Kjartan ekki kallaður fyrir Rannsóknarnefndina 7. janúar 2010 18:39 Endurskoðunarnefnd gamla Landsbankans sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með Icesave og rekstri bankans hefur ekki verið boðuð í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Í endurskoðunarnefndinni sátu Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson í Odda og Andri Sveinsson, fjármálastjóri hjá Novator. Endurskoðunarnefndir eiga að vera í öllum bönkum. Samkvæmt lögum um ársreikninga ber þessum nefndum að hafa eftirlit með virkni innra eftirlits og áhættustýringu. Hlutverk þeirra er meðal annars að sannreyna hvort ársreikningar gefi glögga mynd af rekstrinum - og ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit sé innan bankans. Nefndin er líka ábyrg fyrir að tryggja eftirlit með áhættu í rekstri fyrirtækis. Icesave reikningar Landsbankans voru grunnur að fjármögnun bankans og því mikilvægur þáttur í allri starfseminni. Í endurskoðunarnefnd Landsbankans árið 2008, fram að hruni sátu Kjartan Gunnarsson, sem formaður, Þorgeir Baldursson sem óháður stjórnarmaður og Andri Sveinsson sem fulltrúi eigenda bankans. Andri starfar sem fjármálastjóri Novator Partners, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum ítarleg gögn úr öllum bönkunum, þar á meðal fundargerðir og önnur gögn úr Landsbankanum sem tengjast Icesave reikningunum. Heimildir herma að meðlimir endurskoðunarnefndar Landsbankans hafi ekki verið boðaðir í yfirheyrslu hjá nefndinni. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Endurskoðunarnefnd gamla Landsbankans sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með Icesave og rekstri bankans hefur ekki verið boðuð í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Í endurskoðunarnefndinni sátu Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson í Odda og Andri Sveinsson, fjármálastjóri hjá Novator. Endurskoðunarnefndir eiga að vera í öllum bönkum. Samkvæmt lögum um ársreikninga ber þessum nefndum að hafa eftirlit með virkni innra eftirlits og áhættustýringu. Hlutverk þeirra er meðal annars að sannreyna hvort ársreikningar gefi glögga mynd af rekstrinum - og ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit sé innan bankans. Nefndin er líka ábyrg fyrir að tryggja eftirlit með áhættu í rekstri fyrirtækis. Icesave reikningar Landsbankans voru grunnur að fjármögnun bankans og því mikilvægur þáttur í allri starfseminni. Í endurskoðunarnefnd Landsbankans árið 2008, fram að hruni sátu Kjartan Gunnarsson, sem formaður, Þorgeir Baldursson sem óháður stjórnarmaður og Andri Sveinsson sem fulltrúi eigenda bankans. Andri starfar sem fjármálastjóri Novator Partners, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum ítarleg gögn úr öllum bönkunum, þar á meðal fundargerðir og önnur gögn úr Landsbankanum sem tengjast Icesave reikningunum. Heimildir herma að meðlimir endurskoðunarnefndar Landsbankans hafi ekki verið boðaðir í yfirheyrslu hjá nefndinni.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira