Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða Boði Logason skrifar 31. maí 2010 12:16 Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins Mynd/Valgarður „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. Guðmundur gagnrýndi forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og sagði að formaður flokksins beri ábyrgð á slæmu gengi flokksins í kosningum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Þá krefjast Ungir Framsóknarmenn í Húnavatnssýslum þess að Guðmundur biðjist afsökunar á opinberum vettvangi. „Það er nú illa komið fyrir flokknum ef menn þyrftu að biðjast afsökunar að segja skoðun sína. Í rauninni var ég að segja mjög einfaldan og augljósan hlut." Hann bendir á að þrátt fyrir endurnýjun í flokknum, hafi Framsóknarflokkurinn ekki verið valkostur í kosningunum í Reykjavík. „Þessi skilaboð til okkar þurfum við að taka mjög alvarlega og ræða." Hann segist ekki geta annað en hlegið yfir kröfum ungliðanna í Húnavatnssýslum og Skagafirði. „Ég er bara að segja hinn augljósa hlut. Ég er að vona að út úr þessu komi betri flokkur vegna þess að maður verður betri ef maður lítur í eigin barm og tekur skilaboð til sín alvarlega. Ég sjálfur lít í eigin barm. Það er mikið talað um það hvernig pólitík og stjórnmálamenn eigi að vera, eitt af því sem ég held að þeir eigi að vera er að segja skoðun sína og bera rök fyrir máli sínu. Og það er það er ég að gera núna." Aðspurður hvort að hann hafi heyrt í Sigmundi Davíð, formanni Framsóknarflokksins, segir hann ekki svo vera. „Nei hann hefur ekki hringt," segir Guðmundur. Þá kveðst hann ekki vera íhuga formannsframboð. „Ég hef nákvæmlega ekkert hugleitt það. Þetta snýst ekkert um það." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi. 31. maí 2010 04:00 Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja. 31. maí 2010 06:57 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
„Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. Guðmundur gagnrýndi forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og sagði að formaður flokksins beri ábyrgð á slæmu gengi flokksins í kosningum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Þá krefjast Ungir Framsóknarmenn í Húnavatnssýslum þess að Guðmundur biðjist afsökunar á opinberum vettvangi. „Það er nú illa komið fyrir flokknum ef menn þyrftu að biðjast afsökunar að segja skoðun sína. Í rauninni var ég að segja mjög einfaldan og augljósan hlut." Hann bendir á að þrátt fyrir endurnýjun í flokknum, hafi Framsóknarflokkurinn ekki verið valkostur í kosningunum í Reykjavík. „Þessi skilaboð til okkar þurfum við að taka mjög alvarlega og ræða." Hann segist ekki geta annað en hlegið yfir kröfum ungliðanna í Húnavatnssýslum og Skagafirði. „Ég er bara að segja hinn augljósa hlut. Ég er að vona að út úr þessu komi betri flokkur vegna þess að maður verður betri ef maður lítur í eigin barm og tekur skilaboð til sín alvarlega. Ég sjálfur lít í eigin barm. Það er mikið talað um það hvernig pólitík og stjórnmálamenn eigi að vera, eitt af því sem ég held að þeir eigi að vera er að segja skoðun sína og bera rök fyrir máli sínu. Og það er það er ég að gera núna." Aðspurður hvort að hann hafi heyrt í Sigmundi Davíð, formanni Framsóknarflokksins, segir hann ekki svo vera. „Nei hann hefur ekki hringt," segir Guðmundur. Þá kveðst hann ekki vera íhuga formannsframboð. „Ég hef nákvæmlega ekkert hugleitt það. Þetta snýst ekkert um það."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi. 31. maí 2010 04:00 Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja. 31. maí 2010 06:57 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi. 31. maí 2010 04:00
Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja. 31. maí 2010 06:57