Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann 15. september 2010 08:11 Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir.Í ítarlegri umfjöllun um málið í blaðinu Börsen í dag segir að bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, muni taka ákveða hverjir fái að kaupa FIH bankann og geti því komið í veg fyrir val skilanefndar Kaupþings á kaupandanum.Þetta vald fékk bankaumsýslan þegar hún veitti FIH bankanum ríkisábyrgð fyrir allt að 50 milljörðum danskra kr. í tengslum við svokallaðann Bankpakke II sem var aðstoð danskra stjórnvalda til bankakerfis landsins vegna fjármálakreppunnar.Frestur til að skila inn lokatilboðum í FIH bankann rennur út á morgun, 16. september, en það var Finansiel Stabilitet sem ákvað þann frest.Börsen segir að dönsk stjórnvöld vilji ekki taka áhættuna af því að taugaveiklaðir viðskiptavinir FIH bankans geri áhlaup á hann og taki fé sitt út úr bankanum. Því eigi nýr og fjársterkur aðili að vera orðinn eigandi bankans fyrir 1. október n.k.Eins og fram hefur komið í fréttum er talið að allt að 120 milljarðar kr. fáist fyrir FIH bankann en Seðlabanki Íslands á allsherjarveð í bankanum upp á um 75 milljarða kr. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir.Í ítarlegri umfjöllun um málið í blaðinu Börsen í dag segir að bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, muni taka ákveða hverjir fái að kaupa FIH bankann og geti því komið í veg fyrir val skilanefndar Kaupþings á kaupandanum.Þetta vald fékk bankaumsýslan þegar hún veitti FIH bankanum ríkisábyrgð fyrir allt að 50 milljörðum danskra kr. í tengslum við svokallaðann Bankpakke II sem var aðstoð danskra stjórnvalda til bankakerfis landsins vegna fjármálakreppunnar.Frestur til að skila inn lokatilboðum í FIH bankann rennur út á morgun, 16. september, en það var Finansiel Stabilitet sem ákvað þann frest.Börsen segir að dönsk stjórnvöld vilji ekki taka áhættuna af því að taugaveiklaðir viðskiptavinir FIH bankans geri áhlaup á hann og taki fé sitt út úr bankanum. Því eigi nýr og fjársterkur aðili að vera orðinn eigandi bankans fyrir 1. október n.k.Eins og fram hefur komið í fréttum er talið að allt að 120 milljarðar kr. fáist fyrir FIH bankann en Seðlabanki Íslands á allsherjarveð í bankanum upp á um 75 milljarða kr.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira