuga hæfi sitt 4. október 2010 18:54 Tveir af fimm Hæstaréttardómurum sem sitja í landsdómi, störfuðu með Geir H. Haarde í fjármálaráðuneytinu, áður en þeir voru skipaðir í Hæstarétt. Fjórir hæstaréttardómarar til viðbótar kynnu að verða vanhæfir til að dæma í máli Geirs. Fimm reyndustu Hæstaréttardómararnir eiga samkvæmt lögum um landsdóm að sitja í honum. Þeir eru Garðar Gíslason, sem skipaður var 1992, Gunnlaugur Claessen, sem var skipaðu 1994, Markús Sigurbjörnsson, skipaður sama ár, Árni Kolbeinsson skipaður 2000 og Ingibjörg Benediktsdóttir skipuð 2001. Eini sakborningurinn fyrir Landsdómi er Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. En Geir var áður fjármálaráðherra og var fyrst skipaður í embættið árið 1998. Þá var ráðuneytisstjóri, og þar af leiðandi, einn nánasti samstarfsmaður Geirs, í fjármálaráðuneytinu Árni Kolbeinsson. En Geir á sér lengri sögu í ráðuneyti fjármála, því hann var aðstoðarmaður ráðherra þar, árin 1983 til 1987. Gunnlaugur var deildarstjóri í ráðuneytinu fram í apríl 1984, þegar hann varð ríkislögmaður. Fréttastofu er sagt að dómarar við Hæstarétt íhugi nú hæfi sitt til setu í Landsdómi, en hafi reyndar ekki komist að niðurstöðu. Fjallað er um hæfi dómara í lögum um meðferð sakamála. Þar segir meðal annars að dómari sé vanhæfur ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar séu til þess að draga óhlutdrægni hans í efa. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja þó ekki ótvírætt að dómari verði vanhæfur, í skilningi laganna, enda þótt hann hafi unnið með sakborningi. Fari svo, að annar eða báðir, Árni og Gunnlaugur, víki sæti vegna samstarfs við Geir, þá þurfa aðrir dómarar að taka við. Fyrstur inn væri Ólafur Börkur. Hann er skyldur Davíð Oddssyni, sem kynni að verða kallaður til vitnis í málinu. Þá má velta fyrir sér hæfi Ólafs. Næstur á eftir Ólafi Berki er Jón Steinar Gunnlaugsson. Geir skipaði hann dómara í Hæstarétt. Spurning hvort það valdi vanhæfi. Páll Hreinsson er vanhæfur, þar sem hann sat sjálfur í Rannsóknarnefnd Alþingis, sem allt málið byggir á. Þá er aðeins eftir Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari við réttinn á dögunum. Hann sat áður í yfirtökunefnd Kauphallarinnar og fjallaði um fjölmörg mál sem tengjast hruninu. Landsdómur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Tveir af fimm Hæstaréttardómurum sem sitja í landsdómi, störfuðu með Geir H. Haarde í fjármálaráðuneytinu, áður en þeir voru skipaðir í Hæstarétt. Fjórir hæstaréttardómarar til viðbótar kynnu að verða vanhæfir til að dæma í máli Geirs. Fimm reyndustu Hæstaréttardómararnir eiga samkvæmt lögum um landsdóm að sitja í honum. Þeir eru Garðar Gíslason, sem skipaður var 1992, Gunnlaugur Claessen, sem var skipaðu 1994, Markús Sigurbjörnsson, skipaður sama ár, Árni Kolbeinsson skipaður 2000 og Ingibjörg Benediktsdóttir skipuð 2001. Eini sakborningurinn fyrir Landsdómi er Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. En Geir var áður fjármálaráðherra og var fyrst skipaður í embættið árið 1998. Þá var ráðuneytisstjóri, og þar af leiðandi, einn nánasti samstarfsmaður Geirs, í fjármálaráðuneytinu Árni Kolbeinsson. En Geir á sér lengri sögu í ráðuneyti fjármála, því hann var aðstoðarmaður ráðherra þar, árin 1983 til 1987. Gunnlaugur var deildarstjóri í ráðuneytinu fram í apríl 1984, þegar hann varð ríkislögmaður. Fréttastofu er sagt að dómarar við Hæstarétt íhugi nú hæfi sitt til setu í Landsdómi, en hafi reyndar ekki komist að niðurstöðu. Fjallað er um hæfi dómara í lögum um meðferð sakamála. Þar segir meðal annars að dómari sé vanhæfur ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar séu til þess að draga óhlutdrægni hans í efa. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja þó ekki ótvírætt að dómari verði vanhæfur, í skilningi laganna, enda þótt hann hafi unnið með sakborningi. Fari svo, að annar eða báðir, Árni og Gunnlaugur, víki sæti vegna samstarfs við Geir, þá þurfa aðrir dómarar að taka við. Fyrstur inn væri Ólafur Börkur. Hann er skyldur Davíð Oddssyni, sem kynni að verða kallaður til vitnis í málinu. Þá má velta fyrir sér hæfi Ólafs. Næstur á eftir Ólafi Berki er Jón Steinar Gunnlaugsson. Geir skipaði hann dómara í Hæstarétt. Spurning hvort það valdi vanhæfi. Páll Hreinsson er vanhæfur, þar sem hann sat sjálfur í Rannsóknarnefnd Alþingis, sem allt málið byggir á. Þá er aðeins eftir Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari við réttinn á dögunum. Hann sat áður í yfirtökunefnd Kauphallarinnar og fjallaði um fjölmörg mál sem tengjast hruninu.
Landsdómur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira