Ólíklegt að breyting verði á samstarfinu - fréttaskýring 29. desember 2010 06:00 Þungur róður Ríkisstjórnin stendur veik eftir hjásetu stjórnarliða á dögunum og yfirlýsingu Lilju Mósesdóttur um að hún íhugi að segja sig úr þingflokki VG. Þingflokksfundur VG í næstu viku er lykilstund fyrir stjórnina. fréttablaðið/vilhelm Stendur ríkisstjórnin storminn af sér? Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. Samtöl við fólk úr báðum stjórnarflokkum benda engu að síður til að meiri líkur en minni séu á að ríkisstjórnin sitji áfram óbreytt. Í gær fóru á flot fréttir um að ríkisstjórnin hygðist fá Framsóknarflokkinn til liðs við sig. Heimildir herma að forystumenn stjórnarflokkanna hafi ekki rætt þann möguleika, hvorki sín á milli né við aðra. Slíkt sé heldur ekki á dagskrá, eins og sakir standa í það minnsta. Ríkisstjórnin hefur meirihluta á þingi, hvort sem þremenningarnir úr VG eru taldir með eða ekki. Og rétt er að halda til haga að þeir hafa ítrekað lýst yfir að þrátt fyrir hjásetuna styðji þeir stjórnina. Á það er líka bent að engin veigamikil mál koma til kasta þingsins á næstunni þar sem virkilega reynir á meirihlutann. Þeir sem minna á það telja, eða vona, að þverpólitísk sátt takist um Icesave-málið. Mat hinna sömu er með öðrum orðum að málefnalega standi ríkisstjórnin nokkuð sterk. Þegar rætt er um aðkomu Framsóknarflokks að ríkisstjórninni er spurt hvort þremenningarnir geti hugsað sér að verða valdir að slíku. Svarið er: Varla. Það samræmist illa hugsjónum þeirra sem og margra VG liða, innan þings og utan. Umræður um þann möguleika kunni að verða til þess að raðir flokksins þéttist á nýjan leik. Hvað sem þessu líður hefur óþolið innan Samfylkingarinnar gagnvart óstöðugleikanum í VG magnast mjög. Þaðan berast háværar raddir um breytingar. Fleiri viðmælendur en færri úr röðum Samfylkingarmanna eru þó þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að sættir tækjust innan VG og að flokkarnir héldu áfram samstarfinu óbreyttu. Kostur B væri að fá Framsóknarflokkinn til liðs við stjórnina að undangengnum samningaviðræðum um helstu málefni. Þriðji kosturinn væri myndun minnihlutastjórnar í einhverri mynd. Sá síðasti – og sísti – væri að Jóhanna Sigurðardóttir bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sumir Samfylkingarmenn líta ekki á þremenningana sem helsta Þránd í Götu í stjórnarsamstarfinu heldur ráðherrana Jón Bjarnason og Ögmund Jónasson. Forsenda áframhaldandi samstarfs sé að þeir sýni með óyggjandi hætti að þeir meti mikilvægi þess í víðu samhengi og líti á ríkisstjórnina sem órofa heild fremur en reglubundna samkomu tíu einstaklinga. Ólíkegt er að til tíðinda dragi á vettvangi ríkisstjórnarinnar fyrr en að loknum fundi þingflokks VG í næstu viku. Á honum verða innri og ytri málefni flokksins rædd. Óumflýjanlegt er að þar fáist niðurstaða sem framhaldið mun ráðast af. bjorn@frettabladid.is Fréttir Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Stendur ríkisstjórnin storminn af sér? Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. Samtöl við fólk úr báðum stjórnarflokkum benda engu að síður til að meiri líkur en minni séu á að ríkisstjórnin sitji áfram óbreytt. Í gær fóru á flot fréttir um að ríkisstjórnin hygðist fá Framsóknarflokkinn til liðs við sig. Heimildir herma að forystumenn stjórnarflokkanna hafi ekki rætt þann möguleika, hvorki sín á milli né við aðra. Slíkt sé heldur ekki á dagskrá, eins og sakir standa í það minnsta. Ríkisstjórnin hefur meirihluta á þingi, hvort sem þremenningarnir úr VG eru taldir með eða ekki. Og rétt er að halda til haga að þeir hafa ítrekað lýst yfir að þrátt fyrir hjásetuna styðji þeir stjórnina. Á það er líka bent að engin veigamikil mál koma til kasta þingsins á næstunni þar sem virkilega reynir á meirihlutann. Þeir sem minna á það telja, eða vona, að þverpólitísk sátt takist um Icesave-málið. Mat hinna sömu er með öðrum orðum að málefnalega standi ríkisstjórnin nokkuð sterk. Þegar rætt er um aðkomu Framsóknarflokks að ríkisstjórninni er spurt hvort þremenningarnir geti hugsað sér að verða valdir að slíku. Svarið er: Varla. Það samræmist illa hugsjónum þeirra sem og margra VG liða, innan þings og utan. Umræður um þann möguleika kunni að verða til þess að raðir flokksins þéttist á nýjan leik. Hvað sem þessu líður hefur óþolið innan Samfylkingarinnar gagnvart óstöðugleikanum í VG magnast mjög. Þaðan berast háværar raddir um breytingar. Fleiri viðmælendur en færri úr röðum Samfylkingarmanna eru þó þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að sættir tækjust innan VG og að flokkarnir héldu áfram samstarfinu óbreyttu. Kostur B væri að fá Framsóknarflokkinn til liðs við stjórnina að undangengnum samningaviðræðum um helstu málefni. Þriðji kosturinn væri myndun minnihlutastjórnar í einhverri mynd. Sá síðasti – og sísti – væri að Jóhanna Sigurðardóttir bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sumir Samfylkingarmenn líta ekki á þremenningana sem helsta Þránd í Götu í stjórnarsamstarfinu heldur ráðherrana Jón Bjarnason og Ögmund Jónasson. Forsenda áframhaldandi samstarfs sé að þeir sýni með óyggjandi hætti að þeir meti mikilvægi þess í víðu samhengi og líti á ríkisstjórnina sem órofa heild fremur en reglubundna samkomu tíu einstaklinga. Ólíkegt er að til tíðinda dragi á vettvangi ríkisstjórnarinnar fyrr en að loknum fundi þingflokks VG í næstu viku. Á honum verða innri og ytri málefni flokksins rædd. Óumflýjanlegt er að þar fáist niðurstaða sem framhaldið mun ráðast af. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira