Borgarstjóri Árósa: Reykjavík getur unnið gegn efnahagssamdrætti 22. maí 2010 21:00 Borgarstjóri Árósa segir Reykjavíkurborg hafa hlutverki að gegna við að vinna gegn atvinnuleysi og efnahagssamdrætti. Í Árósum er atvinnuleysi talsvert minna en gengur og gerist í Danmörku. Nicolai Wammen, borgarstjóri Árósa og varaformaður danska jafnaðarmannaflokksins, er í heimsókn til Reykjavíkur á vegum systurflokksins Samfylkingarinnar. Hann var sérstakur gestur á fundi um um hlutverk borga og bæja við að koma þjóðinni út úr kreppunni í Norræna húsinu í gær. Í Árósum er atvinnuleysi um þrjú prósent, sem er talsvert minna en í Danmörku á landsvísu, þar sem atvinnuleysi er yfir sex prósent. Wammen kemur því með sitt innlegg í umræðuna um hvað Reykjavík geti gert til að draga úr atvinnuleysi og komast út úr kreppunni. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að hafa áætlun um atvinnuuppbyggingu, flýta framkvæmdum t.d. við skóla og leikskóla og fá þannig hjólin til að snúast og fjölga störfum. Það er áhrifaríka leiðin til að berjast við kreppuna," segir Wammen. Aðspurður hvernig honum lítist á háðframboð Besta flokksins, sem nær hreinum meirihluta í borginni samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, segir Wammen. „Ég ætla ekki að blanda mér í skoðanaskipti hérna í Reykjavík en ég held að um allan heim, og líka hér á Íslandi, gildi það að alvarleg vandamál kalli á alvarleg svör," segir Wammen. Hann var annars ánægður með daginn í Reykjavík, en hann kynnti sér stjórnsýslu borgarinnar og fór yfir stöðu efnahagsmála og skellti sér svo í heitu pottana. Kosningar 2010 Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
Borgarstjóri Árósa segir Reykjavíkurborg hafa hlutverki að gegna við að vinna gegn atvinnuleysi og efnahagssamdrætti. Í Árósum er atvinnuleysi talsvert minna en gengur og gerist í Danmörku. Nicolai Wammen, borgarstjóri Árósa og varaformaður danska jafnaðarmannaflokksins, er í heimsókn til Reykjavíkur á vegum systurflokksins Samfylkingarinnar. Hann var sérstakur gestur á fundi um um hlutverk borga og bæja við að koma þjóðinni út úr kreppunni í Norræna húsinu í gær. Í Árósum er atvinnuleysi um þrjú prósent, sem er talsvert minna en í Danmörku á landsvísu, þar sem atvinnuleysi er yfir sex prósent. Wammen kemur því með sitt innlegg í umræðuna um hvað Reykjavík geti gert til að draga úr atvinnuleysi og komast út úr kreppunni. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að hafa áætlun um atvinnuuppbyggingu, flýta framkvæmdum t.d. við skóla og leikskóla og fá þannig hjólin til að snúast og fjölga störfum. Það er áhrifaríka leiðin til að berjast við kreppuna," segir Wammen. Aðspurður hvernig honum lítist á háðframboð Besta flokksins, sem nær hreinum meirihluta í borginni samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, segir Wammen. „Ég ætla ekki að blanda mér í skoðanaskipti hérna í Reykjavík en ég held að um allan heim, og líka hér á Íslandi, gildi það að alvarleg vandamál kalli á alvarleg svör," segir Wammen. Hann var annars ánægður með daginn í Reykjavík, en hann kynnti sér stjórnsýslu borgarinnar og fór yfir stöðu efnahagsmála og skellti sér svo í heitu pottana.
Kosningar 2010 Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira