„Sæll félagi Össur“ - Magma bað ráðherra um frið fyrir Vinstri grænum Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. ágúst 2010 18:30 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hlutaðist til um kaup Magma Energy í HS Orku nokkuð eftir að hann hætti sem iðnaðarráðherra, þótt orku- og auðlindamál heyrðu ekki undir hann. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, bað iðnaðarráðherra um frið fyrir Vinstri grænum í bréfi sem hann sendi á síðasta ári. Við síðustu mánaðarmót stóð til að ljúka endanlega kaupum Magma á HS Orku en það hefði þýtt 98 prósenta hlut kanadíska fyrirtækisins í HS Orku. Sem kunnugt er kannar nú opinber nefnd lögmæti kaupanna og einkavæðingu fyrirtækisins almennt. Undirbúningur að aðkomu Magma Energy að fjárfestingu í íslenskum orkugeira hefur staðið yfir um langa hríð. Helsti arkitektinn að því að skapa vinalegt andrúmsloft hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir slíkri fjárfestingu virðist hafa verið Ásgeir Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Geysis Green Energy og núverandi forstjóri Magma á Íslandi. Fréttastofa dregur þessa ályktun af miklu magni tölvupósta frá Ásgeiri til ráðherra og embættismanna og annarra gagna sem hún hefur undir höndum frá vorinu 2009 og til dagsins í dag. Hinn 27. apríl 2009, tveimur dögum eftir alþingiskosningar, sendi Ásgeir, þá forstjóri Geysis Green, Össuri Skarphéðinssyni þáverandi utanríkis- og iðnaðarráðherra póst með textanum: „Sæll félagi Össur" og óskaði eftir fundi með ráðherranum um áætlanir Magma um orkumál á Suðurnesjum en á þessum tíma var Geysir í miðjum viðræðum við Magma um sölu á hlut í HS Orku. Í kjölfarið fylgdu svo margir tölvupóstar til Kristjáns Skarphéðinssonar, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu, um fjárfestingar í HS Orku. Einn þeirra er um fund Ross Beatys, forstjóra Magma og fleirum með Össuri. Þar lýsir Kristján, ráðuneytisstjóri, því í tölvupósti til Ásgeirs að best sé að þeir séu ekki of margir því Össuri líki best að „taka menn í sófann til sín." Hinn 8. júní í fyrra óskar Ásgeir eftir fundi með Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, til að segja henni fyrst frá málum sem „gætu farið í loftið." Athygli vekur að Ásgeir sendi Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu og Össuri, sem þá var ekki lengur iðnaðarráðherra og gegndi embætti utanríkisráðherra, tölvupóst hinn 3. júlí 2009 þar sem hann ávarpar þá „Sælir kappar" og segir að „suðið sé komið fram" og er þar væntanlega að vísa í andstöðu Vinstri grænna við fjárfestingu Magma í HS Orku. Því næst biður hann þá Össur og Kristján um hjálp við að „snúa ofan af vitleysunni." Þess ber að geta að orku- og auðlindamál voru ekki á borði utanríkisráðherra og ekki í samræmi við verkaskiptingu í stjórnarráðinu. Þá hefur utanríkisráðherra heldur ekkert að segja um erlenda fjárfestingu, því hún heyrir undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Í tölvupósti sem Ásgeir sendi Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, hinn 18. ágúst í fyrra að segir hann að „kaldar kveðjur" berist nú frá Vinstri grænum um erlenda fjárfestingu og spyr því næst hvort ekki sé hægt að „snúa ofan af þessari umræðu" og óskar síðan eftir fundi með ráðherranum. Meðal gagnanna sem fréttastofa hefur undir höndum eru drög að viljayfirlýsingu milli íslenskra stjórnvalda og Magma Energy. Þar segir að það sé vilji beggja að „íslenskir hagsmunir" (e. Icelandic interests) muni aldrei eiga minna en 50 prósenta hlut í HS Orku. Þetta var háð því að búin væri til íslenskur fjárfestahópur, m.a með þátttöku lífeyrissjóðanna. Þetta varð aldrei að veruleika m.a af því að lífeyrissjóðirnir höfðu ekki áhuga á fjárfestingunni, töldu verðið of hátt, en Magma Energy á 98 prósenta hlut í fyrirtækinu í dag. Ljóst er að ýmis gögn vantar, eins og t.d svör ráðherra við tölvupóstum Ásgeirs Margeirssonar. Þá er rætt í tölvupóstunum um ýmsa fundi milli forsvarsmanna Geysis Green, Magma Energy og ráðherra, en engin minnisblöð fylgja um þessa fundi og óvíst hvort slík minnisblöð hafi verið unnin. Þess má geta að ekki er lögð bein lagaskylda á embættismenn að vinna minnisblöð í öllum málum þótt slíkt hafi ávallt verið talið falla undir vandaða stjórnsýsluhætti. Ekkert saknæmt eða mjög óeðlilegt virðist koma fram í þessum gögnum, en þau eru upplýsandi að því leytinu til að þau varpa ljósi á aðdraganda þess að kanadískt fyrirtæki, Magma Energy, fjárfesti í íslensku orkufyrirtæki, HS Orku. Fréttastofa mat það svo að þessi gögn, þar á meðal tölvupóstarnir, ættu erindi við almenning þar sem fjárfesting útlendinga í orkugeiranum er stórt deilumál í íslensku samfélagi og varðar mikilvæga hagsmuni. Nefnd sem forsætisráðherra skipaði rannsakar nú kaup Magma á HS Orku en búist er við að hún skili niðurstöðum sínum fljótlega. Skroll-Fréttir Tengdar fréttir Bæjarstjóri gáttaður á bréfi forstjóra Magma „Ég er gáttur á þessu bréfi og það setur málið í allt aðra stöðu," segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, um bréf forstjóra Magma til iðnaðarráðherra. Hann segir að sett hafi verið upp leikrit í kringum sölu Íslandsbanka á hlut Geysis Green Energy í HS Orku til Magma í stað lífeyrissjóðanna eða Norðuráls. Hann telur að samkomulag hafi verið gert um að selja raforku HS Orku til annarra fyrirtækja en álvers Norðuráls í Helguvík. 26. ágúst 2010 09:04 GGE mótmælir vinnubrögðum og biðlar til umboðsmanns Geysir Green Energy, sem á dögunum seldi hlut sinn í HS Orku, hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar er mótmælt. Fyrirtækið segir að nefnd, sem forsætisráðherra hefur skipað og á að rannsaka kaup Magma Energy Sweden á hlut GGE, starfi ekki í krafti neinna laga og sé í raun umboðslaus. 26. ágúst 2010 13:26 Fundar með forsvarsmönnum Magma eftir helgi Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. 21. ágúst 2010 13:52 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hlutaðist til um kaup Magma Energy í HS Orku nokkuð eftir að hann hætti sem iðnaðarráðherra, þótt orku- og auðlindamál heyrðu ekki undir hann. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, bað iðnaðarráðherra um frið fyrir Vinstri grænum í bréfi sem hann sendi á síðasta ári. Við síðustu mánaðarmót stóð til að ljúka endanlega kaupum Magma á HS Orku en það hefði þýtt 98 prósenta hlut kanadíska fyrirtækisins í HS Orku. Sem kunnugt er kannar nú opinber nefnd lögmæti kaupanna og einkavæðingu fyrirtækisins almennt. Undirbúningur að aðkomu Magma Energy að fjárfestingu í íslenskum orkugeira hefur staðið yfir um langa hríð. Helsti arkitektinn að því að skapa vinalegt andrúmsloft hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir slíkri fjárfestingu virðist hafa verið Ásgeir Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Geysis Green Energy og núverandi forstjóri Magma á Íslandi. Fréttastofa dregur þessa ályktun af miklu magni tölvupósta frá Ásgeiri til ráðherra og embættismanna og annarra gagna sem hún hefur undir höndum frá vorinu 2009 og til dagsins í dag. Hinn 27. apríl 2009, tveimur dögum eftir alþingiskosningar, sendi Ásgeir, þá forstjóri Geysis Green, Össuri Skarphéðinssyni þáverandi utanríkis- og iðnaðarráðherra póst með textanum: „Sæll félagi Össur" og óskaði eftir fundi með ráðherranum um áætlanir Magma um orkumál á Suðurnesjum en á þessum tíma var Geysir í miðjum viðræðum við Magma um sölu á hlut í HS Orku. Í kjölfarið fylgdu svo margir tölvupóstar til Kristjáns Skarphéðinssonar, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu, um fjárfestingar í HS Orku. Einn þeirra er um fund Ross Beatys, forstjóra Magma og fleirum með Össuri. Þar lýsir Kristján, ráðuneytisstjóri, því í tölvupósti til Ásgeirs að best sé að þeir séu ekki of margir því Össuri líki best að „taka menn í sófann til sín." Hinn 8. júní í fyrra óskar Ásgeir eftir fundi með Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, til að segja henni fyrst frá málum sem „gætu farið í loftið." Athygli vekur að Ásgeir sendi Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu og Össuri, sem þá var ekki lengur iðnaðarráðherra og gegndi embætti utanríkisráðherra, tölvupóst hinn 3. júlí 2009 þar sem hann ávarpar þá „Sælir kappar" og segir að „suðið sé komið fram" og er þar væntanlega að vísa í andstöðu Vinstri grænna við fjárfestingu Magma í HS Orku. Því næst biður hann þá Össur og Kristján um hjálp við að „snúa ofan af vitleysunni." Þess ber að geta að orku- og auðlindamál voru ekki á borði utanríkisráðherra og ekki í samræmi við verkaskiptingu í stjórnarráðinu. Þá hefur utanríkisráðherra heldur ekkert að segja um erlenda fjárfestingu, því hún heyrir undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Í tölvupósti sem Ásgeir sendi Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, hinn 18. ágúst í fyrra að segir hann að „kaldar kveðjur" berist nú frá Vinstri grænum um erlenda fjárfestingu og spyr því næst hvort ekki sé hægt að „snúa ofan af þessari umræðu" og óskar síðan eftir fundi með ráðherranum. Meðal gagnanna sem fréttastofa hefur undir höndum eru drög að viljayfirlýsingu milli íslenskra stjórnvalda og Magma Energy. Þar segir að það sé vilji beggja að „íslenskir hagsmunir" (e. Icelandic interests) muni aldrei eiga minna en 50 prósenta hlut í HS Orku. Þetta var háð því að búin væri til íslenskur fjárfestahópur, m.a með þátttöku lífeyrissjóðanna. Þetta varð aldrei að veruleika m.a af því að lífeyrissjóðirnir höfðu ekki áhuga á fjárfestingunni, töldu verðið of hátt, en Magma Energy á 98 prósenta hlut í fyrirtækinu í dag. Ljóst er að ýmis gögn vantar, eins og t.d svör ráðherra við tölvupóstum Ásgeirs Margeirssonar. Þá er rætt í tölvupóstunum um ýmsa fundi milli forsvarsmanna Geysis Green, Magma Energy og ráðherra, en engin minnisblöð fylgja um þessa fundi og óvíst hvort slík minnisblöð hafi verið unnin. Þess má geta að ekki er lögð bein lagaskylda á embættismenn að vinna minnisblöð í öllum málum þótt slíkt hafi ávallt verið talið falla undir vandaða stjórnsýsluhætti. Ekkert saknæmt eða mjög óeðlilegt virðist koma fram í þessum gögnum, en þau eru upplýsandi að því leytinu til að þau varpa ljósi á aðdraganda þess að kanadískt fyrirtæki, Magma Energy, fjárfesti í íslensku orkufyrirtæki, HS Orku. Fréttastofa mat það svo að þessi gögn, þar á meðal tölvupóstarnir, ættu erindi við almenning þar sem fjárfesting útlendinga í orkugeiranum er stórt deilumál í íslensku samfélagi og varðar mikilvæga hagsmuni. Nefnd sem forsætisráðherra skipaði rannsakar nú kaup Magma á HS Orku en búist er við að hún skili niðurstöðum sínum fljótlega.
Skroll-Fréttir Tengdar fréttir Bæjarstjóri gáttaður á bréfi forstjóra Magma „Ég er gáttur á þessu bréfi og það setur málið í allt aðra stöðu," segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, um bréf forstjóra Magma til iðnaðarráðherra. Hann segir að sett hafi verið upp leikrit í kringum sölu Íslandsbanka á hlut Geysis Green Energy í HS Orku til Magma í stað lífeyrissjóðanna eða Norðuráls. Hann telur að samkomulag hafi verið gert um að selja raforku HS Orku til annarra fyrirtækja en álvers Norðuráls í Helguvík. 26. ágúst 2010 09:04 GGE mótmælir vinnubrögðum og biðlar til umboðsmanns Geysir Green Energy, sem á dögunum seldi hlut sinn í HS Orku, hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar er mótmælt. Fyrirtækið segir að nefnd, sem forsætisráðherra hefur skipað og á að rannsaka kaup Magma Energy Sweden á hlut GGE, starfi ekki í krafti neinna laga og sé í raun umboðslaus. 26. ágúst 2010 13:26 Fundar með forsvarsmönnum Magma eftir helgi Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. 21. ágúst 2010 13:52 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Bæjarstjóri gáttaður á bréfi forstjóra Magma „Ég er gáttur á þessu bréfi og það setur málið í allt aðra stöðu," segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, um bréf forstjóra Magma til iðnaðarráðherra. Hann segir að sett hafi verið upp leikrit í kringum sölu Íslandsbanka á hlut Geysis Green Energy í HS Orku til Magma í stað lífeyrissjóðanna eða Norðuráls. Hann telur að samkomulag hafi verið gert um að selja raforku HS Orku til annarra fyrirtækja en álvers Norðuráls í Helguvík. 26. ágúst 2010 09:04
GGE mótmælir vinnubrögðum og biðlar til umboðsmanns Geysir Green Energy, sem á dögunum seldi hlut sinn í HS Orku, hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar er mótmælt. Fyrirtækið segir að nefnd, sem forsætisráðherra hefur skipað og á að rannsaka kaup Magma Energy Sweden á hlut GGE, starfi ekki í krafti neinna laga og sé í raun umboðslaus. 26. ágúst 2010 13:26
Fundar með forsvarsmönnum Magma eftir helgi Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. 21. ágúst 2010 13:52
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent