Tillögur um bönn ekki úthugsaðar 20. október 2010 02:00 helgileikur í öskjuhlíðarskóla Þeir nemendur sem vilja fara í heimsókn í kirkju á ári hverju og setja upp helgileik í skólanum.mynd/jóhann Formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur segir margt of óljóst í tillögum meirihluta ráðsins um breytingar á samstarfi kirkju og skóla í Reykjavík. „Það verður ekki hróflað við neinu sem hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu,“ segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs. Hún segir að ekki sé verið að gera aðför að íslenskri menningu eða hátíðarhaldi almennt. Mögulega hafi tillögurnar um að hætta sálmasöng í skólum ekki verið hugsaðar til enda. Margir þeir trúarlegu sálmar sem sungnir eru í kringum jól séu vissulega hluti af íslenskri hefð og menningu. „Líklega þarf að skilgreina íslenska menningu frekar,“ segir hún og bendir á að til að mynda sé ekki hægt að taka Jesú úr jólunum, þó að fræðsla barnanna eigi ekki að koma frá prestum. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, tekur undir orð Margrétar og segir tillögurnar ekki hafa neinar breytingar á hátíðarhaldi í skólum í för með sér. „Það er ekki verið að taka afstöðu til helgihalds og trúarhátíða sem eru til staðar í íslensku samfélagi. Jólaballið, jólaföndrið, skreytingar, söngvar og aðventan eru til staðar í samfélaginu og auðvitað heldur það áfram,“ segir Oddný. Hún vill þó taka alfarið fyrir heimsóknir presta í leik- og grunnskóla og ferðir barna í trúarlegum tilgangi í kirkjur og aðrar trúarlegar stofnanir á skólatíma. Nemendur Öskjuhlíðarskóla heimsækja kirkju um hver jól, og segist Jóhann Kristjánsson skólastjóri Öskjuhlíðarskóla harma það ef tillögurnar nái fram að ganga. „Við þyrftum vissulega að hlíta því. En teljum það afturför og hörmum það,“ segir Jóhann. sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur segir margt of óljóst í tillögum meirihluta ráðsins um breytingar á samstarfi kirkju og skóla í Reykjavík. „Það verður ekki hróflað við neinu sem hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu,“ segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs. Hún segir að ekki sé verið að gera aðför að íslenskri menningu eða hátíðarhaldi almennt. Mögulega hafi tillögurnar um að hætta sálmasöng í skólum ekki verið hugsaðar til enda. Margir þeir trúarlegu sálmar sem sungnir eru í kringum jól séu vissulega hluti af íslenskri hefð og menningu. „Líklega þarf að skilgreina íslenska menningu frekar,“ segir hún og bendir á að til að mynda sé ekki hægt að taka Jesú úr jólunum, þó að fræðsla barnanna eigi ekki að koma frá prestum. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, tekur undir orð Margrétar og segir tillögurnar ekki hafa neinar breytingar á hátíðarhaldi í skólum í för með sér. „Það er ekki verið að taka afstöðu til helgihalds og trúarhátíða sem eru til staðar í íslensku samfélagi. Jólaballið, jólaföndrið, skreytingar, söngvar og aðventan eru til staðar í samfélaginu og auðvitað heldur það áfram,“ segir Oddný. Hún vill þó taka alfarið fyrir heimsóknir presta í leik- og grunnskóla og ferðir barna í trúarlegum tilgangi í kirkjur og aðrar trúarlegar stofnanir á skólatíma. Nemendur Öskjuhlíðarskóla heimsækja kirkju um hver jól, og segist Jóhann Kristjánsson skólastjóri Öskjuhlíðarskóla harma það ef tillögurnar nái fram að ganga. „Við þyrftum vissulega að hlíta því. En teljum það afturför og hörmum það,“ segir Jóhann. sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira