Kylfusveinn Tigers óttast ekki um starf sitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2010 20:00 Williams gefur Tiger hér góð ráð. Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap. Nýsjálendingurinn Steve Williams hefur verið kylfusveinn Tigers síðustu 11 ár og þénað vel sem slíkur. Hann er til að mynda langtekjuhæsti "íþróttamaður" Nýja-Sjálands. Williams hefur engar áhyggjur af starfi sínu og segir samstarf sitt við Tiger enn mjög gott. "Ef hann ætlaði að láta mig fjúka þá fengi ég væntanlega að vita af því fyrstur. Ég sé samt ekkert slíkt í kortunum," sagði Williams kokhraustur. "Fólk slúðrar að sjálfsögðu um þessa hluti. Tala nú ekki um þegar gengið er ekki gott eins og núna. Við Tiger erum enn mjög góðir vinir þó svo við höfum gengið í gegnum erfiða tíma. Ég styð hann heilshugar og samband okkar hefur verið gott í þeim öldudal sem hann hefur verið í." Golf Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap. Nýsjálendingurinn Steve Williams hefur verið kylfusveinn Tigers síðustu 11 ár og þénað vel sem slíkur. Hann er til að mynda langtekjuhæsti "íþróttamaður" Nýja-Sjálands. Williams hefur engar áhyggjur af starfi sínu og segir samstarf sitt við Tiger enn mjög gott. "Ef hann ætlaði að láta mig fjúka þá fengi ég væntanlega að vita af því fyrstur. Ég sé samt ekkert slíkt í kortunum," sagði Williams kokhraustur. "Fólk slúðrar að sjálfsögðu um þessa hluti. Tala nú ekki um þegar gengið er ekki gott eins og núna. Við Tiger erum enn mjög góðir vinir þó svo við höfum gengið í gegnum erfiða tíma. Ég styð hann heilshugar og samband okkar hefur verið gott í þeim öldudal sem hann hefur verið í."
Golf Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira