Fótbolti

Milan hefur ekki efni á Tevez

Elvar Geir Magnússon skrifar

Topplið ítölsku deildarinnar, AC Milan, hefur ekki efni á Carlos Tevez, sóknarmanni Manchester City. Tevez vill fara frá City en Milan er í leit að sóknarmanni þar sem Filippo Inzaghi spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.

„Tevez er frábær leikmaður en Milan getur ekki keypt hann," sagði Adriano Galliani, stjórnarformaður Milan. Ljóst er að Tevez verður ekki falur fyrir lága upphæð.

Mario Balotelli hefur einnig verið orðaður við Milan en Galliani segir útilokað að kaupa hann á þessum tímapunkti þar sem hann gekk til liðs við Manchester City í ágúst síðastliðnum.

Framtíð Brasilíumannsins Ronaldinho hefur verið í umræðunni en hann hefur færst aftar í goggunarröðinni að undanförnu. Það hefur þó verið gefið út að hann verði a.m.k. út tímabilið hjá Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×