Geir Haarde klipptur út 20. október 2010 09:00 Umdeild mynd Inside Job verður frumsýnd hér á landi á næstunni. Leikstjóri myndarinnar, Charles Ferguson, notar Ísland sem formála að myndinni; það sem gerðist hér hafi í raun verið smækkuð og einfölduð mynd af því sem gerðist í Bandaríkjunum. NordicPhotos/Getty Heimildarmyndin Inside Job eftir Charles Ferguson verður frumsýnd hér á landi byrjun nóvember. Myndin fjallar um efnahagshrunið sem reið yfir heimsbyggðina. Í samtali við Fréttablaðið segist Ferguson vonast til að myndin varpi ljósi á hvað í raun og veru gerðist í aðdraganda fjármálahamfaranna. Merkilegt nokk þá byrjar Inside Job á Íslandi. Charles Ferguson upplýsir að hann hafi dvalist hér í heila viku og tekið viðtöl við marga þjóðþekkta einstaklinga úr þjóðmálaumræðunni en að endingu hafi aðeins Gylfi Zoëga og Andri Snær Magnason ratað í myndina. Meðal þeirra sem voru klipptir út var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Við áttum gott klukkutímalangt spjall. Því miður komst viðtalið ekki fyrir en bútar úr því voru í fyrstu útgáfu myndarinnar. Ég reikna með að viðtalsbúturinn verði á DVD-útgáfunni.“ Ferguson segir að dvöl sín hér á landi hafi verið einstök upplifun, hann hafi komið hingað í maí á síðasta ári og því upplifað hinar margrómuðu sumarnætur. Ástæðan fyrir því að Ísland er notað sem hálfgerður formáli að sjálfri myndinni er ósköp einföld, að sögn Fergusons. „Ísland er í raun og veru smækkuð og einföld útgáfa af því sem dró bandaríska efnahagskerfið niður; skortur á reglugerðum og eftirliti, samkrull viðskiptalífsins og stjórnmálanna og þessi áhættusækni,“ útskýrir Ferguson en Jón Ásgeir Jóhannesson er sérstaklega tekinn fyrir í myndinni, viðskiptahættir hans skoðaðir lauslega og farið yfir eignir hans, en þar á meðal voru einkaflugvél, þakíbúð í New York og einkasnekkja. Í myndinni kemur einnig fram að margir verðbréfasalar á Wall Street hafi verið illa haldnir af áhættusækni, þeir hafi mikið sótt í strípiklúbba og vændishús og kókaínneysla hafi verið áberandi hjá stórum hluta þeirra. Ferguson segist ekki vilja ganga svo langt að fullyrða að svipað hafi verið uppi á teningnum hérlendis, þetta sé einfaldlega hegðunarmynstur sem menn sækist í. „Ég skoðaði líka veðmálastarfsemina hjá þessum verðbréfasölum, því hún var gríðarleg á þessum tíma, en sú umfjöllun komst ekki að.“ Þulur myndarinnar er Matt Damon og rödd hans hefur sterka nærveru. Ferguson segist hafa notið samstarfsins við Hollywood-stjörnuna og hann hafi komið með sterka punkta. Hann segir jafnframt að enginn hafi reynt að stöðva dreifingu myndarinnar en sumir hafi reynt að draga sig út úr henni. „Við fengum hins vegar skriflegt leyfi hjá öllum og vorum því réttu megin hvað lög og reglur varðar.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Heimildarmyndin Inside Job eftir Charles Ferguson verður frumsýnd hér á landi byrjun nóvember. Myndin fjallar um efnahagshrunið sem reið yfir heimsbyggðina. Í samtali við Fréttablaðið segist Ferguson vonast til að myndin varpi ljósi á hvað í raun og veru gerðist í aðdraganda fjármálahamfaranna. Merkilegt nokk þá byrjar Inside Job á Íslandi. Charles Ferguson upplýsir að hann hafi dvalist hér í heila viku og tekið viðtöl við marga þjóðþekkta einstaklinga úr þjóðmálaumræðunni en að endingu hafi aðeins Gylfi Zoëga og Andri Snær Magnason ratað í myndina. Meðal þeirra sem voru klipptir út var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Við áttum gott klukkutímalangt spjall. Því miður komst viðtalið ekki fyrir en bútar úr því voru í fyrstu útgáfu myndarinnar. Ég reikna með að viðtalsbúturinn verði á DVD-útgáfunni.“ Ferguson segir að dvöl sín hér á landi hafi verið einstök upplifun, hann hafi komið hingað í maí á síðasta ári og því upplifað hinar margrómuðu sumarnætur. Ástæðan fyrir því að Ísland er notað sem hálfgerður formáli að sjálfri myndinni er ósköp einföld, að sögn Fergusons. „Ísland er í raun og veru smækkuð og einföld útgáfa af því sem dró bandaríska efnahagskerfið niður; skortur á reglugerðum og eftirliti, samkrull viðskiptalífsins og stjórnmálanna og þessi áhættusækni,“ útskýrir Ferguson en Jón Ásgeir Jóhannesson er sérstaklega tekinn fyrir í myndinni, viðskiptahættir hans skoðaðir lauslega og farið yfir eignir hans, en þar á meðal voru einkaflugvél, þakíbúð í New York og einkasnekkja. Í myndinni kemur einnig fram að margir verðbréfasalar á Wall Street hafi verið illa haldnir af áhættusækni, þeir hafi mikið sótt í strípiklúbba og vændishús og kókaínneysla hafi verið áberandi hjá stórum hluta þeirra. Ferguson segist ekki vilja ganga svo langt að fullyrða að svipað hafi verið uppi á teningnum hérlendis, þetta sé einfaldlega hegðunarmynstur sem menn sækist í. „Ég skoðaði líka veðmálastarfsemina hjá þessum verðbréfasölum, því hún var gríðarleg á þessum tíma, en sú umfjöllun komst ekki að.“ Þulur myndarinnar er Matt Damon og rödd hans hefur sterka nærveru. Ferguson segist hafa notið samstarfsins við Hollywood-stjörnuna og hann hafi komið með sterka punkta. Hann segir jafnframt að enginn hafi reynt að stöðva dreifingu myndarinnar en sumir hafi reynt að draga sig út úr henni. „Við fengum hins vegar skriflegt leyfi hjá öllum og vorum því réttu megin hvað lög og reglur varðar.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira