Þrívíddarpúsl fékk hönnunarverðlaun Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 3. maí 2010 21:00 Tillaga hönnunarstofunnar Björg í Bú var verðlaunuð. Á baráttudag verkalýðsins voru veitt verðlaun í hönnunarsamkeppni í anda myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar, sem verslunin Kraum, Listasafn Reykjavíkur og Hönnunarmiðstöð Íslands standa að. Verðlaunuð var tillaga hönnunarstofunnar Björg í Bú sem er þrívíddar-púsluspil sem raða má saman á ótal vegu án þess að vera bundinn af fyrirfram gefinni lausn. Tvívíðir hlutar spilsins eru unnir út frá kunnuglegum formum í myndheimi Ásmundar, sem þátttakandinn getur raðað saman í þrívídd og með því skapað sinn eigin skúlptúr. Hluturinn hvetur til leiks og sköpunar þar sem viðfangsefnið er myndbygging og jafnvægissamspil forma í þrívídd eða þau listrænu grunnatriði sem Ásmundur glímdi alla tíð við í verkum sínum. Björg í bú eru hönnuðirnir Edda Gylfadóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir og Helga Björg Jónasardóttir. Hljóta þær verðlaunafé að upphæð 500.000 krónur auk þess sem varan verður þróuð áfram til framleiðslu og seld í verslunum Kraums í Aðalstræti og á Kjarvalsstöðum og í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og Ásmundarsafni. Verðlaunaféð er sameiginlegt framlag frá Kraumi, Listasafni Reykjavíkur, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins. Vinningstillögurnar ásamt þrettán öðrum sem þóttu skara fram úr verða til sýnis í Ásmundarsafni fram til 16. maí. Þetta er í annað sinn sem þessir sömu aðilar standa fyrir hönnunarsamkeppni þar sem skírskotað er til einstaks listamanns. Í fyrra var það Erró, og væntingar standa til að framhald verði á samstarfinu í framtíðinni. Samkeppnin, hönnun í anda Ásmundar, var opin öllum. Í samkeppnislýsingu var óskað eftir tillögum að nytjahlut sem endurspegla skyldi hugarheim og verk myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar. Innsendar tillögur í keppnina voru 68 og voru þær allar teknar til dóms. Af þeim voru 15 tillögur valdar til að keppa um verðlaunasæti og til sýningar í Ásmundarsafni næstu tvær vikurnar. Menning Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Á baráttudag verkalýðsins voru veitt verðlaun í hönnunarsamkeppni í anda myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar, sem verslunin Kraum, Listasafn Reykjavíkur og Hönnunarmiðstöð Íslands standa að. Verðlaunuð var tillaga hönnunarstofunnar Björg í Bú sem er þrívíddar-púsluspil sem raða má saman á ótal vegu án þess að vera bundinn af fyrirfram gefinni lausn. Tvívíðir hlutar spilsins eru unnir út frá kunnuglegum formum í myndheimi Ásmundar, sem þátttakandinn getur raðað saman í þrívídd og með því skapað sinn eigin skúlptúr. Hluturinn hvetur til leiks og sköpunar þar sem viðfangsefnið er myndbygging og jafnvægissamspil forma í þrívídd eða þau listrænu grunnatriði sem Ásmundur glímdi alla tíð við í verkum sínum. Björg í bú eru hönnuðirnir Edda Gylfadóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir og Helga Björg Jónasardóttir. Hljóta þær verðlaunafé að upphæð 500.000 krónur auk þess sem varan verður þróuð áfram til framleiðslu og seld í verslunum Kraums í Aðalstræti og á Kjarvalsstöðum og í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og Ásmundarsafni. Verðlaunaféð er sameiginlegt framlag frá Kraumi, Listasafni Reykjavíkur, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins. Vinningstillögurnar ásamt þrettán öðrum sem þóttu skara fram úr verða til sýnis í Ásmundarsafni fram til 16. maí. Þetta er í annað sinn sem þessir sömu aðilar standa fyrir hönnunarsamkeppni þar sem skírskotað er til einstaks listamanns. Í fyrra var það Erró, og væntingar standa til að framhald verði á samstarfinu í framtíðinni. Samkeppnin, hönnun í anda Ásmundar, var opin öllum. Í samkeppnislýsingu var óskað eftir tillögum að nytjahlut sem endurspegla skyldi hugarheim og verk myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar. Innsendar tillögur í keppnina voru 68 og voru þær allar teknar til dóms. Af þeim voru 15 tillögur valdar til að keppa um verðlaunasæti og til sýningar í Ásmundarsafni næstu tvær vikurnar.
Menning Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira