Kirkjustarf í anda Krists Svana Helen Björnsdóttir skrifar 24. september 2010 06:00 Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst. Þá strax heyrðust raddir í fjölmiðlum sem drógu mikilvægi þjóðkirkjunnar í efa og raddir þeirra sem lýsa sig trúlausa sögðu að hún væri tímaskekkja. Stuttu síðar komu frásagnir kvenna af hörmulegu ofbeldi prests er síðar varð biskup. Þjóðin öll fylltist sorg yfir þeim óheillaverkum, vitandi að kirkjan er fólki í eðli sínu og alla jafna skjól og samfélag elsku og umhyggju. Harmað var líka að hún skyldi bregðast seint og klaufalega við. Á ný var veist að þjóðkirkjunni og nú af meira offorsi en áður. Sjálfskipaður dómstóll götunnar krafðist afsagnar hins heiðvirða núverandi biskups og hvatt var til úrsagna fólks úr þjóðkirkjunni. Umfjöllun fjölmiðla um þjóðkirkjuna undanfarnar vikur hefur verið óvægin og orsakað óeiningu. Hún hefur haft mikil áhrif á allt fólk innan kirkjunnar og það hefur jafnvel örlað á óeiningu meðal presta þjóðkirkjunnar. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir umræðu um mikilvægi þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Kristin kirkja er samofin sögu lands og þjóðar allt frá landnámi. Hún er samofin menningu okkar og máli, hefðum og listum. Þjóðsöngur okkar er lofgjörð til Guðs og hvaða Íslendingur getur hugsað sér ferðalag um Ísland án þess að líta augum litla sveitakirkju sem lúrir undir fagurri fjallshlíð? Mörgum finnst ástæða til að endurskoða innviði kirkjunnar og starfshætti hennar. Það er vissulega verðugt skoðunar og verður væntanlega gert á næsta kirkjuþingi um miðjan nóvember næstkomandi. Í þeirri umræðu er mikilvægast að gleyma ekki grundvelli kirkjunnar og hlutverki hennar. Kristur kenndi um guðdómlegan sannleika sem helgar og lífgar. Hann boðaði kærleika Guðs og kenndi að mennirnir skyldu elska hann gegnum kærleika til náunga síns. Nú sem fyrr er þörf á að kirkjan sé djúp og tær í boðun á kærleiksboðskap Krists, auðmjúk og djörf, staðföst og sveigjanleg, baráttuglöð og friðflytjandi. Kirkjan samanstendur ekki aðeins af prestum heldur öllu kristnu fólki. Þar þurfa allir að vera virkir í kærleika og vakandi fyrir neyð annarra. Kirkjan þarf að vera úrræðagóð, fús og viðbragðsfljót til hjálpar. Eining innan kirkjunnar er afar mikilvæg. Í bréfi Páls postula til Efesusmanna áminnir Páll hinn kristna söfnuð um að hegða sér svo sem samboðið er þeirri köllun sem söfnuðurinn hefur hlotið. Hann segir: „Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins." Kristnu fólki ber að styrkja kirkjuna til að gegna sem best mikilvægu hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Því ber að verja einingu kirkjunnar fyrir áföllum og skaða sem stafað geta m.a. af sundrungu, átökum og ósamhljómi. Sú eining byggist á því að sérhver kristinn einstaklingur reyni að lifa og starfa í anda Krists; láta gott af sér leiða hvar sem hann fer. Það er margt sem kristinn einstaklingur getur gert í daglegu lífi sínu til að stuðla að kærleika og einingu. Láti hann sér annt um kirkjuna og kristið samfélag getur hann t.d. tekið virkan þátt í starfi safnaðar síns, með börnum jafnt sem fullorðnum og öldruðum. Í kirkjum landsins fer fram ótrúlega fjölbreytt starf sem allt of fáir vita um og njóta. Það er mikilvægt að styðja presta og aðra leiðtoga í slíku starfi. Mikilvægt er að einblína á það sem sameinar, en ekki það sem sundrar. Það er einnig mikilvægt að hvetja fremur en að gagnrýna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst. Þá strax heyrðust raddir í fjölmiðlum sem drógu mikilvægi þjóðkirkjunnar í efa og raddir þeirra sem lýsa sig trúlausa sögðu að hún væri tímaskekkja. Stuttu síðar komu frásagnir kvenna af hörmulegu ofbeldi prests er síðar varð biskup. Þjóðin öll fylltist sorg yfir þeim óheillaverkum, vitandi að kirkjan er fólki í eðli sínu og alla jafna skjól og samfélag elsku og umhyggju. Harmað var líka að hún skyldi bregðast seint og klaufalega við. Á ný var veist að þjóðkirkjunni og nú af meira offorsi en áður. Sjálfskipaður dómstóll götunnar krafðist afsagnar hins heiðvirða núverandi biskups og hvatt var til úrsagna fólks úr þjóðkirkjunni. Umfjöllun fjölmiðla um þjóðkirkjuna undanfarnar vikur hefur verið óvægin og orsakað óeiningu. Hún hefur haft mikil áhrif á allt fólk innan kirkjunnar og það hefur jafnvel örlað á óeiningu meðal presta þjóðkirkjunnar. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir umræðu um mikilvægi þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Kristin kirkja er samofin sögu lands og þjóðar allt frá landnámi. Hún er samofin menningu okkar og máli, hefðum og listum. Þjóðsöngur okkar er lofgjörð til Guðs og hvaða Íslendingur getur hugsað sér ferðalag um Ísland án þess að líta augum litla sveitakirkju sem lúrir undir fagurri fjallshlíð? Mörgum finnst ástæða til að endurskoða innviði kirkjunnar og starfshætti hennar. Það er vissulega verðugt skoðunar og verður væntanlega gert á næsta kirkjuþingi um miðjan nóvember næstkomandi. Í þeirri umræðu er mikilvægast að gleyma ekki grundvelli kirkjunnar og hlutverki hennar. Kristur kenndi um guðdómlegan sannleika sem helgar og lífgar. Hann boðaði kærleika Guðs og kenndi að mennirnir skyldu elska hann gegnum kærleika til náunga síns. Nú sem fyrr er þörf á að kirkjan sé djúp og tær í boðun á kærleiksboðskap Krists, auðmjúk og djörf, staðföst og sveigjanleg, baráttuglöð og friðflytjandi. Kirkjan samanstendur ekki aðeins af prestum heldur öllu kristnu fólki. Þar þurfa allir að vera virkir í kærleika og vakandi fyrir neyð annarra. Kirkjan þarf að vera úrræðagóð, fús og viðbragðsfljót til hjálpar. Eining innan kirkjunnar er afar mikilvæg. Í bréfi Páls postula til Efesusmanna áminnir Páll hinn kristna söfnuð um að hegða sér svo sem samboðið er þeirri köllun sem söfnuðurinn hefur hlotið. Hann segir: „Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins." Kristnu fólki ber að styrkja kirkjuna til að gegna sem best mikilvægu hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Því ber að verja einingu kirkjunnar fyrir áföllum og skaða sem stafað geta m.a. af sundrungu, átökum og ósamhljómi. Sú eining byggist á því að sérhver kristinn einstaklingur reyni að lifa og starfa í anda Krists; láta gott af sér leiða hvar sem hann fer. Það er margt sem kristinn einstaklingur getur gert í daglegu lífi sínu til að stuðla að kærleika og einingu. Láti hann sér annt um kirkjuna og kristið samfélag getur hann t.d. tekið virkan þátt í starfi safnaðar síns, með börnum jafnt sem fullorðnum og öldruðum. Í kirkjum landsins fer fram ótrúlega fjölbreytt starf sem allt of fáir vita um og njóta. Það er mikilvægt að styðja presta og aðra leiðtoga í slíku starfi. Mikilvægt er að einblína á það sem sameinar, en ekki það sem sundrar. Það er einnig mikilvægt að hvetja fremur en að gagnrýna.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun