Davíð Oddsson hótaði Tryggva Þór Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 12. apríl 2010 19:15 Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis. Rannsóknarskýrslan fer ítarlega yfr atburðarásina Glitnishelgina í lok september 2008 þegar ákveðið var að þjóðnýta Glitni. Kaflinn er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Seðlabankans þessa helgi: meðal annars hafi rannsókn á stöðu Glitnis verið ófullnægjandi,og Seðlabankinn ekki beitt heimild sem hann þó hafði - til að fara inn í Glitni og sækja sér upplýsingar. Davíð og fleiri töldu sig ekki hafa haft heimild til þess - því hafnar rannsóknarnefndin. Niðurstaða nefndarinnar: Seðlabankinn hafði ekki næga yfirsýn yfir stöðu Glitnis - og þar með ekki forsendur til að meta hvort hin afdrifaríka ákvörðun um þjóðnýtingu væri skynsamleg leið. Þessi vinnubrögð - kallar nefndin "verulega vanrækslu af hálfu bankastjórnar Seðlabankans." Tveimur dögum eftir að málið var frágengið - barst hins vegar Seðlabankanum yfirlit úr lánabók Glitnis yfir 30 stærstu skuldara bankans. Davíð segir þá svo frá: „Ég varð nú eiginlega fyrir „sjokki" þarna daginn eftir ... þá sé ég að eigandi bankans virðist í þeim tölum skulda 170 milljarða... Þá er forstjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður ... og sýndi honum þessar tölur, þar sem var sko Baugur, Gaumur og FL-Group og Landic Property ... þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: „Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir." Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: „Þú talar ekki svona við mig drengur." Þá gagnrýnir nefndin harðlega að engin skrifleg gögn voru til taks fyrir talsmenn Glitnis á sunnudagskvöldinu - þegar þeim var tilkynnt um 75% kaup ríkis á bankanum. Það kallar nefndin "ótæk vinnubrögð" af hálfu Seðlabankans. Þótt nefndin telji nú - að Seðlabankinn hafi í raun í illa undirbúnu flaustri tekið þessa afdrifaríku ákvörðun - var Davíð svo sannfærður um þjóðnýtingarleiðina - að hann var tilbúinn á sunnudagskvöldinu að beita öllum brögðum til að fá efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar - Tryggva Þór Herbertsson sem leist illa á hugmyndina - til að tala máli hennar. Þeir eiga einkasamtal inn á skrifstofu Davíðs, og segir Tryggvi svo frá fundinum: „Ég var rétt byrjaður, þá trylltist hann, sagði að ég væri að grafa undan tillögum hans og sagði: „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. ... Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis. Rannsóknarskýrslan fer ítarlega yfr atburðarásina Glitnishelgina í lok september 2008 þegar ákveðið var að þjóðnýta Glitni. Kaflinn er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Seðlabankans þessa helgi: meðal annars hafi rannsókn á stöðu Glitnis verið ófullnægjandi,og Seðlabankinn ekki beitt heimild sem hann þó hafði - til að fara inn í Glitni og sækja sér upplýsingar. Davíð og fleiri töldu sig ekki hafa haft heimild til þess - því hafnar rannsóknarnefndin. Niðurstaða nefndarinnar: Seðlabankinn hafði ekki næga yfirsýn yfir stöðu Glitnis - og þar með ekki forsendur til að meta hvort hin afdrifaríka ákvörðun um þjóðnýtingu væri skynsamleg leið. Þessi vinnubrögð - kallar nefndin "verulega vanrækslu af hálfu bankastjórnar Seðlabankans." Tveimur dögum eftir að málið var frágengið - barst hins vegar Seðlabankanum yfirlit úr lánabók Glitnis yfir 30 stærstu skuldara bankans. Davíð segir þá svo frá: „Ég varð nú eiginlega fyrir „sjokki" þarna daginn eftir ... þá sé ég að eigandi bankans virðist í þeim tölum skulda 170 milljarða... Þá er forstjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður ... og sýndi honum þessar tölur, þar sem var sko Baugur, Gaumur og FL-Group og Landic Property ... þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: „Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir." Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: „Þú talar ekki svona við mig drengur." Þá gagnrýnir nefndin harðlega að engin skrifleg gögn voru til taks fyrir talsmenn Glitnis á sunnudagskvöldinu - þegar þeim var tilkynnt um 75% kaup ríkis á bankanum. Það kallar nefndin "ótæk vinnubrögð" af hálfu Seðlabankans. Þótt nefndin telji nú - að Seðlabankinn hafi í raun í illa undirbúnu flaustri tekið þessa afdrifaríku ákvörðun - var Davíð svo sannfærður um þjóðnýtingarleiðina - að hann var tilbúinn á sunnudagskvöldinu að beita öllum brögðum til að fá efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar - Tryggva Þór Herbertsson sem leist illa á hugmyndina - til að tala máli hennar. Þeir eiga einkasamtal inn á skrifstofu Davíðs, og segir Tryggvi svo frá fundinum: „Ég var rétt byrjaður, þá trylltist hann, sagði að ég væri að grafa undan tillögum hans og sagði: „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. ... Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira