Flóð frambjóðenda drekkir kjósendum 21. október 2010 06:00 Einkennilegt ástand Gunnar Helgi segir að ástandið sem hafi skapast vegna fjölda frambjóðenda sé vægast sagt einkennilegt.Fréttablaðið/anton Fyrirkomulag persónukosninganna til stjórnlagaþings er meingallað og veldur því að kosningarnar munu ekki þjóna tilgangi sínum, heldur þvert á móti grafa undan honum. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor. Um 500 manns buðu sig fram á þingið, miklu fleiri en nokkurn hafði órað fyrir. Þessi mikli fjöldi veldur vandræðum víða, ekki síst þegar kemur að kynningu á frambjóðendum. Fjölmiðlar vita til dæmis ekki sitt rjúkandi ráð. Hvernig í ósköpunum eiga þeir að kynna til sögunnar 500 frambjóðendur og stefnumál þeirra? Gunnar Helgi Kristinsson segir að það sé einfaldlega ekki hægt. „Sérstaklega ekki ef þú ætlar að hugsa það út frá einhverri jafnræðisreglu, sem allavega opinberu fjölmiðlarnir eru bundnir af. Þótt þú gæfir hverjum bara eina mínútu þá ertu kominn upp í nokkra klukkutíma af mjög leiðinlegu efni – að minnsta kosti ekki notendavænu,“ segir hann.Facebook tekur viðÞetta þýðir að kosningabaráttan til stjórnlagaþings verður líkast til mjög óhefðbundin. Frambjóðendur mega verja tveimur milljónum í auglýsingar en Gunnar Helgi bendir á að landið sé eitt kjördæmi í kosningunum og því sé erfitt fyrir frambjóðendur að „fókusera kynninguna landfræðilega“. Þar fyrir utan er fjáraustur í kosningabaráttu illa séður í samfélaginu eftir hrun sem hvetur síst til kostnaðarsamrar kynningar.Og svo er það netið. Margir frambjóðendur hafa þegar komið upp framboðssíðum á Facebook og menn velta fyrir sér hvort þar verði kosningabaráttan hugsanlega háð að mestu. Gunnar Helgi er ekki sannfærður. „Það er auðvitað viss hópur kjósenda sem er netfær og gæti nýtt sér það. Hversu mikinn áhuga þeir hafa á því er hins vegar mikið vafamál,“ segir hann.Ekki sé hlaupið að því að kynna sér slíkan mýgrút fólks. „Það má alveg gera ráð fyrir því að það muni ekkert sérstaklega stór hópur kjósenda finna sig í því að skoða efni frá 500 frambjóðendum. Ef þú eyðir fimm mínútum í hvern þeirra þá ertu kominn í 2.500 mínútur og það eru 42 klukkustundir. Það er heil vinnuvika. Þannig að það er engin leið að kjósendur geti kynnt sér þessa 500 frambjóðendur af einhverju viti,“ segir Gunnar.Þá skapist hætta á að kjósendur grípi einfaldlega þá frambjóðendur sem hendi séu næstir, „frændfólk eða fólk úr sama sveitarfélagi, landshluta eða stjórnmálaflokki. Þá munu þeir sem eru þekktir hafa forskot. Þetta þýðir að tilgangur persónukjörsins sem slíks – sem er umræða óháð slíkum þáttum – er farinn. Þetta fyrirkomulag býður ekki upp á það.“Hefði þurft kjördæmiEn þýðir það ekki að fyrirkomulagið sé gallað? Á því leikur ekki nokkur vafi, að mati Gunnars. Þeir sem fyrirkomulagið sömdu hafi greinilega ekki velt því nægilega fyrir sér hvernig gæti farið.Gunnar telur hins vegar að það hefði mátt koma í veg fyrir vandamálið. Ein leið hefði verið hóflegt framboðsgjald – til dæmis tíu þúsund krónur. „Þá myndirðu losna við þá sem væru bara að gera þetta algjörlega út í loftið.“ Önnur leið hefði verið að hafa hærri meðmælenda- eða vottaþröskuld.„Einfaldasta og skynsamlegasta aðferðin hefði hins vegar verið að hafa kjördæmi,“ segir Gunnar Helgi. „Það er upplýsingaástand sem er miklu viðráðanlegra fyrir kjósendur og mér finnst illskiljanlegt af hverju það var ekki gert.“Þorri fólks mun ekki skiljaAnnað sem kann að valda fólki vandræðum er nýtt kosningakerfi, sem er ólíkt flóknara en það sem við höfum vanist til þessa. „Ég held að það sé alveg öruggt að þorri almennings mun ekki átta sig á því hvernig það virkar,“ segir Gunnar Helgi.„Ég veit hins vegar ekki hversu alvarlegt vandamál það er. Það þýðir að það verður svolítið flókið fyrir fólk að átta sig á því hvernig það á að nota atkvæðið sitt,“ útskýrir hann. Hvort til dæmis sé mikilvægt að fullnýta atkvæðaseðilinn eða nóg sé að velja nokkur nöfn.„Fyrir fólk sem skilur ekki kosningakerfið getur það orðið mjög erfið ákvörðun,“ segir hann.Gunnar segir fyrirhugaða kosningu líklega einstaka í heimssögunni. Aldrei fyrr hafi verið kosið á milli jafnmargra frambjóðenda í einu persónukjöri, enda sé persónukjör ekki hugsað fyrir svo marga.„Ég kann ekkert dæmi um neitt sem er nálægt þessu. Þetta sprengir algjörlega upplýsingamöguleika kjósenda.“stigur@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fyrirkomulag persónukosninganna til stjórnlagaþings er meingallað og veldur því að kosningarnar munu ekki þjóna tilgangi sínum, heldur þvert á móti grafa undan honum. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor. Um 500 manns buðu sig fram á þingið, miklu fleiri en nokkurn hafði órað fyrir. Þessi mikli fjöldi veldur vandræðum víða, ekki síst þegar kemur að kynningu á frambjóðendum. Fjölmiðlar vita til dæmis ekki sitt rjúkandi ráð. Hvernig í ósköpunum eiga þeir að kynna til sögunnar 500 frambjóðendur og stefnumál þeirra? Gunnar Helgi Kristinsson segir að það sé einfaldlega ekki hægt. „Sérstaklega ekki ef þú ætlar að hugsa það út frá einhverri jafnræðisreglu, sem allavega opinberu fjölmiðlarnir eru bundnir af. Þótt þú gæfir hverjum bara eina mínútu þá ertu kominn upp í nokkra klukkutíma af mjög leiðinlegu efni – að minnsta kosti ekki notendavænu,“ segir hann.Facebook tekur viðÞetta þýðir að kosningabaráttan til stjórnlagaþings verður líkast til mjög óhefðbundin. Frambjóðendur mega verja tveimur milljónum í auglýsingar en Gunnar Helgi bendir á að landið sé eitt kjördæmi í kosningunum og því sé erfitt fyrir frambjóðendur að „fókusera kynninguna landfræðilega“. Þar fyrir utan er fjáraustur í kosningabaráttu illa séður í samfélaginu eftir hrun sem hvetur síst til kostnaðarsamrar kynningar.Og svo er það netið. Margir frambjóðendur hafa þegar komið upp framboðssíðum á Facebook og menn velta fyrir sér hvort þar verði kosningabaráttan hugsanlega háð að mestu. Gunnar Helgi er ekki sannfærður. „Það er auðvitað viss hópur kjósenda sem er netfær og gæti nýtt sér það. Hversu mikinn áhuga þeir hafa á því er hins vegar mikið vafamál,“ segir hann.Ekki sé hlaupið að því að kynna sér slíkan mýgrút fólks. „Það má alveg gera ráð fyrir því að það muni ekkert sérstaklega stór hópur kjósenda finna sig í því að skoða efni frá 500 frambjóðendum. Ef þú eyðir fimm mínútum í hvern þeirra þá ertu kominn í 2.500 mínútur og það eru 42 klukkustundir. Það er heil vinnuvika. Þannig að það er engin leið að kjósendur geti kynnt sér þessa 500 frambjóðendur af einhverju viti,“ segir Gunnar.Þá skapist hætta á að kjósendur grípi einfaldlega þá frambjóðendur sem hendi séu næstir, „frændfólk eða fólk úr sama sveitarfélagi, landshluta eða stjórnmálaflokki. Þá munu þeir sem eru þekktir hafa forskot. Þetta þýðir að tilgangur persónukjörsins sem slíks – sem er umræða óháð slíkum þáttum – er farinn. Þetta fyrirkomulag býður ekki upp á það.“Hefði þurft kjördæmiEn þýðir það ekki að fyrirkomulagið sé gallað? Á því leikur ekki nokkur vafi, að mati Gunnars. Þeir sem fyrirkomulagið sömdu hafi greinilega ekki velt því nægilega fyrir sér hvernig gæti farið.Gunnar telur hins vegar að það hefði mátt koma í veg fyrir vandamálið. Ein leið hefði verið hóflegt framboðsgjald – til dæmis tíu þúsund krónur. „Þá myndirðu losna við þá sem væru bara að gera þetta algjörlega út í loftið.“ Önnur leið hefði verið að hafa hærri meðmælenda- eða vottaþröskuld.„Einfaldasta og skynsamlegasta aðferðin hefði hins vegar verið að hafa kjördæmi,“ segir Gunnar Helgi. „Það er upplýsingaástand sem er miklu viðráðanlegra fyrir kjósendur og mér finnst illskiljanlegt af hverju það var ekki gert.“Þorri fólks mun ekki skiljaAnnað sem kann að valda fólki vandræðum er nýtt kosningakerfi, sem er ólíkt flóknara en það sem við höfum vanist til þessa. „Ég held að það sé alveg öruggt að þorri almennings mun ekki átta sig á því hvernig það virkar,“ segir Gunnar Helgi.„Ég veit hins vegar ekki hversu alvarlegt vandamál það er. Það þýðir að það verður svolítið flókið fyrir fólk að átta sig á því hvernig það á að nota atkvæðið sitt,“ útskýrir hann. Hvort til dæmis sé mikilvægt að fullnýta atkvæðaseðilinn eða nóg sé að velja nokkur nöfn.„Fyrir fólk sem skilur ekki kosningakerfið getur það orðið mjög erfið ákvörðun,“ segir hann.Gunnar segir fyrirhugaða kosningu líklega einstaka í heimssögunni. Aldrei fyrr hafi verið kosið á milli jafnmargra frambjóðenda í einu persónukjöri, enda sé persónukjör ekki hugsað fyrir svo marga.„Ég kann ekkert dæmi um neitt sem er nálægt þessu. Þetta sprengir algjörlega upplýsingamöguleika kjósenda.“stigur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira