Leiðinlegt hjá Besta flokknum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. desember 2010 06:00 Bezti flokkurinn komst til valda í borgarstjórn Reykjavíkur af því að fólk var orðið þreytt á gömlu pólitíkusunum. Bezti flokkurinn lofaði því að það yrði skemmtilegra að búa í Reykjavík og framan af, að minnsta kosti eitthvað fram eftir sumri, leit út fyrir að flokkurinn nálgaðist ýmis viðfangsefni með nýjum og hressilegum hætti. Það var áður en kom að stóra viðfangsefninu, sem var að fást við fjármál borgarinnar. Þá kom í ljós að Bezti flokkurinn og Samfylkingin áttu ekki fyrir mörgum af skemmtilegu loforðunum. „Ég vildi óska þess að hún væri skemmtilegri, að við gætum boðið öllum borgarbúum ókeypis í strætó og ókeypis í sund og ókeypis handklæði. Kannski náum við að gera það næst. Það væri gaman," sagði Jón Gnarr borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætluninni í fyrradag. Og gaf svo í skyn að það hefði bæði verið erfitt og leiðinlegt að ná saman þessari fjárhagsáætlun. Staðreyndin er sú að við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar örlaði ekki á nýrri hugsun eða vinnubrögðum. Þetta var gert með gamla laginu; gatinu lokað með því að hækka skattana og gjaldskrár borgarinnar. Sú leið er alltaf auðveldari fyrir stjórnmálamennina en að skera niður kostnað. Þá þarf að segja upp fleira fólki. Þá rísa upp sérhagsmunahópar, sem missa spón úr aski sínum. Það er svo miklu þægilegra að dreifa skaðanum á sem flesta, þannig að hagsmunirnir séu ekki eins afmarkaðir og engir augljósir talsmenn, sem geta farið að berja á pólitíkusunum. Þetta er þekkt leið, margreynd og henni fylgir enginn ferskur andblær hressleika. Niðurskurðurinn krefst hins vegar pólitísks hugrekkis og sömuleiðis frumleika og útsjónarsemi. Það getur þurft að breyta því hvernig hlutirnir hafa lengst af verið gerðir. Ekkert af þessu virðist Bezti flokkurinn hafa átt til hjá sér. Í reynsluleysi sínu og hugmyndaleysi virðist hann bara hafa afhent embættismönnum borgarinnar og samstarfsfólkinu í Samfylkingunni stjórnvölinn og leyft þeim að ráða ferðinni við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Embættismenn vilja aldrei skera niður kostnað; það eru ekki þeirra hagsmunir. Og það hefði auðvitað ekki litið vel út fyrir Samfylkinguna í ríkisstjórn ef það hefði komið í ljós að í borgarstjórn væri áfram hægt að lækka kostnað í opinberum rekstri og komast hjá því að hækka skatta. Skatta- og gjaldahækkanir Bezta flokksins og Samfylkingarinnar koma verst niður á barnafjölskyldum í borginni. Hér í Fréttablaðinu var á dögunum tekið dæmi af fimm manna fjölskyldu með meðaltekjur, tvö börn í leikskóla og það þriðja í skóla. Skatta- og gjaldahækkanir borgarinnar kosta þessa fjölskyldu tæplega 150.000 krónur á ári og til að eiga fyrir þeim útgjaldaauka getur þurft hálfs mánaðar aukavinnu - ef hún er þá í boði. Ætli fólkinu sem þannig er ástatt um þyki skemmtilegt að borga meira? Eða ætli því finnist bara frekar leiðinlegt að borgarstjórnarmeirihlutinn sé ekki betur starfi sínu vaxinn en raun ber vitni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Bezti flokkurinn komst til valda í borgarstjórn Reykjavíkur af því að fólk var orðið þreytt á gömlu pólitíkusunum. Bezti flokkurinn lofaði því að það yrði skemmtilegra að búa í Reykjavík og framan af, að minnsta kosti eitthvað fram eftir sumri, leit út fyrir að flokkurinn nálgaðist ýmis viðfangsefni með nýjum og hressilegum hætti. Það var áður en kom að stóra viðfangsefninu, sem var að fást við fjármál borgarinnar. Þá kom í ljós að Bezti flokkurinn og Samfylkingin áttu ekki fyrir mörgum af skemmtilegu loforðunum. „Ég vildi óska þess að hún væri skemmtilegri, að við gætum boðið öllum borgarbúum ókeypis í strætó og ókeypis í sund og ókeypis handklæði. Kannski náum við að gera það næst. Það væri gaman," sagði Jón Gnarr borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætluninni í fyrradag. Og gaf svo í skyn að það hefði bæði verið erfitt og leiðinlegt að ná saman þessari fjárhagsáætlun. Staðreyndin er sú að við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar örlaði ekki á nýrri hugsun eða vinnubrögðum. Þetta var gert með gamla laginu; gatinu lokað með því að hækka skattana og gjaldskrár borgarinnar. Sú leið er alltaf auðveldari fyrir stjórnmálamennina en að skera niður kostnað. Þá þarf að segja upp fleira fólki. Þá rísa upp sérhagsmunahópar, sem missa spón úr aski sínum. Það er svo miklu þægilegra að dreifa skaðanum á sem flesta, þannig að hagsmunirnir séu ekki eins afmarkaðir og engir augljósir talsmenn, sem geta farið að berja á pólitíkusunum. Þetta er þekkt leið, margreynd og henni fylgir enginn ferskur andblær hressleika. Niðurskurðurinn krefst hins vegar pólitísks hugrekkis og sömuleiðis frumleika og útsjónarsemi. Það getur þurft að breyta því hvernig hlutirnir hafa lengst af verið gerðir. Ekkert af þessu virðist Bezti flokkurinn hafa átt til hjá sér. Í reynsluleysi sínu og hugmyndaleysi virðist hann bara hafa afhent embættismönnum borgarinnar og samstarfsfólkinu í Samfylkingunni stjórnvölinn og leyft þeim að ráða ferðinni við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Embættismenn vilja aldrei skera niður kostnað; það eru ekki þeirra hagsmunir. Og það hefði auðvitað ekki litið vel út fyrir Samfylkinguna í ríkisstjórn ef það hefði komið í ljós að í borgarstjórn væri áfram hægt að lækka kostnað í opinberum rekstri og komast hjá því að hækka skatta. Skatta- og gjaldahækkanir Bezta flokksins og Samfylkingarinnar koma verst niður á barnafjölskyldum í borginni. Hér í Fréttablaðinu var á dögunum tekið dæmi af fimm manna fjölskyldu með meðaltekjur, tvö börn í leikskóla og það þriðja í skóla. Skatta- og gjaldahækkanir borgarinnar kosta þessa fjölskyldu tæplega 150.000 krónur á ári og til að eiga fyrir þeim útgjaldaauka getur þurft hálfs mánaðar aukavinnu - ef hún er þá í boði. Ætli fólkinu sem þannig er ástatt um þyki skemmtilegt að borga meira? Eða ætli því finnist bara frekar leiðinlegt að borgarstjórnarmeirihlutinn sé ekki betur starfi sínu vaxinn en raun ber vitni?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun