Viðskipti erlent

Vel gengur að örva efnahagslífið

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, á fundi fjármálaráðherra G20-ríkjanna í Suður-Kóreu. Mynd/AP
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, á fundi fjármálaráðherra G20-ríkjanna í Suður-Kóreu. Mynd/AP

Fjármálaráðherra 20 stærstu efnahagsvelda heims, G20-ríkjanna, segja að vel gangi að örva efnahagslífið. Ýmis teikn séu þó á lofti.

Fjármálaráðherrarnir komu saman í Suður-Kóreu um helgina meðal annars til að undirbúa leiðtogafund G20-ríkjanna sem fer fram í Toranto í Kanada síðar í mánuðinum. Leiðtogarnir hafa komið saman reglulega síðan kreppan hófst til að leita lausna og stilla saman strengi sína. Helsta markmiðið hefur verið að koma í veg fyrir að annað eins hrun geti orðið í framtíðinni eins og reið yfir efnahagslífið haustið 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×