Tillögur um bönn ekki úthugsaðar 20. október 2010 02:00 helgileikur í öskjuhlíðarskóla Þeir nemendur sem vilja fara í heimsókn í kirkju á ári hverju og setja upp helgileik í skólanum.mynd/jóhann Formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur segir margt of óljóst í tillögum meirihluta ráðsins um breytingar á samstarfi kirkju og skóla í Reykjavík. „Það verður ekki hróflað við neinu sem hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu,“ segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs. Hún segir að ekki sé verið að gera aðför að íslenskri menningu eða hátíðarhaldi almennt. Mögulega hafi tillögurnar um að hætta sálmasöng í skólum ekki verið hugsaðar til enda. Margir þeir trúarlegu sálmar sem sungnir eru í kringum jól séu vissulega hluti af íslenskri hefð og menningu. „Líklega þarf að skilgreina íslenska menningu frekar,“ segir hún og bendir á að til að mynda sé ekki hægt að taka Jesú úr jólunum, þó að fræðsla barnanna eigi ekki að koma frá prestum. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, tekur undir orð Margrétar og segir tillögurnar ekki hafa neinar breytingar á hátíðarhaldi í skólum í för með sér. „Það er ekki verið að taka afstöðu til helgihalds og trúarhátíða sem eru til staðar í íslensku samfélagi. Jólaballið, jólaföndrið, skreytingar, söngvar og aðventan eru til staðar í samfélaginu og auðvitað heldur það áfram,“ segir Oddný. Hún vill þó taka alfarið fyrir heimsóknir presta í leik- og grunnskóla og ferðir barna í trúarlegum tilgangi í kirkjur og aðrar trúarlegar stofnanir á skólatíma. Nemendur Öskjuhlíðarskóla heimsækja kirkju um hver jól, og segist Jóhann Kristjánsson skólastjóri Öskjuhlíðarskóla harma það ef tillögurnar nái fram að ganga. „Við þyrftum vissulega að hlíta því. En teljum það afturför og hörmum það,“ segir Jóhann. sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur segir margt of óljóst í tillögum meirihluta ráðsins um breytingar á samstarfi kirkju og skóla í Reykjavík. „Það verður ekki hróflað við neinu sem hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu,“ segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs. Hún segir að ekki sé verið að gera aðför að íslenskri menningu eða hátíðarhaldi almennt. Mögulega hafi tillögurnar um að hætta sálmasöng í skólum ekki verið hugsaðar til enda. Margir þeir trúarlegu sálmar sem sungnir eru í kringum jól séu vissulega hluti af íslenskri hefð og menningu. „Líklega þarf að skilgreina íslenska menningu frekar,“ segir hún og bendir á að til að mynda sé ekki hægt að taka Jesú úr jólunum, þó að fræðsla barnanna eigi ekki að koma frá prestum. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, tekur undir orð Margrétar og segir tillögurnar ekki hafa neinar breytingar á hátíðarhaldi í skólum í för með sér. „Það er ekki verið að taka afstöðu til helgihalds og trúarhátíða sem eru til staðar í íslensku samfélagi. Jólaballið, jólaföndrið, skreytingar, söngvar og aðventan eru til staðar í samfélaginu og auðvitað heldur það áfram,“ segir Oddný. Hún vill þó taka alfarið fyrir heimsóknir presta í leik- og grunnskóla og ferðir barna í trúarlegum tilgangi í kirkjur og aðrar trúarlegar stofnanir á skólatíma. Nemendur Öskjuhlíðarskóla heimsækja kirkju um hver jól, og segist Jóhann Kristjánsson skólastjóri Öskjuhlíðarskóla harma það ef tillögurnar nái fram að ganga. „Við þyrftum vissulega að hlíta því. En teljum það afturför og hörmum það,“ segir Jóhann. sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira