Viðskipti erlent

Atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum hækka enn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvinnulausum fjölgar áfram í Bandaríkjunum. Mynd/ afp.
Atvinnulausum fjölgar áfram í Bandaríkjunum. Mynd/ afp.
Atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum halda áfram að hækka. Í síðustu viku bættust við 2000 manns á atvinnuleysisskrá. Þá voru atvinnulausir alls 484 þúsund talsins og höfðu ekki verið hærri fleiri í hálft ár, eða síðan í febrúar. Hagfræðingar höfðu hins vegar búist við því að atvinnulausum myndi fækka og voru að gera sér vonir um að talan færi niður í 469 þúsund.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×