Danska fjármálaeftirlitið kærir FIH til lögreglunnar 9. nóvember 2010 13:44 Fjármálaeftirlitið í Danmörku hefur kært FIH Realkredit, sem er hluti FIH bankans, til lögreglunnar þar í landi. Ástæðan fyrir kærunni er að FIH Realkredit hefur ekki skilað neinum ársreikningum, eða árshlutareikningum, síðan árið 2007. Eins og kunnugt er af fréttum var FIH bankinn í eigu Kaupþings frá árinu 2005 og fram að hruninu haustið 2008 þegar bankinn komst í eigu skilanefndar Kaupþings. Jafnframt var Seðlabanki Íslands með allsherjarveð í bankanum vegna 500 milljón evra láns sem veitt var Kaupþing korteri fyrir hrunið haustið 2008. FIH bankinn hefur nú verið seldur og allar líkur eru á að Seðlabankinn fái lánið greitt að fullu og gott betur. Í frétt um kæru fjármálaeftirlitsins á business.dk segir að FIH Realkredit, sem skráð dótturfélag FIH bankans, sé skylt að skila inn ársreikningum og hálfsársuppgjörum sínum þar sem skuldabréf þess eru skráð í dönsku kauphöllinni. Fjármálaeftirlitið ákvað því að kæra FIH Realkredit til lögreglunnar eftir að hafa ráðfært sig við Sjóðaráð Danmerkur, Fondsrådet. Fram kemur í fréttinni að lögreglan muni ekki þurfa að rannsaka málið náið því FIH bankinn hefur þegar viðurkennt sök sína í því. Hefur bankinn birt ársreikningana opinberlega og sent þá til fjármálaeftirlitsins. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið í Danmörku hefur kært FIH Realkredit, sem er hluti FIH bankans, til lögreglunnar þar í landi. Ástæðan fyrir kærunni er að FIH Realkredit hefur ekki skilað neinum ársreikningum, eða árshlutareikningum, síðan árið 2007. Eins og kunnugt er af fréttum var FIH bankinn í eigu Kaupþings frá árinu 2005 og fram að hruninu haustið 2008 þegar bankinn komst í eigu skilanefndar Kaupþings. Jafnframt var Seðlabanki Íslands með allsherjarveð í bankanum vegna 500 milljón evra láns sem veitt var Kaupþing korteri fyrir hrunið haustið 2008. FIH bankinn hefur nú verið seldur og allar líkur eru á að Seðlabankinn fái lánið greitt að fullu og gott betur. Í frétt um kæru fjármálaeftirlitsins á business.dk segir að FIH Realkredit, sem skráð dótturfélag FIH bankans, sé skylt að skila inn ársreikningum og hálfsársuppgjörum sínum þar sem skuldabréf þess eru skráð í dönsku kauphöllinni. Fjármálaeftirlitið ákvað því að kæra FIH Realkredit til lögreglunnar eftir að hafa ráðfært sig við Sjóðaráð Danmerkur, Fondsrådet. Fram kemur í fréttinni að lögreglan muni ekki þurfa að rannsaka málið náið því FIH bankinn hefur þegar viðurkennt sök sína í því. Hefur bankinn birt ársreikningana opinberlega og sent þá til fjármálaeftirlitsins.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira