Að venju er hægt að sjá inn á Vísi yfirlit yfir flottustu mörkin í hverri umferð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Nú eru menn búnir að velja fallegustu mörkin úr leikjunum sem fram fóru í þessari viku en það var mikið um óvænt úrslit og umdeild atvik í tíu leikjum vikunnar.
Það eru leikmenn Tottenham og Fulham sem eiga fjögur af fimm flottustu mörkin þar af nær bakvörðurinn Chris Baird tveimur mörkum inn á listann. Hægt er að sjá þessi mörk með því að smella hér fyrir ofan.
Það er ekki aðeins hægt að skoða flottustu mörkin eða skoða svipmyndir frá hverjum leik inn á Vísi því boðið er upp á allskyns samantektir frá leikjum vikunnar.
Þar má finna fimm mínútna yfirlit yfir alla leiki umferðarinnar, val á leikmanni umferðarinnar (DJ Campbell hjá Blackpool) og val á úrvalsliði umferðarinnar. Það má einnig nálgast flottustu markvörslurnar sem og umfjöllun um stærsta "móment" vikunnar sem er að þessu sinni jöfnunarmark Birmingham á móti Manhester United.

