Umfjöllun: Keflavík ekki í vandræðum með Fjölni Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2010 22:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Mynd/Daníel Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri. Bæði lið voru með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld og hafa byrjað heldur brösuglega í vetur. Hvorugt liðið mátti við því að tapa og því var von á spennandi og skemmtilegum leik. Keflvíkingar hafa verið að slípa saman leikmannahópinn í tímabilinu og eru loks komnir með full mannaðan hóp. Fjölnismenn gengu í gegnum þjálfaraskipti snemma á tímabilinu þegar Örvar Kristjánsson tók við liðinu, en þeir hafa bætt leik sinn töluvert í síðustu leikjum. Leikurinn hófst með mikilli skotsýningu frá gestunum í Keflavík og komust þeir yfir,16- 9. Heimamenn vöknuðu aðeins eftir það og komu sér aftur inn í leikinn. Fjölnismenn hittu virkilega vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru allt í einu komnir með sex stiga forystu 30-24. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32-27 fyrir Fjölni en bæði liðin léku fínan sóknarleik fyrstu tíu mínútur leiksins. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta eins og í þeim fyrsta og komust fljótlega yfir. Lazar Trifunovic, leikmaður Keflvíkinga, var að leika frábærlega og var búinn að skora 16 stig í byrjun annars fjórðungs. Rétt eins og í fyrsta leikhlutanum þá fóru Fjölnismenn í gang þegar Keflvíkingar voru komnir með gott forskot. Heimamenn byrjuðu að spila sinn leik seint í leikhlutanum og náðu aftur að komast yfir, en staðan í hálfleik var 49-45 heimamönnum í vil. Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik, þar af fimm þriggja stiga körfur. Keflvíkingar hófu síðari hálfleikinn vel rétt eins og hina fjórðungana, en núna náðu þeir að halda haus og héldu forskotinu. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 56-64 fyrir Keflvíkinga og allt annar bragur á liðinu frá því í fyrri hálfleiknum. Það var eins og að karfan væri stærri þeim megin sem Keflvíkingar sóttu en gjörsamlega allt fór ofan í hjá gestunum. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 67-81 fyrir Keflvíkinga og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur gestanna. Keflavík hélt áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og náðu mest 18 stiga forystu, 90-72. Fjölnismenn mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp og spiluðu af fullum krafti út allan leiktímann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá gestunum og lauk leiknum með 96-104 sigri Keflvíkinga. Mikil breyting er á leik Keflvíkinga frá því í byrjun móts og það er ljóst að þeir duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu serbneska leikmanninn, Lazar Trifunovic en hann fór hreinlega á kostum í gær og skoraði 36 stig. Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri. Bæði lið voru með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld og hafa byrjað heldur brösuglega í vetur. Hvorugt liðið mátti við því að tapa og því var von á spennandi og skemmtilegum leik. Keflvíkingar hafa verið að slípa saman leikmannahópinn í tímabilinu og eru loks komnir með full mannaðan hóp. Fjölnismenn gengu í gegnum þjálfaraskipti snemma á tímabilinu þegar Örvar Kristjánsson tók við liðinu, en þeir hafa bætt leik sinn töluvert í síðustu leikjum. Leikurinn hófst með mikilli skotsýningu frá gestunum í Keflavík og komust þeir yfir,16- 9. Heimamenn vöknuðu aðeins eftir það og komu sér aftur inn í leikinn. Fjölnismenn hittu virkilega vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru allt í einu komnir með sex stiga forystu 30-24. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32-27 fyrir Fjölni en bæði liðin léku fínan sóknarleik fyrstu tíu mínútur leiksins. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta eins og í þeim fyrsta og komust fljótlega yfir. Lazar Trifunovic, leikmaður Keflvíkinga, var að leika frábærlega og var búinn að skora 16 stig í byrjun annars fjórðungs. Rétt eins og í fyrsta leikhlutanum þá fóru Fjölnismenn í gang þegar Keflvíkingar voru komnir með gott forskot. Heimamenn byrjuðu að spila sinn leik seint í leikhlutanum og náðu aftur að komast yfir, en staðan í hálfleik var 49-45 heimamönnum í vil. Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik, þar af fimm þriggja stiga körfur. Keflvíkingar hófu síðari hálfleikinn vel rétt eins og hina fjórðungana, en núna náðu þeir að halda haus og héldu forskotinu. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 56-64 fyrir Keflvíkinga og allt annar bragur á liðinu frá því í fyrri hálfleiknum. Það var eins og að karfan væri stærri þeim megin sem Keflvíkingar sóttu en gjörsamlega allt fór ofan í hjá gestunum. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 67-81 fyrir Keflvíkinga og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur gestanna. Keflavík hélt áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og náðu mest 18 stiga forystu, 90-72. Fjölnismenn mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp og spiluðu af fullum krafti út allan leiktímann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá gestunum og lauk leiknum með 96-104 sigri Keflvíkinga. Mikil breyting er á leik Keflvíkinga frá því í byrjun móts og það er ljóst að þeir duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu serbneska leikmanninn, Lazar Trifunovic en hann fór hreinlega á kostum í gær og skoraði 36 stig.
Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum