Einkunnirnar aldrei verið lægri 1. desember 2010 08:30 Seðlabanki Íslands Formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hófst árið 1989 þegar ríkið óskaði eftir einkunn á víxla ríkissjóðs. Markadurinn/Arnþór Lengst af hafa þrjú matsfyrirtæki metið lánshæfi ríkissjóðs Íslands, en það eru fyrirtækin Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Samskipti matsfyrirtækjanna og ríkissjóðs hófust árið 1986 þegar Standard & Poor’s ákvað að raða nokkrum fjölda landa, sem þá höfðu ekki formlega einkunn, í flokka sem gáfu til kynna lánshæfi þeirra. „Ísland lenti í næstefsta flokki, en lönd í þeim flokki voru þá talin hafa trausta getu til að inna af hendi greiðslu af opinberum erlendum langtímalánum,“ segir í umfjöllun á vef Seðlabanka Íslands. Árið 1988 gerði Standard & Poor‘s svo breytingu á þessu óumbeðna mati og hóf að veita hefðbundna bókstafseinkunn. „Í þeim tilvikum sem fyrirtækið mat lánshæfi landanna að eigin frumkvæði, en ekki að frumkvæði landanna sjálfra, var einkunnin auðkennd með bókstafnum „i“. Um miðjan mars árið 1989 tilkynnti fyrirtækið, að það gæfi ríkissjóði Íslands langtímaeinkunnina „Ai“ og skammtímaeinkunnina „A-1“. Moody’s fylgdi svo í kjölfarið árið 1989 og veitti ríkissjóði óumbeðna einkunn A2 en sú einkunn var hins vegar ekki auðkennd sérstaklega eins og hjá S&P.“ Fram kemur á vef Seðlabankans að formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hafi hafist þegar íslenska ríkið óskaði eftir einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar fyrir víxla ríkissjóðs, sem gefnir voru út í London, frá S&P árið 1989 og síðar frá Moody’s árið 1990. „Í tengslum við undirbúning ríkissjóðs á fyrstu opinberu útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði árið 1994 voru Moody’s og S&P formlega beðin um að meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar. Í kjölfarið veitti S&P einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar í janúar 1994 og í sama mánuði tilkynnti Moody’s að einkunnin yrði A2. Þar með staðfestu matsfyrirtækin fyrri óformlegar einkunnir ríkissjóðs.“ Í febrúar 2000 bættist svo matsfyrirtækið Fitch í hópinn og veitti ríkissjóði einkunnina AA- fyrir erlendar langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendri mynt. „Einn mikilvægasti áfanginn í bættu lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands náðist í október 2002 þegar Moody’s hækkaði matið á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt í Aaa, sem er jafnframt hæsta mögulega einkunn sem Moody’s veitir. Þessi hækkun átti sér meðal annars stað í tengslum við breytta aðferðafræði fyrirtækisins sem fólst í því að meta að jöfnu greiðslugetu í erlendri og innlendri mynt. Stuttu eftir þetta staðfesti S&P A+ einkunn ríkissjóðs en breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar í nóvember 2002. Ríkissjóður Íslands hélt hæstu einkunn Moody’s þar til í maí 2008, þegar lánshæfiseinkunnin var lækkuð í Aa1.“ Í kjölfar hruns bankanna í október 2008 lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs talsvert og hafa lánshæfiseinkunnirnar, að sögn Seðlabankans, ekki verið lægri síðan matsfyrirtækin hófu að meta ríkissjóð. Fréttir Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Sjá meira
Lengst af hafa þrjú matsfyrirtæki metið lánshæfi ríkissjóðs Íslands, en það eru fyrirtækin Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Samskipti matsfyrirtækjanna og ríkissjóðs hófust árið 1986 þegar Standard & Poor’s ákvað að raða nokkrum fjölda landa, sem þá höfðu ekki formlega einkunn, í flokka sem gáfu til kynna lánshæfi þeirra. „Ísland lenti í næstefsta flokki, en lönd í þeim flokki voru þá talin hafa trausta getu til að inna af hendi greiðslu af opinberum erlendum langtímalánum,“ segir í umfjöllun á vef Seðlabanka Íslands. Árið 1988 gerði Standard & Poor‘s svo breytingu á þessu óumbeðna mati og hóf að veita hefðbundna bókstafseinkunn. „Í þeim tilvikum sem fyrirtækið mat lánshæfi landanna að eigin frumkvæði, en ekki að frumkvæði landanna sjálfra, var einkunnin auðkennd með bókstafnum „i“. Um miðjan mars árið 1989 tilkynnti fyrirtækið, að það gæfi ríkissjóði Íslands langtímaeinkunnina „Ai“ og skammtímaeinkunnina „A-1“. Moody’s fylgdi svo í kjölfarið árið 1989 og veitti ríkissjóði óumbeðna einkunn A2 en sú einkunn var hins vegar ekki auðkennd sérstaklega eins og hjá S&P.“ Fram kemur á vef Seðlabankans að formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hafi hafist þegar íslenska ríkið óskaði eftir einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar fyrir víxla ríkissjóðs, sem gefnir voru út í London, frá S&P árið 1989 og síðar frá Moody’s árið 1990. „Í tengslum við undirbúning ríkissjóðs á fyrstu opinberu útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði árið 1994 voru Moody’s og S&P formlega beðin um að meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar. Í kjölfarið veitti S&P einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar í janúar 1994 og í sama mánuði tilkynnti Moody’s að einkunnin yrði A2. Þar með staðfestu matsfyrirtækin fyrri óformlegar einkunnir ríkissjóðs.“ Í febrúar 2000 bættist svo matsfyrirtækið Fitch í hópinn og veitti ríkissjóði einkunnina AA- fyrir erlendar langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendri mynt. „Einn mikilvægasti áfanginn í bættu lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands náðist í október 2002 þegar Moody’s hækkaði matið á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt í Aaa, sem er jafnframt hæsta mögulega einkunn sem Moody’s veitir. Þessi hækkun átti sér meðal annars stað í tengslum við breytta aðferðafræði fyrirtækisins sem fólst í því að meta að jöfnu greiðslugetu í erlendri og innlendri mynt. Stuttu eftir þetta staðfesti S&P A+ einkunn ríkissjóðs en breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar í nóvember 2002. Ríkissjóður Íslands hélt hæstu einkunn Moody’s þar til í maí 2008, þegar lánshæfiseinkunnin var lækkuð í Aa1.“ Í kjölfar hruns bankanna í október 2008 lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs talsvert og hafa lánshæfiseinkunnirnar, að sögn Seðlabankans, ekki verið lægri síðan matsfyrirtækin hófu að meta ríkissjóð.
Fréttir Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Sjá meira