Efnaðir Danir óttast um auðæfi sín í bönkunum 12. janúar 2010 14:53 Þeir Danir sem eiga stórar upphæðir inn á reikningum í dönsku bönkunum óttast nú um fjárhagslegt öryggi sitt þegar bankpakke I fellur úr gildi í haust.Bankpakke I var fyrsta opinbera aðstoð danskra stjórnvalda við bankakerfi landsins í kreppunni á síðasta ári. Samkvæmt honum voru m.a. allar innistæður í dönskum bönkum tryggðar af ríkisvaldinu upp að 375.000 dönskum kr. á hvern reikning.Samkvæmt frétt í Jyllands Posten óttast margir efnaðir Danir að einhverjir af bönkunum muni komast í þrot og eru því að skipta auðæfum sínum á reikninga í fleiri en einum banka. Þannig telja þeir að fé sitt sé betur tryggt ef allt fer á versta veg.„Fólk er að verða ákaflega taugaveiklað yfir innistæðum sínum," segir Elisabeth Arendt hjá Mybanker sem tekur saman tölur um verð hjá bönkum og fjármálastofnunum. „Ég fæ að meðaltali þrjár fyrirspurnir á dag um tryggingarnar á innistæðum. Danir sem eiga stórar upphæðir inni í bönkunum óttast hvað gerist þegar ríkisábyrgðin fellur niður þann 1. október í ár."Á móti því að ríkisábyrgðin fellur niður á þessum tíma mun tryggingin sem tryggingasjóður innistæðna í Danmörku veitir verða hækkuð í 700.000 danskar kr. Fólk sem á milljónir inni á bankabókum er því í hættu á að missa allt umfram þessa upphæð ef allt fer á versta veg.Arendt segir að sökum þessa ótta sé fólk að dreifa fé sínu á fleiri reikninga. Þannig að einstaklingur sem á 3 milljónir danskra kr. setur nú 750.000 dkr. inn á fjóra reikninga í fjórum bönkum. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þeir Danir sem eiga stórar upphæðir inn á reikningum í dönsku bönkunum óttast nú um fjárhagslegt öryggi sitt þegar bankpakke I fellur úr gildi í haust.Bankpakke I var fyrsta opinbera aðstoð danskra stjórnvalda við bankakerfi landsins í kreppunni á síðasta ári. Samkvæmt honum voru m.a. allar innistæður í dönskum bönkum tryggðar af ríkisvaldinu upp að 375.000 dönskum kr. á hvern reikning.Samkvæmt frétt í Jyllands Posten óttast margir efnaðir Danir að einhverjir af bönkunum muni komast í þrot og eru því að skipta auðæfum sínum á reikninga í fleiri en einum banka. Þannig telja þeir að fé sitt sé betur tryggt ef allt fer á versta veg.„Fólk er að verða ákaflega taugaveiklað yfir innistæðum sínum," segir Elisabeth Arendt hjá Mybanker sem tekur saman tölur um verð hjá bönkum og fjármálastofnunum. „Ég fæ að meðaltali þrjár fyrirspurnir á dag um tryggingarnar á innistæðum. Danir sem eiga stórar upphæðir inni í bönkunum óttast hvað gerist þegar ríkisábyrgðin fellur niður þann 1. október í ár."Á móti því að ríkisábyrgðin fellur niður á þessum tíma mun tryggingin sem tryggingasjóður innistæðna í Danmörku veitir verða hækkuð í 700.000 danskar kr. Fólk sem á milljónir inni á bankabókum er því í hættu á að missa allt umfram þessa upphæð ef allt fer á versta veg.Arendt segir að sökum þessa ótta sé fólk að dreifa fé sínu á fleiri reikninga. Þannig að einstaklingur sem á 3 milljónir danskra kr. setur nú 750.000 dkr. inn á fjóra reikninga í fjórum bönkum.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira