Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. september 2010 21:00 Sir Philip Green ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum. Mynd/ afp. Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. Financial Mail segir frá því að fyrir fjórum árum hafi Green sent þrjá menn á sínum vegum í Seðlabanka Bretlands til að óska eftir fundi með Mervyn King seðlabankastjóra. Tilgangurinn hafi verið að veita Seðlabankanum ráð um það hvernig eigi að spara í hvers kyns neyslu, allt frá kaupum á ljósritunarpappír til leigu á fasteignum eða greiðslu orkureikninga. Skýrsla Greens og félaga um málið er væntanleg í næsta mánuði, en nákvæm tímasetning hefur ekki verið gefin upp. „Ég er beinlínis í símanum núna að ræða málin," sagði Green í samtali við blaðamann Financial Mail á föstudaginn. Hann sagði að of snemmt væri að segja til um hver niðurstaða sín yrði. Hann myndi þó líklegast kynna hana persónulega. Philip Green og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa verið félagar um árabil og til stóð um tíma að Jón Ásgeir myndi fjárfesta í Arcadia, eignarhaldsfélagi Greens. Þá fundaði Green með ráðherrum í ríkisstjórn Íslands skömmu eftir bankahrunið árið 2008 og bauðst til að kaupa helstu eigur íslenska ríkisins á brunaútsölu. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. Financial Mail segir frá því að fyrir fjórum árum hafi Green sent þrjá menn á sínum vegum í Seðlabanka Bretlands til að óska eftir fundi með Mervyn King seðlabankastjóra. Tilgangurinn hafi verið að veita Seðlabankanum ráð um það hvernig eigi að spara í hvers kyns neyslu, allt frá kaupum á ljósritunarpappír til leigu á fasteignum eða greiðslu orkureikninga. Skýrsla Greens og félaga um málið er væntanleg í næsta mánuði, en nákvæm tímasetning hefur ekki verið gefin upp. „Ég er beinlínis í símanum núna að ræða málin," sagði Green í samtali við blaðamann Financial Mail á föstudaginn. Hann sagði að of snemmt væri að segja til um hver niðurstaða sín yrði. Hann myndi þó líklegast kynna hana persónulega. Philip Green og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa verið félagar um árabil og til stóð um tíma að Jón Ásgeir myndi fjárfesta í Arcadia, eignarhaldsfélagi Greens. Þá fundaði Green með ráðherrum í ríkisstjórn Íslands skömmu eftir bankahrunið árið 2008 og bauðst til að kaupa helstu eigur íslenska ríkisins á brunaútsölu.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira