PwC vanrækti skyldur sínar 15. september 2010 05:30 Endurskoðunarfyrirtæki PricewaterhouseCoopers (PwC) brást starfsskyldum sínum og sýndi af sér vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. Þetta er mat Franks Attwood, sem var varaformaður siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda þar til um síðustu áramót. Attwood, Breti sem hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af endurskoðun, hefur unnið álit fyrir slitastjórn Glitnis um þátt PwC í meintu misferli svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Álitið var lagt fyrir dómstólinn í New York á mánudag. Álitið byggist á því sem fram kemur í stefnu slitastjórnarinnar. Attwood segir að fjölmargt í rekstri bankans hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá endurskoðendunum og kalla á allsherjarendurskoðun á því hvaða viðskiptavinir Glitnis teldust honum tengdir og ykju þannig innri áhættu bankans. „PwC stóð frammi fyrir glænýrri stjórn hjá viðskiptavini sínum [Glitni]. Forstjórinn var líka nýr. Ætla mátti að þessar mannabreytingar hefðu verið gerðar að undirlagi eins manns. Sá hafði nýlega verið dæmdur sekur af ákæru um bókhaldsbrot í rekstri fyrirtækis," segir Attwood, og vísar þar til Jóns Ásgeirs. Attwood telur að allt þetta, og fleira til, hafi átt að verða til þess að PwC tæki málefni bankans til rækilegrar endurskoðunar. Attwood segir að Baugur hefði með réttu átt að vera talinn til tengdra aðila bankans, ekki síst í ljósi þess að Jón Ásgeir hafi stýrt báðum félögum þar sem hann gat skipað forstjóra og stjórnarmenn bankans eftir hentugleika. Það sama hafi gilt um Kjarrhólma (móðurfélag FL Group), tiltekin dótturfélög FL Group og eign bankans í TM. Með því að leggja blessun sína yfir að það væri ekki gert hafi PwC stuðlað að því að þátttakendur í skuldabréfaútboði bankans í Bandaríkjunum árið 2007 hefðu verið leyndir 48 milljarða áhættu bankans gagnvart félögunum. Niðurstaða hans er því sú að PwC hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart bankanum. Málin sem um ræddi hafi verið svo stór að aldrei hefði átt að skrifa upp á ársreikninga bankans eða árshlutauppgjör og þannig hafi fyrirtækið stuðlað að því tjóni sem varð með vítaverðu gáleysi. „Við höfum ekki séð þessa yfirlýsingu og tjáum okkur þar af leiðandi ekki um hana," segir Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður PwC. „Við erum í þeirri stöðu að málið er í meðferð hjá bandarískum dómstólum. Þar höfum við krafist frávísunar, og munum halda þeirri kröfu til streitu." - sh, bj Fréttir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtæki PricewaterhouseCoopers (PwC) brást starfsskyldum sínum og sýndi af sér vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. Þetta er mat Franks Attwood, sem var varaformaður siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda þar til um síðustu áramót. Attwood, Breti sem hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af endurskoðun, hefur unnið álit fyrir slitastjórn Glitnis um þátt PwC í meintu misferli svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Álitið var lagt fyrir dómstólinn í New York á mánudag. Álitið byggist á því sem fram kemur í stefnu slitastjórnarinnar. Attwood segir að fjölmargt í rekstri bankans hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá endurskoðendunum og kalla á allsherjarendurskoðun á því hvaða viðskiptavinir Glitnis teldust honum tengdir og ykju þannig innri áhættu bankans. „PwC stóð frammi fyrir glænýrri stjórn hjá viðskiptavini sínum [Glitni]. Forstjórinn var líka nýr. Ætla mátti að þessar mannabreytingar hefðu verið gerðar að undirlagi eins manns. Sá hafði nýlega verið dæmdur sekur af ákæru um bókhaldsbrot í rekstri fyrirtækis," segir Attwood, og vísar þar til Jóns Ásgeirs. Attwood telur að allt þetta, og fleira til, hafi átt að verða til þess að PwC tæki málefni bankans til rækilegrar endurskoðunar. Attwood segir að Baugur hefði með réttu átt að vera talinn til tengdra aðila bankans, ekki síst í ljósi þess að Jón Ásgeir hafi stýrt báðum félögum þar sem hann gat skipað forstjóra og stjórnarmenn bankans eftir hentugleika. Það sama hafi gilt um Kjarrhólma (móðurfélag FL Group), tiltekin dótturfélög FL Group og eign bankans í TM. Með því að leggja blessun sína yfir að það væri ekki gert hafi PwC stuðlað að því að þátttakendur í skuldabréfaútboði bankans í Bandaríkjunum árið 2007 hefðu verið leyndir 48 milljarða áhættu bankans gagnvart félögunum. Niðurstaða hans er því sú að PwC hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart bankanum. Málin sem um ræddi hafi verið svo stór að aldrei hefði átt að skrifa upp á ársreikninga bankans eða árshlutauppgjör og þannig hafi fyrirtækið stuðlað að því tjóni sem varð með vítaverðu gáleysi. „Við höfum ekki séð þessa yfirlýsingu og tjáum okkur þar af leiðandi ekki um hana," segir Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður PwC. „Við erum í þeirri stöðu að málið er í meðferð hjá bandarískum dómstólum. Þar höfum við krafist frávísunar, og munum halda þeirri kröfu til streitu." - sh, bj
Fréttir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira