Lofrolla varð dýrkeypt 14. apríl 2010 02:45 Tryggvi Þór Herbertsson Hagsmunir viðskiptalífsins voru teknir fram yfir fræðilega hlutdrægni í skýrslum háskólamanna í aðdraganda bankahrunsins. Vinnuhópurinn um starfshætti og siðferði segir að skýrsla Frederics Mishkin, prófessors við Columbia-háskóla, og Tryggva Þórs Herbertssonar, þáverandi forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, frá árinu 2006 hafi beinlínis unnið íslensku samfélagi ógagn. Skýrslan, sem samin var að beiðni Viðskiptaráðs Íslands, fjallaði um fjárhagslegan stöðugleika á Íslandi. Hún birtist í framhaldi af tveimur erlendum skýrslum sem gagnrýndu íslensku bankana. Bent er á að höfundarnir hafi ekki lagst í sjálfstæðar rannsóknir á bönkunum. Þeir hafi tekið gagnrýnislaust upp áhættumat Fjármálaeftirlitsins og fullyrt að ólíklegt væri að alvarleg vandamál myndu steðja að íslenska bankakerfinu. Vinnuhópurinn bendir á að skýrslan hafi haft skaðleg áhrif því hún fegraði stöðu íslensku bankanna á viðkvæmum tímum. Í kjölfarið hafi þeir átt greiðari leið að erlendu fjármagni, orðið stærri og erfiðara að taka á þeim. Vinnuhópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að hættan á hagsmunaárekstrum í háskólasamfélaginu aukist með auknum styrkveitingum einkaaðila. Gagnrýnt er hversu lítið háskólasamfélagið tók þátt í opinberri umræðu í aðdraganda hrunsins. Fram kemur að styrkveitingar viðskiptalífsins til háskólanna hafi hugsanlega dregið úr hvata fræðimanna til gagnrýninnar umræðu. - sbt Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Hagsmunir viðskiptalífsins voru teknir fram yfir fræðilega hlutdrægni í skýrslum háskólamanna í aðdraganda bankahrunsins. Vinnuhópurinn um starfshætti og siðferði segir að skýrsla Frederics Mishkin, prófessors við Columbia-háskóla, og Tryggva Þórs Herbertssonar, þáverandi forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, frá árinu 2006 hafi beinlínis unnið íslensku samfélagi ógagn. Skýrslan, sem samin var að beiðni Viðskiptaráðs Íslands, fjallaði um fjárhagslegan stöðugleika á Íslandi. Hún birtist í framhaldi af tveimur erlendum skýrslum sem gagnrýndu íslensku bankana. Bent er á að höfundarnir hafi ekki lagst í sjálfstæðar rannsóknir á bönkunum. Þeir hafi tekið gagnrýnislaust upp áhættumat Fjármálaeftirlitsins og fullyrt að ólíklegt væri að alvarleg vandamál myndu steðja að íslenska bankakerfinu. Vinnuhópurinn bendir á að skýrslan hafi haft skaðleg áhrif því hún fegraði stöðu íslensku bankanna á viðkvæmum tímum. Í kjölfarið hafi þeir átt greiðari leið að erlendu fjármagni, orðið stærri og erfiðara að taka á þeim. Vinnuhópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að hættan á hagsmunaárekstrum í háskólasamfélaginu aukist með auknum styrkveitingum einkaaðila. Gagnrýnt er hversu lítið háskólasamfélagið tók þátt í opinberri umræðu í aðdraganda hrunsins. Fram kemur að styrkveitingar viðskiptalífsins til háskólanna hafi hugsanlega dregið úr hvata fræðimanna til gagnrýninnar umræðu. - sbt
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira