D-listinn vinnur mann af Besta flokknum í borginni 28. maí 2010 06:30 Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, á kostnað Besta flokksins. Besti flokkurinn er enn langstærsti flokkurinn í borginni. Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust 40,9 prósent myndu að kjósa Besta flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Það er þremur prósentustigum minna fylgi en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, þegar flokkurinn naut stuðnings 43,9 prósenta borgarbúa. Verði þetta niðurstöður kosninga fær Besti flokkurinn sjö borgarfulltrúa af fimmtán, einum frá hreinum meirihluta. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var fyrir viku náði flokkurinn áttunda manninum, og þar með meirihluta í borgarstjórn. Fleiri styðja SjálfstæðisflokkUmtalsvert fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn nú en í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrir viku, en flokkurinn er samt langt frá kjörfylgi. Stuðningur við flokkinn mælist nú 26,7 prósent, 5,6 prósentustigum meiri en fyrir viku. Þetta er þó 15,4 prósentustigum undir 42,1 prósents fylgi flokksins í síðustu sveitastjórnarkosningum, árið 2006.Sjálfstæðisflokkurinn fengi miðað við þessa niðurstöðu fjóra borgarfulltrúa, en er með sjö í dag. Þetta er þó einum meira en í könnuninni fyrir viku, þegar könnun benti til þess að flokkurinn fengi þrjá borgarfulltrúa.Samfylkingin tapar fylgi milli kannana, og mælist nú með stuðning 18,3 prósenta borgarbúa. Það er 9,3 prósentustigum frá 27,6 prósenta kjörfylgi flokksins, og 2,8 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í könnun fyrir viku síðan. Verði þetta niðurstaða kosninganna á morgun fær Samfylkingin þrjá borgarfulltrúa, en er með fjóra í dag.Stuðningur við Vinstri græn er svipaður og í síðustu könnun, og enn talsvert minni en kjörfylgi flokksins. Í könnuninni sem gerð var í gærkvöldi sögðust 8,9 prósent myndu kjósa flokkinn. Stuðningurinn mældist 9,8 prósent fyrir viku, og var 14 prósent í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju miðað við þetta einn borgarfulltrúa, en eru með tvo í dag. Framsókn nær ekki inn manniFramsóknarflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu viku, 2,6 prósent. Flokkurinn fékk 5,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa, en kæmi ekki að manni miðað við niðurstöður könnunarinnar.Önnur framboð í borginni fá minna fylgi, og eru langt frá því að ná manni inn í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga á morgun í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.H-listi óháðra mælist með stuðning 1,5 prósenta Reykvíkinga. Reykjavíkurframboðið og Frjálslyndi flokkurinn mælast með stuðning 0,6 prósenta borgarbúa hvor flokkur. Fjórðungur ekki gert upp hug sinnAf þeim 800 Reykvíkingum sem hringt var í sögðust 26,1 prósent enn óákveðin, tveimur dögum fyrir kosningar. Þá sögðust 12,8 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni ætla að skila auðu eða sleppa því að kjósa.Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 27. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitar-stjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, á kostnað Besta flokksins. Besti flokkurinn er enn langstærsti flokkurinn í borginni. Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust 40,9 prósent myndu að kjósa Besta flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Það er þremur prósentustigum minna fylgi en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, þegar flokkurinn naut stuðnings 43,9 prósenta borgarbúa. Verði þetta niðurstöður kosninga fær Besti flokkurinn sjö borgarfulltrúa af fimmtán, einum frá hreinum meirihluta. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var fyrir viku náði flokkurinn áttunda manninum, og þar með meirihluta í borgarstjórn. Fleiri styðja SjálfstæðisflokkUmtalsvert fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn nú en í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrir viku, en flokkurinn er samt langt frá kjörfylgi. Stuðningur við flokkinn mælist nú 26,7 prósent, 5,6 prósentustigum meiri en fyrir viku. Þetta er þó 15,4 prósentustigum undir 42,1 prósents fylgi flokksins í síðustu sveitastjórnarkosningum, árið 2006.Sjálfstæðisflokkurinn fengi miðað við þessa niðurstöðu fjóra borgarfulltrúa, en er með sjö í dag. Þetta er þó einum meira en í könnuninni fyrir viku, þegar könnun benti til þess að flokkurinn fengi þrjá borgarfulltrúa.Samfylkingin tapar fylgi milli kannana, og mælist nú með stuðning 18,3 prósenta borgarbúa. Það er 9,3 prósentustigum frá 27,6 prósenta kjörfylgi flokksins, og 2,8 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í könnun fyrir viku síðan. Verði þetta niðurstaða kosninganna á morgun fær Samfylkingin þrjá borgarfulltrúa, en er með fjóra í dag.Stuðningur við Vinstri græn er svipaður og í síðustu könnun, og enn talsvert minni en kjörfylgi flokksins. Í könnuninni sem gerð var í gærkvöldi sögðust 8,9 prósent myndu kjósa flokkinn. Stuðningurinn mældist 9,8 prósent fyrir viku, og var 14 prósent í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju miðað við þetta einn borgarfulltrúa, en eru með tvo í dag. Framsókn nær ekki inn manniFramsóknarflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu viku, 2,6 prósent. Flokkurinn fékk 5,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa, en kæmi ekki að manni miðað við niðurstöður könnunarinnar.Önnur framboð í borginni fá minna fylgi, og eru langt frá því að ná manni inn í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga á morgun í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.H-listi óháðra mælist með stuðning 1,5 prósenta Reykvíkinga. Reykjavíkurframboðið og Frjálslyndi flokkurinn mælast með stuðning 0,6 prósenta borgarbúa hvor flokkur. Fjórðungur ekki gert upp hug sinnAf þeim 800 Reykvíkingum sem hringt var í sögðust 26,1 prósent enn óákveðin, tveimur dögum fyrir kosningar. Þá sögðust 12,8 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni ætla að skila auðu eða sleppa því að kjósa.Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 27. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitar-stjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira