Snæfellsjökull lýstur upp til að vekja fólk 26. maí 2010 05:15 Þýski ljósalistamaðurinn fór ásamt samverkafólki sínu á Snæfellsjökul í gær og kveðst heillaður af landslaginu á Íslandi.Mynd/Sighvatur Lárusson „Þetta verða skilaboð til allra hér á jörðu um að við verðum að takast á við hnattræna hlýnun,“ segir þýski listamaðurinn Gert Hof, sem áætlar að lýsa upp sjálfan Snæfellsjökul í október á þessu ári. Hof segist lengi hafa verið hugfanginn af Norðurpólnum og að boð um að koma hingað hafi fallið vel að því. Hann skoðaði aðstæður á Snæfellsjökli í gær og kveðst heillaður af landslaginu hér. „Það er virkilega undravert og á sama tíma ögrandi fyrir mig sem listamann,“ segir hann. Hof fæddist í Austur-Þýskalandi árið 1951. Hann var lengi leikstjóri og óperustjóri áður en hann gekk rokklistinni á hönd á tíunda áratugnum og útvíkkaði sviðslist sína svo um munaði. Hof hefur unnið myndbönd með rokksveitum á borð við Ramstein og Motorhead og lýst upp fjölmargar byggingar og sögulega staði um víða veröld. Meðal þeirra má nefna Akrópólis í Grikklandi. Hof segir margt þurfa að fara saman svo verkefnið verði að veruleika. „Við þurfum rétta fólkið og við höfum rétta fólkið hér. Í öðru lagi þurfum við réttu pólitísku kringumstæðurnar. Fólkið vill þetta. Í þriðja lagi er þetta ótrúlega fallegur staður. Í fjórða lagi þarf verkefnið að hafa réttu skilaboðin og þau eru þetta stóra umhverfisvandamál allrar jarðarinnar,“ útskýrir Hof. Þá kveður Hof sögu Jules Werne um Ferðina inn að miðju jarðar í gegnum Snæfellsjökul ljá verkefninu sérstaka vídd. „Ég get ekkert sagt á þessu augnabliki um það hvernig þetta muni líta út en ég vil segja að Jules Werne var í leiðangri að miðju jarðar. Ég sjálfur, sem listamaður, ásamt ykkur, íbúum Íslands, mun reyna að senda ákall til himins,“ segir Hof og bendir á að í raun sé himininn eins og sýningartjald sem allir geta litið á. Bergljót Arnalds og Páll Ásgeir Davíðsson áttu hugmyndina að því að fá Hof til landsins. Síðan fengu þau til liðs við sig íslenska fyrirtækið Northern Lights Energy. Bergljót leiðir tónlistarsköpun sem verður hluti sýningarinnar og byggir á hljóðum Snæfellsjökuls sjálfs. Páll Ásgeir segir verkefnið unnið út frá hugmyndinni um samfélagslega ábyrgð. Bæta hafa þurft ímynd Íslands eftir eldgos og efnahagshrun. „Það er snilld fyrir Íslendinga eftir að hafa haft eldgos í jökli á Íslandi að öðrum jökli á landinu sé breytt í listaverk,“ segir Páll Ásgeir. gar@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Þetta verða skilaboð til allra hér á jörðu um að við verðum að takast á við hnattræna hlýnun,“ segir þýski listamaðurinn Gert Hof, sem áætlar að lýsa upp sjálfan Snæfellsjökul í október á þessu ári. Hof segist lengi hafa verið hugfanginn af Norðurpólnum og að boð um að koma hingað hafi fallið vel að því. Hann skoðaði aðstæður á Snæfellsjökli í gær og kveðst heillaður af landslaginu hér. „Það er virkilega undravert og á sama tíma ögrandi fyrir mig sem listamann,“ segir hann. Hof fæddist í Austur-Þýskalandi árið 1951. Hann var lengi leikstjóri og óperustjóri áður en hann gekk rokklistinni á hönd á tíunda áratugnum og útvíkkaði sviðslist sína svo um munaði. Hof hefur unnið myndbönd með rokksveitum á borð við Ramstein og Motorhead og lýst upp fjölmargar byggingar og sögulega staði um víða veröld. Meðal þeirra má nefna Akrópólis í Grikklandi. Hof segir margt þurfa að fara saman svo verkefnið verði að veruleika. „Við þurfum rétta fólkið og við höfum rétta fólkið hér. Í öðru lagi þurfum við réttu pólitísku kringumstæðurnar. Fólkið vill þetta. Í þriðja lagi er þetta ótrúlega fallegur staður. Í fjórða lagi þarf verkefnið að hafa réttu skilaboðin og þau eru þetta stóra umhverfisvandamál allrar jarðarinnar,“ útskýrir Hof. Þá kveður Hof sögu Jules Werne um Ferðina inn að miðju jarðar í gegnum Snæfellsjökul ljá verkefninu sérstaka vídd. „Ég get ekkert sagt á þessu augnabliki um það hvernig þetta muni líta út en ég vil segja að Jules Werne var í leiðangri að miðju jarðar. Ég sjálfur, sem listamaður, ásamt ykkur, íbúum Íslands, mun reyna að senda ákall til himins,“ segir Hof og bendir á að í raun sé himininn eins og sýningartjald sem allir geta litið á. Bergljót Arnalds og Páll Ásgeir Davíðsson áttu hugmyndina að því að fá Hof til landsins. Síðan fengu þau til liðs við sig íslenska fyrirtækið Northern Lights Energy. Bergljót leiðir tónlistarsköpun sem verður hluti sýningarinnar og byggir á hljóðum Snæfellsjökuls sjálfs. Páll Ásgeir segir verkefnið unnið út frá hugmyndinni um samfélagslega ábyrgð. Bæta hafa þurft ímynd Íslands eftir eldgos og efnahagshrun. „Það er snilld fyrir Íslendinga eftir að hafa haft eldgos í jökli á Íslandi að öðrum jökli á landinu sé breytt í listaverk,“ segir Páll Ásgeir. gar@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira