Viðskipti erlent

Netverslun Dana vex gífurlega milli ára

Netverslun Dana hefur vaxið gríðarlega milli ára og í fréttum danskra fjölmiðla um málið segir að Dankortin séu glóandi heit á netinu en netverslunin jókst um 42,1% milli ára.

Samkvæmt upplýsingum frá Dankort, helsta greiðslukortafélagi Danmerkur, versluðu Danir fyrir 14 milljarða danskra króna eða tæplega 300 miilljarða króna á netinu á fyrstu sex mánuðum árins.

Þetta er auking upp á 4,2 milljarða danskra króna miðað við sama tímabil í fyrra.

Upphæðirnar sem verslað er fyrir hafa einnig hækkað töluvert. Í hvert sinn sem Dani kaupir vörur eða þjónustu á netinu borgar hann 649 danskar krónur að meðaltali. Þetta er um 100 dönskum krónur meira en á sama tíma í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×