Er prins einn æðstu manna Serbíu? 5. janúar 2010 05:00 Forsetaritari sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf þann 1. desember sl þar sem það er rökstutt að sömu reglur skuli gilda um bréf til krónprins frá Serbíu og um þjóðhöfðingja og æðstu menn ríkja sem enn eru í embætti. Skrifstofa forseta meðhöndlar bréf forseta Íslands til krónprins Serbíu sem bréf til þjóðhöfðingja eða æðsta forsvarsmanns ríkis. Ísland viðurkennir ekki tilkall krónprinsins til ríkis í Serbíu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál á eftir að fjalla um afhendingu nokkurra bréfa sem rannsóknarnefnd Alþingis fékk frá forseta. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki tekið afstöðu til kæru frá blaðamanni Fréttablaðsins vegna níu af sautján bréfum, sem rannsóknarnefnd Alþingis fékk afhent frá forseta Íslands, vegna rannsóknar hennar á orsökum bankahrunsins. Forsetaskrifstofan lítur svo á að „öll þessi bréf séu til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti" og því sé ekki rétt að gera þau opinber. Blaðamaður Fréttablaðsins hefur mótmælt því við úrskurðarnefnd að meðal þeirra bréfa sem forsetaskrifstofan flokkar með þessum hætti sé bréf til Alexanders krónprins, elsta sonar Júgóslavíukonungs, sem steypt var af stóli árið 1945. Í lýðveldinu Serbíu, sem Ísland viðurkennir, hafi Alexander hvorki stöðu sem er sambærileg við þjóðhöfðingja né æðstu menn í Serbíu, eins og haldið er fram af hálfu forsetaskrifstofu. 5. október síðastliðinn sagði Fréttablaðið frá því að rannsóknarnefnd Alþingis hefði fengið afhent afrit sautján bréfa sem forseti Íslands skrifaði erlendum áhrifamönnum í þágu umsvifa íslenskra fjármálastofnana erlendis. Þar kom fram að forsetaskrifstofa hafði brugðist við ósk nefndarinnar um bréf send í þágu íslenskra fjármálafyrirtækja með því að láta nefndinni bréfin sautján í té. Rannsóknarnefndin hefur lýst því yfir með bréfi að það torveldi ekki rannsókn hennar að gera efni bréfanna sautján opinber. Forsetaembættið synjaði þó ósk blaðamanns um að fá bréfin afhent og var málinu þá skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál 12. október. Forsetaembættið birti síðan átta af bréfunum sautján á vef sínum 26. október en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru öll skrifuð „til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti". Listi yfir bréfin, sem ekki hafa fengist afhent, er birtur hér til hliðar. Meðal þeirra er bréf sem forseti Íslands ritaði 10. janúar 2005 til Alexanders og Katrínar, krónprins og krónprinsessu af Serbíu. Blaðamaður Fréttablaðsins hefur áréttað við úrskurðarnefnd ósk um að fá afrit af bréfunum níu. Því er þó mótmælt sérstaklega að litið sé á bréfaskipti forsetans við krónprinsinn og krónprinsessuna sem bréfaskipti við þjóðhöfðingja og aðra æðstu menn ríkja sem enn eru í embætti. Í því sambandi vakti blaðamaður athygli nefndarinnar á því að Íslendingar viðurkenni lýðveldið Serbíu þar sem forseti er Boris Tadic. Íslensk stjórnvöld hafi hins vegar ekki stutt tilkall það sem Alexander krónprins gerir til ríkis en hann vill endurreisa konungdæmi í Serbíu. Alexander er sonur Péturs II. konungs Júgóslavíu, sem kommúnistar steyptu af stóli árið 1945, samkvæmt því sem fram kemur á Wikipediu. Um bréfaskipti forseta við Alexander geti því ekki gilt sömu sjónarmið og um bréfaskipti við þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmenn þeirra ríkja, sem Íslendingar viðurkenna. Í bréfi til úrskurðarnefndarinnar, sem Örnólfur Thorsson, ritar úrskurðarnefnd um upplýsingamál 1. desember síðastliðinn, en barst blaðamanni með bréfi frá úrskurðarnefnd 30. desember, verður forsetaritari við ósk nefndarinnar um að upplýsa nefndina um stöðu Alexanders og Katrínar. Nefndin beindi því til forsetaembættisins hvort bréfaskipti við Alexander og Katrínu gætu fallið undir þá undanþágugrein 6. greinar upplýsingalaga þar sem heimilað er að undanþiggja opinber gögn upplýsingarétti þegar um er að ræða samskipti íslenskra stjórnvalda við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Umfjöllun í bréfi forsetaritara um þetta atriði er birt orðrétt hér til hliðar en þar segir meðal annars að Alexander sé réttur ríkisarfi í augum margra núlifandi Serba og hafi gegnt mikilvægu hlutverki í landinu og skipað sér sess í forystusveit þess með ótvíræðum hætti „enda þótt sú skipan kunni að virðast óvenjuleg sé litið til stjórnkerfa í öðrum ríkjum Evrópu". Samband Alexanders krónprins við ráðamenn Serbíu og þjóðina dragi þó dám af sambærilegum tengslum í konungsríkjum Evrópu. Að auki staðfestir forsetaritari í bréfinu til úrskurðarnefndar um að Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, hafi 2. október lýst því yfir í bréfi að ekki sé ástæða til að ætla að það skaði rannsókn nefndarinnar að veita aðgang að bréfunum. Rannsóknarnefndin taki þó ekki afstöðu til þess hvort forseta sé það skylt, samkvæmt upplýsingalögum. Forsetaritari vísar til þess að það sé ekki hlutverk rannsóknarnefndar Alþingis „að kveða upp úrskurði um það hvort bréf forseta Íslands til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti eru gerð opinber". Forsetaritari tekur fram að bréfin tengist að mjög litlu leyti starfsemi banka eða fjármálafyrirtækja. Til dæmis séu „einungis örfáar línur sem varða þau efni í tveimur fimm og sex síðna löngum bréfum forseta Íslands til Hu Jintao forseta Kína, dags. 20. júlí 2005 og 1. ágúst 2007". Blaðamaður Fréttablaðsins sendi 30. desember úrskurðarnefnd um upplýsingamál umbeðin viðbrögð við bréfi forsetaritara. Með því sé staðfest að Alexander hafi ekki stöðu þjóðhöfðingja. Ekkert bendi til að Alexander gegni lögbundnu hlutverki í stjórnskipun eða stjórnsýslu lýðveldisins Serbíu eða að staða hans réttlæti að hann sé flokkaður meðal „æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti". Einnig staðhæfir blaðamaður að svar forsetaritara hafi þá þýðingu eina fyrir afgreiðslu málsins að vekja athygli á því að forsetaskrifstofan geti ekki fært boðleg stjórnsýslurök fyrir því að bréf forseta Íslands til Alexanders krónprins skuli undanþegið upplýsingarétti. Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Forseti Íslands Sumir þeirra sem gagnrýndu forseta Íslands hvað mest fyrir að synja um staðfestingu á fjölmiðlalögunum 2004 hrósa honum nú fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér.Samkvæmni getur að sönnu verið dyggð. 5. janúar 2010 06:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Skrifstofa forseta meðhöndlar bréf forseta Íslands til krónprins Serbíu sem bréf til þjóðhöfðingja eða æðsta forsvarsmanns ríkis. Ísland viðurkennir ekki tilkall krónprinsins til ríkis í Serbíu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál á eftir að fjalla um afhendingu nokkurra bréfa sem rannsóknarnefnd Alþingis fékk frá forseta. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki tekið afstöðu til kæru frá blaðamanni Fréttablaðsins vegna níu af sautján bréfum, sem rannsóknarnefnd Alþingis fékk afhent frá forseta Íslands, vegna rannsóknar hennar á orsökum bankahrunsins. Forsetaskrifstofan lítur svo á að „öll þessi bréf séu til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti" og því sé ekki rétt að gera þau opinber. Blaðamaður Fréttablaðsins hefur mótmælt því við úrskurðarnefnd að meðal þeirra bréfa sem forsetaskrifstofan flokkar með þessum hætti sé bréf til Alexanders krónprins, elsta sonar Júgóslavíukonungs, sem steypt var af stóli árið 1945. Í lýðveldinu Serbíu, sem Ísland viðurkennir, hafi Alexander hvorki stöðu sem er sambærileg við þjóðhöfðingja né æðstu menn í Serbíu, eins og haldið er fram af hálfu forsetaskrifstofu. 5. október síðastliðinn sagði Fréttablaðið frá því að rannsóknarnefnd Alþingis hefði fengið afhent afrit sautján bréfa sem forseti Íslands skrifaði erlendum áhrifamönnum í þágu umsvifa íslenskra fjármálastofnana erlendis. Þar kom fram að forsetaskrifstofa hafði brugðist við ósk nefndarinnar um bréf send í þágu íslenskra fjármálafyrirtækja með því að láta nefndinni bréfin sautján í té. Rannsóknarnefndin hefur lýst því yfir með bréfi að það torveldi ekki rannsókn hennar að gera efni bréfanna sautján opinber. Forsetaembættið synjaði þó ósk blaðamanns um að fá bréfin afhent og var málinu þá skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál 12. október. Forsetaembættið birti síðan átta af bréfunum sautján á vef sínum 26. október en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru öll skrifuð „til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti". Listi yfir bréfin, sem ekki hafa fengist afhent, er birtur hér til hliðar. Meðal þeirra er bréf sem forseti Íslands ritaði 10. janúar 2005 til Alexanders og Katrínar, krónprins og krónprinsessu af Serbíu. Blaðamaður Fréttablaðsins hefur áréttað við úrskurðarnefnd ósk um að fá afrit af bréfunum níu. Því er þó mótmælt sérstaklega að litið sé á bréfaskipti forsetans við krónprinsinn og krónprinsessuna sem bréfaskipti við þjóðhöfðingja og aðra æðstu menn ríkja sem enn eru í embætti. Í því sambandi vakti blaðamaður athygli nefndarinnar á því að Íslendingar viðurkenni lýðveldið Serbíu þar sem forseti er Boris Tadic. Íslensk stjórnvöld hafi hins vegar ekki stutt tilkall það sem Alexander krónprins gerir til ríkis en hann vill endurreisa konungdæmi í Serbíu. Alexander er sonur Péturs II. konungs Júgóslavíu, sem kommúnistar steyptu af stóli árið 1945, samkvæmt því sem fram kemur á Wikipediu. Um bréfaskipti forseta við Alexander geti því ekki gilt sömu sjónarmið og um bréfaskipti við þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmenn þeirra ríkja, sem Íslendingar viðurkenna. Í bréfi til úrskurðarnefndarinnar, sem Örnólfur Thorsson, ritar úrskurðarnefnd um upplýsingamál 1. desember síðastliðinn, en barst blaðamanni með bréfi frá úrskurðarnefnd 30. desember, verður forsetaritari við ósk nefndarinnar um að upplýsa nefndina um stöðu Alexanders og Katrínar. Nefndin beindi því til forsetaembættisins hvort bréfaskipti við Alexander og Katrínu gætu fallið undir þá undanþágugrein 6. greinar upplýsingalaga þar sem heimilað er að undanþiggja opinber gögn upplýsingarétti þegar um er að ræða samskipti íslenskra stjórnvalda við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Umfjöllun í bréfi forsetaritara um þetta atriði er birt orðrétt hér til hliðar en þar segir meðal annars að Alexander sé réttur ríkisarfi í augum margra núlifandi Serba og hafi gegnt mikilvægu hlutverki í landinu og skipað sér sess í forystusveit þess með ótvíræðum hætti „enda þótt sú skipan kunni að virðast óvenjuleg sé litið til stjórnkerfa í öðrum ríkjum Evrópu". Samband Alexanders krónprins við ráðamenn Serbíu og þjóðina dragi þó dám af sambærilegum tengslum í konungsríkjum Evrópu. Að auki staðfestir forsetaritari í bréfinu til úrskurðarnefndar um að Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, hafi 2. október lýst því yfir í bréfi að ekki sé ástæða til að ætla að það skaði rannsókn nefndarinnar að veita aðgang að bréfunum. Rannsóknarnefndin taki þó ekki afstöðu til þess hvort forseta sé það skylt, samkvæmt upplýsingalögum. Forsetaritari vísar til þess að það sé ekki hlutverk rannsóknarnefndar Alþingis „að kveða upp úrskurði um það hvort bréf forseta Íslands til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti eru gerð opinber". Forsetaritari tekur fram að bréfin tengist að mjög litlu leyti starfsemi banka eða fjármálafyrirtækja. Til dæmis séu „einungis örfáar línur sem varða þau efni í tveimur fimm og sex síðna löngum bréfum forseta Íslands til Hu Jintao forseta Kína, dags. 20. júlí 2005 og 1. ágúst 2007". Blaðamaður Fréttablaðsins sendi 30. desember úrskurðarnefnd um upplýsingamál umbeðin viðbrögð við bréfi forsetaritara. Með því sé staðfest að Alexander hafi ekki stöðu þjóðhöfðingja. Ekkert bendi til að Alexander gegni lögbundnu hlutverki í stjórnskipun eða stjórnsýslu lýðveldisins Serbíu eða að staða hans réttlæti að hann sé flokkaður meðal „æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti". Einnig staðhæfir blaðamaður að svar forsetaritara hafi þá þýðingu eina fyrir afgreiðslu málsins að vekja athygli á því að forsetaskrifstofan geti ekki fært boðleg stjórnsýslurök fyrir því að bréf forseta Íslands til Alexanders krónprins skuli undanþegið upplýsingarétti.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Forseti Íslands Sumir þeirra sem gagnrýndu forseta Íslands hvað mest fyrir að synja um staðfestingu á fjölmiðlalögunum 2004 hrósa honum nú fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér.Samkvæmni getur að sönnu verið dyggð. 5. janúar 2010 06:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Forseti Íslands Sumir þeirra sem gagnrýndu forseta Íslands hvað mest fyrir að synja um staðfestingu á fjölmiðlalögunum 2004 hrósa honum nú fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér.Samkvæmni getur að sönnu verið dyggð. 5. janúar 2010 06:00