Tilboð halda verslun uppi í kreppunni Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 1. desember 2010 08:00 Emil B. Karlsson rannsóknarsetur verslunarinnar háskólinn bifröst smásöluvísitala Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. „Eftir að fór að harðna í dalnum hjá okkur hefur verið meira um tilboð nálægt desember, við jólin. Það var ekki áður fyrr þegar við höfðum meira á milli handanna," segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann bætir við að eftirtektarvert sé hversu lítið hafi dregist saman í sölu raftækja. „Það er eina tegund verslana sem við mælum aukningu í," bendir hann á. Samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunnar dróst sala í dagvöruverslun saman um 0,8 prósent í október miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta í fataverslun dróst saman um var 7,6 prósent á föstu verðlagi á milli ára. Velta í raftækjaverslun jókst hins vegar um nítján prósent. Emil bendir á að fólk miði innkaup sín í meiri mæli við útsölur en áður og rifjar upp að í október hafi opnað ný raftækjaverslun úti á Granda í Reykjavík. Fólk hafi í miklum mæli nýtt sér opnunartilboð í tilefni dagsins. „Það er meira um tilboð núna en áður," segir Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur um tuttugu tískuvöruverslanir. Hún bætir við að þegar reglubundnum útsölum ljúki í september líði langur tími fram að næstu útsöluvertíð, sem iðulega er eftir áramótin. Hún bætir við að tilboð á einstaka vörum sé jafnframt algeng leið til að rýma fyrir jólasendingum. „En afslættirnir hafa hækkað. Þeir sem áður voru tíu prósent eru nú komnir í tuttugu prósent," segir hún og tekur í svipaðan streng og Emil; opnun nýrra verslana hafi jákvæð áhrif á neytendur. NTC opnaði verslun í stærra húsnæði undir merkjum Evu við Laugaveg fyrir tæpri viku. Svava segir á bilinu sjö til átta hundruð manns hafa komið á opnunardegi og jólatraffík verið fram eftir helgi. „Við verðum að hafa meira að gera og því grípum við til þessa ráðs og bjóða afslætti. Fólk hleypur á eftir tilboðum," segir Haraldur Bergsson, framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Hann bendir á að innkaupin hafi að sama skapi breyst. „Áður fyrr keypti fólk það sem var á tilboði hverju sinni og eitthvað með því. Það gerist ekki núna. Nú kaupir fólk bara vöruna sem er á tilboði," segir hann. Fréttir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. „Eftir að fór að harðna í dalnum hjá okkur hefur verið meira um tilboð nálægt desember, við jólin. Það var ekki áður fyrr þegar við höfðum meira á milli handanna," segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann bætir við að eftirtektarvert sé hversu lítið hafi dregist saman í sölu raftækja. „Það er eina tegund verslana sem við mælum aukningu í," bendir hann á. Samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunnar dróst sala í dagvöruverslun saman um 0,8 prósent í október miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta í fataverslun dróst saman um var 7,6 prósent á föstu verðlagi á milli ára. Velta í raftækjaverslun jókst hins vegar um nítján prósent. Emil bendir á að fólk miði innkaup sín í meiri mæli við útsölur en áður og rifjar upp að í október hafi opnað ný raftækjaverslun úti á Granda í Reykjavík. Fólk hafi í miklum mæli nýtt sér opnunartilboð í tilefni dagsins. „Það er meira um tilboð núna en áður," segir Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur um tuttugu tískuvöruverslanir. Hún bætir við að þegar reglubundnum útsölum ljúki í september líði langur tími fram að næstu útsöluvertíð, sem iðulega er eftir áramótin. Hún bætir við að tilboð á einstaka vörum sé jafnframt algeng leið til að rýma fyrir jólasendingum. „En afslættirnir hafa hækkað. Þeir sem áður voru tíu prósent eru nú komnir í tuttugu prósent," segir hún og tekur í svipaðan streng og Emil; opnun nýrra verslana hafi jákvæð áhrif á neytendur. NTC opnaði verslun í stærra húsnæði undir merkjum Evu við Laugaveg fyrir tæpri viku. Svava segir á bilinu sjö til átta hundruð manns hafa komið á opnunardegi og jólatraffík verið fram eftir helgi. „Við verðum að hafa meira að gera og því grípum við til þessa ráðs og bjóða afslætti. Fólk hleypur á eftir tilboðum," segir Haraldur Bergsson, framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Hann bendir á að innkaupin hafi að sama skapi breyst. „Áður fyrr keypti fólk það sem var á tilboði hverju sinni og eitthvað með því. Það gerist ekki núna. Nú kaupir fólk bara vöruna sem er á tilboði," segir hann.
Fréttir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira