Valsmenn eru búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína eftir að Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkarðsson tóku við liðinu af Júlíusi Jónassyni. Liðið vann fyrst tvo sigra á Selfoss í bæði deild og bikar og fylgdi því síðan eftir með glæsilegum tíu marka sigri á HK í Digranesinu í gær.
Það vekur líka athygli að Valsliðið hefur unnið stærri sigur með hverjum leik. Fyrsti leikurinn vannst með einu marki á heimavelli, næst vann liðið fjögurra marka bikarsigur á Selfossi og skellti loks spútnikliði HK-inga með tíu mörkum á útivelli í gær.
Anton Brink ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Digranesi í gær. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

