Viðskipti erlent

Toyota greiðir milljónir vegna banaslyss

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Toyota greiddi fjölskyldunni 10 milljónir dala. Mynd/ afp.
Toyota greiddi fjölskyldunni 10 milljónir dala. Mynd/ afp.
Toyota greiddi 10 milljónir bandaríkjadala, eða 1170 milljónir íslenskra króna, til fjölskyldu fjögurra einstaklinga sem létust í bílslysi í Lexusbifreið í Bandaríkjunum í fyrra. Samið var um upphæðina í September en lögfræðingur sem kom að samkomulaginu kjaftaði nýlega frá upphæðinni.

Samkvæmt samkomulaginu gangast stjórnendur Toyota ekki við ábyrgðinni á slysinu en neita henni ekki heldur. Í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér sögðu þeir hins vegar að það hefði valdið þeim vonbrigðum að upphæðin hefði verið gerð opinber.

Milljónir bíla frá Toyota voru afturkallaðar, vegna framleiðslugalla, eftir að slysið varð.

Það var BBC sem greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×