Hasar í Kópavogi - Framsóknarskiltin eyðilögð 28. maí 2010 12:26 „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir kosningastjóri framsóknarmanna í Kópavogi. Mynd/Sigurjón Ólason Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins í Kópvogi sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um bæjarfélagið voru eyðilögð í nótt. Kosningastjóri framsóknarmanna segir að málið verði tilkynnt til lögreglu. Hann segir rangt að bæjarfulltrúi flokksins hafi misnotað aðstöðu sína. „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir Sigurjón Jónsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins í Kópavogi, og bætir við að flokkurinn hafi sett upp 20 skilti. „Nánast öll skiltin hafa verið eyðilögð." Sigurjón harmar atvikið. Hann segir að skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu. Vitni hafi náð niður bílnúmeri hjá meintum skemmdarvörgum. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hverjir voru að verki. Við ætlum að hafa samband við lögregluna og fá þetta tjón bætt." Sigurjón segir að viðkomandi einstaklingar tengist stjórnmálaflokki í bænum. Hann vill þó ekki gefa upp um hvaða flokk hann eigi við. „Það verður að koma í ljós eftir að lögreglan er búin að skoða málið og tala við vitnið." „Þetta er tóm þvæla" Fyrr í dag sagði Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosningastjóri VG, í samtali við fréttastofu að Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og vallarstjóri á Kópavogsvelli, hefði misnotað aðstöðu sína og tekið svokallaða búkka sem eru í eigu Kópavogsvallar og komið fyrir víðsvegar um bæinn með auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Lára sagði að Kópavogsbær hefði auk þess hafnað beiðni Ómars um afnot af búkkunum. „Þetta er tóm þvæla. Ég sendi beiðni til Gunnars Guðmundssonar, íþróttafulltrúa, og bað um leyfi. Hann gaf leyfi fyrir afnot af þessum búkkum," segir Sigurjón. Ekkert óeðlilegt sé við það að framboðin í Kópavogi fái afnot af eigum bæjarins. „Okkar sjónarmið er að flokkarnir eru að allir að nota fánaborgir, húsnæði og annað í eigu bæjarins til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Kosningar 2010 Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins í Kópvogi sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um bæjarfélagið voru eyðilögð í nótt. Kosningastjóri framsóknarmanna segir að málið verði tilkynnt til lögreglu. Hann segir rangt að bæjarfulltrúi flokksins hafi misnotað aðstöðu sína. „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir Sigurjón Jónsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins í Kópavogi, og bætir við að flokkurinn hafi sett upp 20 skilti. „Nánast öll skiltin hafa verið eyðilögð." Sigurjón harmar atvikið. Hann segir að skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu. Vitni hafi náð niður bílnúmeri hjá meintum skemmdarvörgum. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hverjir voru að verki. Við ætlum að hafa samband við lögregluna og fá þetta tjón bætt." Sigurjón segir að viðkomandi einstaklingar tengist stjórnmálaflokki í bænum. Hann vill þó ekki gefa upp um hvaða flokk hann eigi við. „Það verður að koma í ljós eftir að lögreglan er búin að skoða málið og tala við vitnið." „Þetta er tóm þvæla" Fyrr í dag sagði Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosningastjóri VG, í samtali við fréttastofu að Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og vallarstjóri á Kópavogsvelli, hefði misnotað aðstöðu sína og tekið svokallaða búkka sem eru í eigu Kópavogsvallar og komið fyrir víðsvegar um bæinn með auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Lára sagði að Kópavogsbær hefði auk þess hafnað beiðni Ómars um afnot af búkkunum. „Þetta er tóm þvæla. Ég sendi beiðni til Gunnars Guðmundssonar, íþróttafulltrúa, og bað um leyfi. Hann gaf leyfi fyrir afnot af þessum búkkum," segir Sigurjón. Ekkert óeðlilegt sé við það að framboðin í Kópavogi fái afnot af eigum bæjarins. „Okkar sjónarmið er að flokkarnir eru að allir að nota fánaborgir, húsnæði og annað í eigu bæjarins til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri."
Kosningar 2010 Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira