PopUp ferðast til Akureyrar 4. maí 2010 07:00 PopUp Þórey Björk Halldórsdóttir, lengst til vinstri, ásamt Guðbjörgu Jakobsdóttur og Björgu Guðmundsdóttur, en þær stóðu að stofnun markaðarins. fréttablaðið/anton „Fólk úti á landi var farið að sækjast eftir því að fá markaðinn í sitt bæjarfélag og við ákváðum að slá til. Fyrsti markaðurinn verður haldinn á Akureyri núna um helgina og svo höfum við einnig ákveðið að taka þátt í listahátíðinni LungA sem fram fer á Seyðisfirði í sumar,“ segir Þórey Björk Halldórsdóttir, einn aðstandenda PopUp-markaðarins, en hann verður haldinn í fyrsta sinn á Akureyri nú um helgina. „Planið er að halda þessu áfram og fara á fleiri staði í sumar og þá verður markaðurinn hugsanlega tvisvar í mánuði, einu sinni í Reykjavík og einu sinni úti á landi. Við höfum verið að reyna að fá hönnuði sem búsettir eru annars staðar á landinu til að koma og taka þátt í þessu með okkur.“ PopUp Verzlunin er milliliðalaus verslun þar sem hönnuðir selja vörur sínar beint til neytenda. Markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn í ágúst í fyrra og hefur vaxið og dafnað síðan þá. „Það er auðvitað mjög gleðilegt hvað markaðurinn hefur blómstrað. Við höfum reynt að hafa það fyrir reglu að fá að minnsta kosti einn nýjan hönnuð með á hvern markað,“ segir Þórey Björk. Aðspurð segir hún engan norðlenskan hönnuð hafa boðað þátttöku sína um helgina en tekur fram að enn sé laust pláss. Meðal þeirra hönnuða sem taka þátt eru Sonja Bent, Anna Soffía, Eygló Lárusdóttir og Varius. Markaðurinn verður haldinn í Hafnarstræti 99 og hefst hann klukkan 13.00 og stendur til 18.00 laugardag og sunnudag. - sm Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Fólk úti á landi var farið að sækjast eftir því að fá markaðinn í sitt bæjarfélag og við ákváðum að slá til. Fyrsti markaðurinn verður haldinn á Akureyri núna um helgina og svo höfum við einnig ákveðið að taka þátt í listahátíðinni LungA sem fram fer á Seyðisfirði í sumar,“ segir Þórey Björk Halldórsdóttir, einn aðstandenda PopUp-markaðarins, en hann verður haldinn í fyrsta sinn á Akureyri nú um helgina. „Planið er að halda þessu áfram og fara á fleiri staði í sumar og þá verður markaðurinn hugsanlega tvisvar í mánuði, einu sinni í Reykjavík og einu sinni úti á landi. Við höfum verið að reyna að fá hönnuði sem búsettir eru annars staðar á landinu til að koma og taka þátt í þessu með okkur.“ PopUp Verzlunin er milliliðalaus verslun þar sem hönnuðir selja vörur sínar beint til neytenda. Markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn í ágúst í fyrra og hefur vaxið og dafnað síðan þá. „Það er auðvitað mjög gleðilegt hvað markaðurinn hefur blómstrað. Við höfum reynt að hafa það fyrir reglu að fá að minnsta kosti einn nýjan hönnuð með á hvern markað,“ segir Þórey Björk. Aðspurð segir hún engan norðlenskan hönnuð hafa boðað þátttöku sína um helgina en tekur fram að enn sé laust pláss. Meðal þeirra hönnuða sem taka þátt eru Sonja Bent, Anna Soffía, Eygló Lárusdóttir og Varius. Markaðurinn verður haldinn í Hafnarstræti 99 og hefst hann klukkan 13.00 og stendur til 18.00 laugardag og sunnudag. - sm
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira