Tryggvi Gunnarsson: Sár og svekktur yfir því sem hann hefur séð 25. janúar 2010 15:02 Rannsóknarnefnd Alþingis. Tryggvi Gunnarsson t.v., Páll Benediktsson fyrir miðju og Sigríður Benediktsdóttir. Formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið sagði á blaðamannafundi í morgun að til þess að geta tekist á við þann gríðarlega vanda sem endaði með bankahruni þurfi þjóðin að skilja hann. „Þetta er forsendan fyrir því að geta haldið áfram og náð sátt en það þarf enginn að búast við öðru en að einhver verði leiður, það bjóst enginn við því að við værum að færa fram fagnaðarerindi með þessari skýrslu," sagði Páll Hreinsson. Hann segir að þjóðin þurfi að leggja reiðina sem kunni að fylgja í kjölfar útgáfu skýrslunnar í uppbyggilegan farveg - „það gerist ekki með eignaspjöllum, líkamstjóni eða öðru slíku. Við verðum að takast á við þetta ef við ætlum að komast áfram í uppbyggingunni," sagði Páll. Tryggvi Gunnarsson bar upp þá hugmynd að þjóðin fái frí í nokkra daga til að lesa skýrsluna til að átta sig á því hvað gerðist. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave fer væntanlega fram 6. mars nk. Allt bendir því til að skýrslan um bankahrunið komi út á svipuðum tíma og þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu um eitt stærsta mál lýðveldissögunnar. Páll segir að þjóðin þurfi að fá skýrsluna í hendurnar um leið og hún verður tilbúin, sama hvað annað sé í gangi í þjóðfélaginu á þeim tíma. Hann minnir á að í skýrslunni er fjallað um Icesave fram að hruni og hvernig Icesave reikningarnir urðu til. Tryggvi segir að starfið hjá Rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið mikil lífsreynsla. „Maður hefur stundum verið nærri gráti og stundum afskaplega pirraður yfir því sem maður hefur séð." Hann segir að rannsóknin hefði tekið á hvern þann sem að henni hefði komið. Enda séu afleiðingarnar fyrir íslenskt samfélag slíkar að það jafnist á við hamfarir. „Þegar maður hefur áttað sig á því hvar hlutir voru gerðir og sérstaklega hvar hlutir voru ekki gerðir þá verður maður sár og svekktur." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið sagði á blaðamannafundi í morgun að til þess að geta tekist á við þann gríðarlega vanda sem endaði með bankahruni þurfi þjóðin að skilja hann. „Þetta er forsendan fyrir því að geta haldið áfram og náð sátt en það þarf enginn að búast við öðru en að einhver verði leiður, það bjóst enginn við því að við værum að færa fram fagnaðarerindi með þessari skýrslu," sagði Páll Hreinsson. Hann segir að þjóðin þurfi að leggja reiðina sem kunni að fylgja í kjölfar útgáfu skýrslunnar í uppbyggilegan farveg - „það gerist ekki með eignaspjöllum, líkamstjóni eða öðru slíku. Við verðum að takast á við þetta ef við ætlum að komast áfram í uppbyggingunni," sagði Páll. Tryggvi Gunnarsson bar upp þá hugmynd að þjóðin fái frí í nokkra daga til að lesa skýrsluna til að átta sig á því hvað gerðist. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave fer væntanlega fram 6. mars nk. Allt bendir því til að skýrslan um bankahrunið komi út á svipuðum tíma og þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu um eitt stærsta mál lýðveldissögunnar. Páll segir að þjóðin þurfi að fá skýrsluna í hendurnar um leið og hún verður tilbúin, sama hvað annað sé í gangi í þjóðfélaginu á þeim tíma. Hann minnir á að í skýrslunni er fjallað um Icesave fram að hruni og hvernig Icesave reikningarnir urðu til. Tryggvi segir að starfið hjá Rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið mikil lífsreynsla. „Maður hefur stundum verið nærri gráti og stundum afskaplega pirraður yfir því sem maður hefur séð." Hann segir að rannsóknin hefði tekið á hvern þann sem að henni hefði komið. Enda séu afleiðingarnar fyrir íslenskt samfélag slíkar að það jafnist á við hamfarir. „Þegar maður hefur áttað sig á því hvar hlutir voru gerðir og sérstaklega hvar hlutir voru ekki gerðir þá verður maður sár og svekktur."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira