Tilboð halda verslun uppi í kreppunni Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 1. desember 2010 08:00 Emil B. Karlsson rannsóknarsetur verslunarinnar háskólinn bifröst smásöluvísitala Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. „Eftir að fór að harðna í dalnum hjá okkur hefur verið meira um tilboð nálægt desember, við jólin. Það var ekki áður fyrr þegar við höfðum meira á milli handanna," segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann bætir við að eftirtektarvert sé hversu lítið hafi dregist saman í sölu raftækja. „Það er eina tegund verslana sem við mælum aukningu í," bendir hann á. Samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunnar dróst sala í dagvöruverslun saman um 0,8 prósent í október miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta í fataverslun dróst saman um var 7,6 prósent á föstu verðlagi á milli ára. Velta í raftækjaverslun jókst hins vegar um nítján prósent. Emil bendir á að fólk miði innkaup sín í meiri mæli við útsölur en áður og rifjar upp að í október hafi opnað ný raftækjaverslun úti á Granda í Reykjavík. Fólk hafi í miklum mæli nýtt sér opnunartilboð í tilefni dagsins. „Það er meira um tilboð núna en áður," segir Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur um tuttugu tískuvöruverslanir. Hún bætir við að þegar reglubundnum útsölum ljúki í september líði langur tími fram að næstu útsöluvertíð, sem iðulega er eftir áramótin. Hún bætir við að tilboð á einstaka vörum sé jafnframt algeng leið til að rýma fyrir jólasendingum. „En afslættirnir hafa hækkað. Þeir sem áður voru tíu prósent eru nú komnir í tuttugu prósent," segir hún og tekur í svipaðan streng og Emil; opnun nýrra verslana hafi jákvæð áhrif á neytendur. NTC opnaði verslun í stærra húsnæði undir merkjum Evu við Laugaveg fyrir tæpri viku. Svava segir á bilinu sjö til átta hundruð manns hafa komið á opnunardegi og jólatraffík verið fram eftir helgi. „Við verðum að hafa meira að gera og því grípum við til þessa ráðs og bjóða afslætti. Fólk hleypur á eftir tilboðum," segir Haraldur Bergsson, framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Hann bendir á að innkaupin hafi að sama skapi breyst. „Áður fyrr keypti fólk það sem var á tilboði hverju sinni og eitthvað með því. Það gerist ekki núna. Nú kaupir fólk bara vöruna sem er á tilboði," segir hann. Fréttir Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Sjá meira
Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. „Eftir að fór að harðna í dalnum hjá okkur hefur verið meira um tilboð nálægt desember, við jólin. Það var ekki áður fyrr þegar við höfðum meira á milli handanna," segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann bætir við að eftirtektarvert sé hversu lítið hafi dregist saman í sölu raftækja. „Það er eina tegund verslana sem við mælum aukningu í," bendir hann á. Samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunnar dróst sala í dagvöruverslun saman um 0,8 prósent í október miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta í fataverslun dróst saman um var 7,6 prósent á föstu verðlagi á milli ára. Velta í raftækjaverslun jókst hins vegar um nítján prósent. Emil bendir á að fólk miði innkaup sín í meiri mæli við útsölur en áður og rifjar upp að í október hafi opnað ný raftækjaverslun úti á Granda í Reykjavík. Fólk hafi í miklum mæli nýtt sér opnunartilboð í tilefni dagsins. „Það er meira um tilboð núna en áður," segir Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur um tuttugu tískuvöruverslanir. Hún bætir við að þegar reglubundnum útsölum ljúki í september líði langur tími fram að næstu útsöluvertíð, sem iðulega er eftir áramótin. Hún bætir við að tilboð á einstaka vörum sé jafnframt algeng leið til að rýma fyrir jólasendingum. „En afslættirnir hafa hækkað. Þeir sem áður voru tíu prósent eru nú komnir í tuttugu prósent," segir hún og tekur í svipaðan streng og Emil; opnun nýrra verslana hafi jákvæð áhrif á neytendur. NTC opnaði verslun í stærra húsnæði undir merkjum Evu við Laugaveg fyrir tæpri viku. Svava segir á bilinu sjö til átta hundruð manns hafa komið á opnunardegi og jólatraffík verið fram eftir helgi. „Við verðum að hafa meira að gera og því grípum við til þessa ráðs og bjóða afslætti. Fólk hleypur á eftir tilboðum," segir Haraldur Bergsson, framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Hann bendir á að innkaupin hafi að sama skapi breyst. „Áður fyrr keypti fólk það sem var á tilboði hverju sinni og eitthvað með því. Það gerist ekki núna. Nú kaupir fólk bara vöruna sem er á tilboði," segir hann.
Fréttir Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Sjá meira