Verður yfirheyrður hjá saksóknara í dag 19. ágúst 2010 06:00 Handtökuskipun Alþjóðalögreglan Interpol gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði Einarssyni 11. maí. Hún hefur nú verið felld úr gildi. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins, segir að alþjóðleg handtökuskipun sem Interpol gaf út á hendur Sigurði að ósk Sérstaks saksóknara hafi verið felld úr gildi. Hvorki Ólafur né Gestur vildu tjá sig um hvort samkomulag hafi verið gert við Sigurð um heimkomuna. Niðurfelling handtökubeiðninnar, og sú staðreynd að Sigurður var ekki handtekinn strax við komuna til landsins, benda þó til þess að einhvers konar samkomulag hafi náðst, samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fljótlega eftir að handtökuskipunin var gefin út, sagðist Sigurður viljugur til að mæta í yfirheyrslur gegn því skilyrði að hann yrði ekki handtekinn. Spurður hvort þriggja mánaða töf á því að hægt væri að yfirheyra Sigurð hafi skaðað eða tafið rannsókn á meintum brotum í starfsemi Kaupþings sagði Ólafur að ágætur framgangur hafi orðið í rannsókninni. Þó að ekki takist að framkvæma einn þátt rannsóknarinnar eins hratt og hugsast gæti sé hægt að vinna að öðrum þáttum málsins. Haft var eftir Ólafi í Fréttablaðinu fyrir viku að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í rannsókninni á Kaupþingi. Málið væri orðið stærra og flóknara en áður hafi verið talið. Interpol gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði 11. maí síðastliðinn að beiðni embættis sérstaks saksóknara. Þá hafði Sigurður hundsað óskir saksóknara um að koma sjálfviljugur til landsins til yfirheyrslu. Þrátt fyrir handtökuskipunina töldu bresk löggæsluyfirvöld sig ekki hafa heimild til að handtaka Sigurð á grundvelli hennar. Var vísað til þess að Ísland hefði ekki fullgilt Evrópusamning um handtöku og framsal grunaðra og dæmdra manna. Þrír af æðstu stjórnendum Kaupþings voru handteknir í byrjun maí vegna rannsóknar á meintum brotum þeirra. Þeir voru hnepptir í gæsluvarðhald, og eftir að því lauk voru þeir auk fjórða manns úrskurðaðir í farbann, sem nú er runnið út. Til stóð að yfirheyra Sigurð um svipað leyti, en hann kom ekki til yfirheyrslu. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins, segir að alþjóðleg handtökuskipun sem Interpol gaf út á hendur Sigurði að ósk Sérstaks saksóknara hafi verið felld úr gildi. Hvorki Ólafur né Gestur vildu tjá sig um hvort samkomulag hafi verið gert við Sigurð um heimkomuna. Niðurfelling handtökubeiðninnar, og sú staðreynd að Sigurður var ekki handtekinn strax við komuna til landsins, benda þó til þess að einhvers konar samkomulag hafi náðst, samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fljótlega eftir að handtökuskipunin var gefin út, sagðist Sigurður viljugur til að mæta í yfirheyrslur gegn því skilyrði að hann yrði ekki handtekinn. Spurður hvort þriggja mánaða töf á því að hægt væri að yfirheyra Sigurð hafi skaðað eða tafið rannsókn á meintum brotum í starfsemi Kaupþings sagði Ólafur að ágætur framgangur hafi orðið í rannsókninni. Þó að ekki takist að framkvæma einn þátt rannsóknarinnar eins hratt og hugsast gæti sé hægt að vinna að öðrum þáttum málsins. Haft var eftir Ólafi í Fréttablaðinu fyrir viku að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í rannsókninni á Kaupþingi. Málið væri orðið stærra og flóknara en áður hafi verið talið. Interpol gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði 11. maí síðastliðinn að beiðni embættis sérstaks saksóknara. Þá hafði Sigurður hundsað óskir saksóknara um að koma sjálfviljugur til landsins til yfirheyrslu. Þrátt fyrir handtökuskipunina töldu bresk löggæsluyfirvöld sig ekki hafa heimild til að handtaka Sigurð á grundvelli hennar. Var vísað til þess að Ísland hefði ekki fullgilt Evrópusamning um handtöku og framsal grunaðra og dæmdra manna. Þrír af æðstu stjórnendum Kaupþings voru handteknir í byrjun maí vegna rannsóknar á meintum brotum þeirra. Þeir voru hnepptir í gæsluvarðhald, og eftir að því lauk voru þeir auk fjórða manns úrskurðaðir í farbann, sem nú er runnið út. Til stóð að yfirheyra Sigurð um svipað leyti, en hann kom ekki til yfirheyrslu. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira