Viðskipti erlent

Grænlenskt jökulvatn selt á sex þúsund kr. flaskan í Dubai

Bráðið jökulvatn frá Ilulissat á Grænlandi sem tappað er á glerflöskur selst fyrir rúmar 6.000 krónur á flöskuna í Dubai.

Jökulvatnið sem hér um ræðir er sett á sérframleiddar glerflöskur þar sem tappinn er einnig úr gleri og merkimiðinn á flöskunum er handskrifaður þar sem lýst er innihaldi þeirra. Ekki er um verksmiðjuframleiðslu að ræða því vatinu er tappað handvirkt á flöskurnar.

Samkvæmt frétt í Politiken er það franski athafnamaðurinn Julien Caquineau sem á hugmyndina að þessum útflutningi en hann hefur búið á Grænlendi undanfarin þrjú ár. Julien er nú búin að fá öll tilskylin leyfi fyrir þessum útflutningi frá gænlensku heimastjórninni.

Eftirspurnin eftir þessu vatni er mikil í Dubai en Julien hefur þegar selt 30.000 flöskur af jökulvatni sínu þar í landi. Kaupendurnir í Dubai hafa þar að auki samið um einkaleyfi á þessu vatni í eitt ár en töluverð eftirspurn er eftir jökulvatninu í Bandaríkjunum, Singapore og Japan.

Vinsældir vatnsins stafa m.a.af því að það er mjög tært og alveg bragðlaust.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×