Ekkert persónukjör í kosningunum í vor 5. maí 2010 06:15 Ráðhús Reykjavíkur. Sveitarfélögin töldu ekki nægan tíma til að breyta lögum um kosningar og koma á persónukjöri. Ekkert slíkt verður í boði í kosningunum 29. maí.fréttablaðið/stefán Ekkert persónukjör er í boði í kosningum til sveitarstjórna í maí. Frumvarp um slíkt var lagt fram í haust en er inni í allsherjarnefnd. Meðal þeirra sem lögðust gegn afgreiðslu frumvarpsins var stjórn Vinstri grænna, sem vildi vísa málinu til stjórnlagaþings. Þá töldu sveitarfélögin of skamman tíma til stefnu fyrir vorið. „Þetta næst ekki fyrir kosningar og ástæðan er fyrst og fremst sú að sveitarfélögin lögðust alfarið gegn því og töldu allt of stuttan fyrirvara að koma persónukjöri á fyrir kosningarnar í vor,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar. Háværar kröfur voru um persónukjör í og eftir búsáhaldabyltinguna. Dómsmálaráðherra lagði fram tvö frumvörp um málið í nóvember, annars vegar til alþingis- og hins vegar sveitarstjórnarkosninga. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ hafi mönnum þótt tíminn of knappur til kosninga í vor. Margt í frumvarpinu hafi fallið að hugmyndum lýðræðisnefndar sambandsins en annað gengið of skammt. „Við töldum að tíminn þyrfti að vera betri og einnig að það yrði að vera hægt að velja af öðrum listum líka.“ Stjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sendi nefndinni neikvæða umsögn og lagði til að frumvarpinu yrði vísað inn í umræðu um stjórnlagaþing. Flokkurinn væri hins vegar reiðubúinn til að skoða ýmsa möguleika á að auka áhrif kjósenda á röðun lista, meðal annars rýmri heimildir til útstrikunar og endurröðunar. Steinunn Valdís segir að málið verði tekið aftur í haust, enda séu fáir þingdagar eftir. „Við reynum að klára þetta þá. Þetta er eitt af stóru umbótamálunum sem verða að komast í gegn. Um þetta eru hins vegar deildar meiningar.“ kolbeinn@frettabladid.is steinunn valdís óskarsdóttir Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Ekkert persónukjör er í boði í kosningum til sveitarstjórna í maí. Frumvarp um slíkt var lagt fram í haust en er inni í allsherjarnefnd. Meðal þeirra sem lögðust gegn afgreiðslu frumvarpsins var stjórn Vinstri grænna, sem vildi vísa málinu til stjórnlagaþings. Þá töldu sveitarfélögin of skamman tíma til stefnu fyrir vorið. „Þetta næst ekki fyrir kosningar og ástæðan er fyrst og fremst sú að sveitarfélögin lögðust alfarið gegn því og töldu allt of stuttan fyrirvara að koma persónukjöri á fyrir kosningarnar í vor,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar. Háværar kröfur voru um persónukjör í og eftir búsáhaldabyltinguna. Dómsmálaráðherra lagði fram tvö frumvörp um málið í nóvember, annars vegar til alþingis- og hins vegar sveitarstjórnarkosninga. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ hafi mönnum þótt tíminn of knappur til kosninga í vor. Margt í frumvarpinu hafi fallið að hugmyndum lýðræðisnefndar sambandsins en annað gengið of skammt. „Við töldum að tíminn þyrfti að vera betri og einnig að það yrði að vera hægt að velja af öðrum listum líka.“ Stjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sendi nefndinni neikvæða umsögn og lagði til að frumvarpinu yrði vísað inn í umræðu um stjórnlagaþing. Flokkurinn væri hins vegar reiðubúinn til að skoða ýmsa möguleika á að auka áhrif kjósenda á röðun lista, meðal annars rýmri heimildir til útstrikunar og endurröðunar. Steinunn Valdís segir að málið verði tekið aftur í haust, enda séu fáir þingdagar eftir. „Við reynum að klára þetta þá. Þetta er eitt af stóru umbótamálunum sem verða að komast í gegn. Um þetta eru hins vegar deildar meiningar.“ kolbeinn@frettabladid.is steinunn valdís óskarsdóttir
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira