Candy bræðurnir selja þakíbúð fyrir 36 milljarða 15. september 2010 09:04 Candy bræðurnir bresku, fyrrum viðskiptafélagar Kaupþings, hafa selt þakíbúð í Mónakó fyrir rétt tæp 200 milljón pund eða um 36 milljarða kr. Á vefsíðunni epn.dk segir að um metverð sé að ræða í íbúðasölu.Þakíbúðin gengur undir nafninu Belle Epoque og er rúmlega 1.600 fm að stærð á tveimur hæðum en lofthæðin í henni er tvöföld á við venjulegar íbúðir. Í henni má m.a. finna sundlaug, öryggisherbergi, flatskjái innbyggða í alla veggi, skotheldar rúður og öryggiskerfi sem slær út það sem bandaríska sendiráðið hefur í landinu.Það mun vera tæplega fimmtugur grískur milljarðamæringur sem keypti íbúðina. Ekki er vitað hvort Grikkinn sé kunnugur sögu Belle Epoque en dularfullt andlát þar árið 1999 var rannsakað sem morð. Síðasti eigandi hennar, lýbíski fjárfestirinn Edmond Safra lést eftir eldsvoða í henni og seldi ekkja hans þá Candy bræðrunum íbúðina fyrir 10 milljónir punda eða rúmlega 1,8 milljarð kr.Candy bræðurnir, Christian og Nick, voru í hópi stærri viðskiptafélaga Kaupþings en bankinn fjármagnaði fasteignaverkefni bræðranna bæði í London og í Beverly Hills í Hollywood. Kaupþing tapaði miklum fjárhæðum á þessum viðskiptum. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Candy bræðurnir bresku, fyrrum viðskiptafélagar Kaupþings, hafa selt þakíbúð í Mónakó fyrir rétt tæp 200 milljón pund eða um 36 milljarða kr. Á vefsíðunni epn.dk segir að um metverð sé að ræða í íbúðasölu.Þakíbúðin gengur undir nafninu Belle Epoque og er rúmlega 1.600 fm að stærð á tveimur hæðum en lofthæðin í henni er tvöföld á við venjulegar íbúðir. Í henni má m.a. finna sundlaug, öryggisherbergi, flatskjái innbyggða í alla veggi, skotheldar rúður og öryggiskerfi sem slær út það sem bandaríska sendiráðið hefur í landinu.Það mun vera tæplega fimmtugur grískur milljarðamæringur sem keypti íbúðina. Ekki er vitað hvort Grikkinn sé kunnugur sögu Belle Epoque en dularfullt andlát þar árið 1999 var rannsakað sem morð. Síðasti eigandi hennar, lýbíski fjárfestirinn Edmond Safra lést eftir eldsvoða í henni og seldi ekkja hans þá Candy bræðrunum íbúðina fyrir 10 milljónir punda eða rúmlega 1,8 milljarð kr.Candy bræðurnir, Christian og Nick, voru í hópi stærri viðskiptafélaga Kaupþings en bankinn fjármagnaði fasteignaverkefni bræðranna bæði í London og í Beverly Hills í Hollywood. Kaupþing tapaði miklum fjárhæðum á þessum viðskiptum.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira