Landsbankinn segir ógerlegt að selja Vestia í opnu söluferli Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. ágúst 2010 18:45 Landsbankinn lítur svo á að verklagsreglur Vestia um sölu eigna sem bankinn hefur tekið yfir gildi aðeins um einstakar eignir en ekki fyrirtækið í heild sinni. Bankinn hafnar því að hafa brotið verklagsreglur. Þá segja stjórnendur ómögulegt að setja Vestia í heild sinni í opið söluferli. Fyrir helgi var greint frá því að Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefði keypt eignarhaldsfélagið Vestia eins og það leggur sig af Landsbankanum á nítján og hálfan milljarð króna, en inni í Vestia eru mörg af þekktustu fyrirtækjum landsins. Sú staðreynd að Landsbankinn ákvað að selja Vestia til Framtakssjóðsins án auglýsingar hefur verið tilefni nokkurrar gagnrýni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, gagnrýndi þetta fyrirkomulag t.d í kvöldfréttum Rúv í gær og þá hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd kallað eftir skýringum á þessu þar sem þetta sé þvert á verklagsreglur sem kynntar hafi verið. Fram kemur í verklagsreglum Vestia að selja eigi eignir með opnu og gagnsæju söluferli og að gæta eigi jafnræðis meðal kaupenda. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, sagði í samtali við fréttastofu að verklagsreglurnar giltu ekki um Vestia í heild sinni heldur um sölu á einstökum eignum fyrirtækisins. Kristján sagði að ekki hafi verið hægt að selja Vestia í einu lagi í opnu og gagnsæju söluferli þar sem margar eignir fyrirtækisins væru illseljanlegar. Slíkt verkefni hefði tekið mjög langan tíma bæði vegna stöðu eigna og hversu umfangsmikið slíkt verkefni væri. Bankinn væri hins vegar undir tímapressu frá Samkeppniseftirlitinu um að selja margar þessara eigna og því hafi salan á Vestia til Framtakssjóðsins reynst heppileg lausn. Kristján sagði jafnframt að verklagsreglurnar fylgdu Vestia yfir til lífeyrissjóðanna. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, vegna málsins en ekki var orðið við þeirri ósk vegna anna Steinþórs. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29 Vilja ræða kaupin á Vestiu Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia. 24. ágúst 2010 16:28 Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. 20. ágúst 2010 18:59 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Landsbankinn lítur svo á að verklagsreglur Vestia um sölu eigna sem bankinn hefur tekið yfir gildi aðeins um einstakar eignir en ekki fyrirtækið í heild sinni. Bankinn hafnar því að hafa brotið verklagsreglur. Þá segja stjórnendur ómögulegt að setja Vestia í heild sinni í opið söluferli. Fyrir helgi var greint frá því að Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefði keypt eignarhaldsfélagið Vestia eins og það leggur sig af Landsbankanum á nítján og hálfan milljarð króna, en inni í Vestia eru mörg af þekktustu fyrirtækjum landsins. Sú staðreynd að Landsbankinn ákvað að selja Vestia til Framtakssjóðsins án auglýsingar hefur verið tilefni nokkurrar gagnrýni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, gagnrýndi þetta fyrirkomulag t.d í kvöldfréttum Rúv í gær og þá hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd kallað eftir skýringum á þessu þar sem þetta sé þvert á verklagsreglur sem kynntar hafi verið. Fram kemur í verklagsreglum Vestia að selja eigi eignir með opnu og gagnsæju söluferli og að gæta eigi jafnræðis meðal kaupenda. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, sagði í samtali við fréttastofu að verklagsreglurnar giltu ekki um Vestia í heild sinni heldur um sölu á einstökum eignum fyrirtækisins. Kristján sagði að ekki hafi verið hægt að selja Vestia í einu lagi í opnu og gagnsæju söluferli þar sem margar eignir fyrirtækisins væru illseljanlegar. Slíkt verkefni hefði tekið mjög langan tíma bæði vegna stöðu eigna og hversu umfangsmikið slíkt verkefni væri. Bankinn væri hins vegar undir tímapressu frá Samkeppniseftirlitinu um að selja margar þessara eigna og því hafi salan á Vestia til Framtakssjóðsins reynst heppileg lausn. Kristján sagði jafnframt að verklagsreglurnar fylgdu Vestia yfir til lífeyrissjóðanna. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, vegna málsins en ekki var orðið við þeirri ósk vegna anna Steinþórs.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29 Vilja ræða kaupin á Vestiu Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia. 24. ágúst 2010 16:28 Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. 20. ágúst 2010 18:59 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29
Vilja ræða kaupin á Vestiu Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia. 24. ágúst 2010 16:28
Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. 20. ágúst 2010 18:59