Borgarstjóri Árósa: Reykjavík getur unnið gegn efnahagssamdrætti 22. maí 2010 21:00 Borgarstjóri Árósa segir Reykjavíkurborg hafa hlutverki að gegna við að vinna gegn atvinnuleysi og efnahagssamdrætti. Í Árósum er atvinnuleysi talsvert minna en gengur og gerist í Danmörku. Nicolai Wammen, borgarstjóri Árósa og varaformaður danska jafnaðarmannaflokksins, er í heimsókn til Reykjavíkur á vegum systurflokksins Samfylkingarinnar. Hann var sérstakur gestur á fundi um um hlutverk borga og bæja við að koma þjóðinni út úr kreppunni í Norræna húsinu í gær. Í Árósum er atvinnuleysi um þrjú prósent, sem er talsvert minna en í Danmörku á landsvísu, þar sem atvinnuleysi er yfir sex prósent. Wammen kemur því með sitt innlegg í umræðuna um hvað Reykjavík geti gert til að draga úr atvinnuleysi og komast út úr kreppunni. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að hafa áætlun um atvinnuuppbyggingu, flýta framkvæmdum t.d. við skóla og leikskóla og fá þannig hjólin til að snúast og fjölga störfum. Það er áhrifaríka leiðin til að berjast við kreppuna," segir Wammen. Aðspurður hvernig honum lítist á háðframboð Besta flokksins, sem nær hreinum meirihluta í borginni samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, segir Wammen. „Ég ætla ekki að blanda mér í skoðanaskipti hérna í Reykjavík en ég held að um allan heim, og líka hér á Íslandi, gildi það að alvarleg vandamál kalli á alvarleg svör," segir Wammen. Hann var annars ánægður með daginn í Reykjavík, en hann kynnti sér stjórnsýslu borgarinnar og fór yfir stöðu efnahagsmála og skellti sér svo í heitu pottana. Kosningar 2010 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Borgarstjóri Árósa segir Reykjavíkurborg hafa hlutverki að gegna við að vinna gegn atvinnuleysi og efnahagssamdrætti. Í Árósum er atvinnuleysi talsvert minna en gengur og gerist í Danmörku. Nicolai Wammen, borgarstjóri Árósa og varaformaður danska jafnaðarmannaflokksins, er í heimsókn til Reykjavíkur á vegum systurflokksins Samfylkingarinnar. Hann var sérstakur gestur á fundi um um hlutverk borga og bæja við að koma þjóðinni út úr kreppunni í Norræna húsinu í gær. Í Árósum er atvinnuleysi um þrjú prósent, sem er talsvert minna en í Danmörku á landsvísu, þar sem atvinnuleysi er yfir sex prósent. Wammen kemur því með sitt innlegg í umræðuna um hvað Reykjavík geti gert til að draga úr atvinnuleysi og komast út úr kreppunni. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að hafa áætlun um atvinnuuppbyggingu, flýta framkvæmdum t.d. við skóla og leikskóla og fá þannig hjólin til að snúast og fjölga störfum. Það er áhrifaríka leiðin til að berjast við kreppuna," segir Wammen. Aðspurður hvernig honum lítist á háðframboð Besta flokksins, sem nær hreinum meirihluta í borginni samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, segir Wammen. „Ég ætla ekki að blanda mér í skoðanaskipti hérna í Reykjavík en ég held að um allan heim, og líka hér á Íslandi, gildi það að alvarleg vandamál kalli á alvarleg svör," segir Wammen. Hann var annars ánægður með daginn í Reykjavík, en hann kynnti sér stjórnsýslu borgarinnar og fór yfir stöðu efnahagsmála og skellti sér svo í heitu pottana.
Kosningar 2010 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira