Fyrrum klámkóngar stjórna nú West Ham liðinu 20. janúar 2010 08:54 Viðskiptafélagarnir David Sullivan og David Gold sem nú hafa tekið við rekstri West Ham eiga fleira sameiginlegt en áhuga á fótbolta. Báðir hófu þeir feril sinn í klámiðnaðinum og þar myndaðist grundvöllurinn að auði þeirra síðar meir. David Sullivan var 21 árs gamall þegar hann hóf að gefa út klámblöð og framleiða klámmyndir. Á miðjum áttunda áratugnum náði hann þeim árangri að stjórna helmingnum af allri klámblaðaútgáfu á Bretlandseyjum. Samhliða blaðaútgáfunni komu svo klámmyndirnar en þær gerði hann fram til ársins 1981. Meðal þeirra má nefna The Playbirds og Queen of the Blues en aðalhlutverkið í þeirri mynd var í höndum þáverandi kærustu hans Mary Millington. Eftir að Mary framdi sjálfsmorð árið 1979 gerði Sullivan myndina Mary Millington´s True Blue Confessions. Síðasta klámmyndin sem Sullivan gerði var Emmanuelle in Soho árið 1981. David Gold átti klámtímaritaútgáfuna Gold Star allt fram til ársins 2006. Hann notaði hagnaðinn af þeirri starfsemi m.a. til kaupa á verslunarkeðjunni Ann Summers og nærfatakeðjunni Knickerbox. Árið 2005 kom út æfisaga hans, Pure Gold, þar sem hann ræðir um fátækt sína í æsku, ferill sinn sem framleiðandi á klámefni og árin sem hann átti fótboltaliðið Birmingham ásamt Sullivan. Upplýsingarnar um feril Sullivan og Gold eru m.a. byggðar á Wikipedia. Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Viðskiptafélagarnir David Sullivan og David Gold sem nú hafa tekið við rekstri West Ham eiga fleira sameiginlegt en áhuga á fótbolta. Báðir hófu þeir feril sinn í klámiðnaðinum og þar myndaðist grundvöllurinn að auði þeirra síðar meir. David Sullivan var 21 árs gamall þegar hann hóf að gefa út klámblöð og framleiða klámmyndir. Á miðjum áttunda áratugnum náði hann þeim árangri að stjórna helmingnum af allri klámblaðaútgáfu á Bretlandseyjum. Samhliða blaðaútgáfunni komu svo klámmyndirnar en þær gerði hann fram til ársins 1981. Meðal þeirra má nefna The Playbirds og Queen of the Blues en aðalhlutverkið í þeirri mynd var í höndum þáverandi kærustu hans Mary Millington. Eftir að Mary framdi sjálfsmorð árið 1979 gerði Sullivan myndina Mary Millington´s True Blue Confessions. Síðasta klámmyndin sem Sullivan gerði var Emmanuelle in Soho árið 1981. David Gold átti klámtímaritaútgáfuna Gold Star allt fram til ársins 2006. Hann notaði hagnaðinn af þeirri starfsemi m.a. til kaupa á verslunarkeðjunni Ann Summers og nærfatakeðjunni Knickerbox. Árið 2005 kom út æfisaga hans, Pure Gold, þar sem hann ræðir um fátækt sína í æsku, ferill sinn sem framleiðandi á klámefni og árin sem hann átti fótboltaliðið Birmingham ásamt Sullivan. Upplýsingarnar um feril Sullivan og Gold eru m.a. byggðar á Wikipedia.
Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira