Leynisamkomulag tryggir friðhelgi Sigríður Mogensen skrifar 17. september 2010 18:57 Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis hefur með leynisamkomulagi við slitastjórn bankans tryggt sér friðhelgi gegn mögulegum málsóknum. Slitastjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni greina opinberum rannsóknaraðilum frá samkomulaginu við hann og gagnsemi þess. Alexander Guðmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis sumarið 2007. Hann er eitt af lykilvitnum slitastjórnar Glitnis í 240 milljarða króna skaðabótamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Í apríl á þessu ári gerði slitastjórnin samkomulag við Alexander um að hún muni ekki höfða mál á hendur honum, hvorki til heimtu skaðabóta né vegna riftunarráðstafanna, gegn því skilyrði að hann veiti slitastjórninni allar upplýsingar sem hann býr yfir. Þá heitir hann fullum samstarfsvilja og því að bera vitni fyrir dómstólum. Samkomulagið er undirritað af Alexander og Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar. Í yfirlýsingunni heitir fjármálastjórinn fyrrverandi því að hann muni ekki greina frá tilvist samkomulagsins né innihaldi þess. Þar segir jafnframt að samkomulagið bindi slitastjórnina en ekki aðra aðila. Hins vegar kemur fram að ef slitastjórninni beri skylda til að tilkynna til opinberra rannsóknaraðila um athafnir eða athafnaleysi Alexanders sem kunni að varða refsingu heiti hún að upplýsa viðkomandi rannsóknaraðila um samkomulagið við hann, samstarfsvilja hans og gagnsemi samvinnunnar, og hann muni sýna sama samstarfsvilja við rannsókn og eftir atvikum málsókn opinberra rannsóknaraðila. Alexander Guðmundsson er í dag forstjóri Geysis Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Atorku og Gleicher Renewable Energy Fund. Sá sjóður er aftur að hluta í eigu Íslandsbanka. Skilanefnd Glitnis á 95% í Íslandsbanka á móti 5% hlut ríkisins. Sérstakur saksóknari hefur nú þegar nokkur mál sem tengjast Glitni til rannsóknar, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort samkomulagið við slitastjórn Glitnis hafi tryggt Alexander friðhelgi þar, né hvort hann sé á annað borð tengdur einhverjum af þeim málum sem þar eru í skoðun. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis hefur með leynisamkomulagi við slitastjórn bankans tryggt sér friðhelgi gegn mögulegum málsóknum. Slitastjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni greina opinberum rannsóknaraðilum frá samkomulaginu við hann og gagnsemi þess. Alexander Guðmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis sumarið 2007. Hann er eitt af lykilvitnum slitastjórnar Glitnis í 240 milljarða króna skaðabótamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Í apríl á þessu ári gerði slitastjórnin samkomulag við Alexander um að hún muni ekki höfða mál á hendur honum, hvorki til heimtu skaðabóta né vegna riftunarráðstafanna, gegn því skilyrði að hann veiti slitastjórninni allar upplýsingar sem hann býr yfir. Þá heitir hann fullum samstarfsvilja og því að bera vitni fyrir dómstólum. Samkomulagið er undirritað af Alexander og Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar. Í yfirlýsingunni heitir fjármálastjórinn fyrrverandi því að hann muni ekki greina frá tilvist samkomulagsins né innihaldi þess. Þar segir jafnframt að samkomulagið bindi slitastjórnina en ekki aðra aðila. Hins vegar kemur fram að ef slitastjórninni beri skylda til að tilkynna til opinberra rannsóknaraðila um athafnir eða athafnaleysi Alexanders sem kunni að varða refsingu heiti hún að upplýsa viðkomandi rannsóknaraðila um samkomulagið við hann, samstarfsvilja hans og gagnsemi samvinnunnar, og hann muni sýna sama samstarfsvilja við rannsókn og eftir atvikum málsókn opinberra rannsóknaraðila. Alexander Guðmundsson er í dag forstjóri Geysis Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Atorku og Gleicher Renewable Energy Fund. Sá sjóður er aftur að hluta í eigu Íslandsbanka. Skilanefnd Glitnis á 95% í Íslandsbanka á móti 5% hlut ríkisins. Sérstakur saksóknari hefur nú þegar nokkur mál sem tengjast Glitni til rannsóknar, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort samkomulagið við slitastjórn Glitnis hafi tryggt Alexander friðhelgi þar, né hvort hann sé á annað borð tengdur einhverjum af þeim málum sem þar eru í skoðun.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira