Rekja gögn Wikileaks til sama hermannsins - Fréttaskýring 30. nóvember 2010 06:00 Ásakaður Bandarísk stjórnvöld telja sig vita að fyrrverandi hermaðurinn Bradley Manning hafi lekið hundruðum þúsunda eldfimra skjala til Wikileaks.Fréttablaðið/AP Hvernig komust ríflega 250 þúsund leyniskjöl frá sendiherrum og sendiráðsfulltrúum Bandaríkjanna í hendur Wikileaks? Hluti þeirra ríflega 250 þúsund skjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni sem lekið var til Wikileaks var gerður opinber á sunnudag. Skjölin voru ekki birt á vefsíðu Wikileaks, heldur birtu fimm erlend stórblöð upplýsingar úr þeim á sama tíma í samvinnu við Wikileaks. Talið er víst að uppruni skjalanna sem birt eru nú sé sá sami og uppruni annarra eldfimra skjala sem lekið hefur verið til Wikileaks á árinu. Í apríl síðastliðnum birti Wikileaks myndband sem sýndi árás bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Írak árið 2007. Í júlí birtust síðan tæplega 77 þúsund skjöl bandarískra stjórnvalda um stríðið í Afganistan. Bandarísk stjórnvöld telja sig vita hvernig öll þessi gögn láku út. Bradley Manning, sem var bandarískur hermaður, var handtekinn fyrir sjö mánuðum, grunaður um að hafa stolið gögnunum af tölvum hersins og lekið þeim áfram til Wikileaks. Honum hefur verið haldið í einangrun síðan. Manning hafði aðgang að gríðarlegum fjölda leyniskjala á herstöð nærri Bagdad þar sem hann starfaði þar til hann var handtekinn. Hann lýsti því í vefsamtali við tölvuhakkara hvernig hann hlóð gögnunum niður. „Ég mætti með tónlistargeisladisk sem var merktur Lady Gaga eða eitthvað álíka, þurrkaði út tónlistina og skrifaði gögnin á diskinn," skrifaði Manning. „Engan grunaði neitt, ég þóttist vera að syngja með laginu Telephone með Lady Gaga meðan ég hlóð niður því sem sennilega er stærsti einstaki gagnalekinn í sögu Bandaríkjanna," sagði hann enn fremur. Stórblöð leiða fréttaumfjöllunManning hafði aðgang að upplýsingunum í fjórtán klukkutíma á dag, sjö daga vikunnar í meira en átta mánuði, og gat því hlaðið niður ógrynni gagna sem smátt og smátt hafa verið að koma í dagsljósið.Þó að gögnunum hafi verið lekið til Wikileaks hafa nýjustu gögnin ekki enn birst á vefsíðu samtakanna nema að litlu leyti. Aldrei stóð til að birta gögnin þar fyrr en erlendu stórblöðin hefðu hafið birtingu sína, segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.Ritstjórnir fimm stórra erlendra dagblaða fengu aðgang að þeim gögnum sem nú er verið að gera opinber í marga mánuði áður en fyrstu fréttir af gögnunum voru settar á vef blaðanna á sunnudag.Blöðin eru The New York Times í Bandaríkjunum, The Guardian í Bretlandi, Der Spiegel í Þýskalandi, Le Monde í Frakklandi og El País á Spáni. Þau hafa aðeins birt lítinn hluta af skjölunum, og ekki er víst hvenær gögnin verða birt á vef Wikileaks í heild sinni.Skjölin eru samtals 251.287 talsins, en komust auðveldlega fyrir á litlum minniskubbi sem komið var til dagblaðanna fimm. Samkvæmt frásögn blaðamanns á The Guardian voru öll gögnin aðeins 1,6 gígabæti að stærð. Það er svipað gagnamagn og 80 eintök af Fréttablaðinu í pdf-skjölum.brjann@frettabladid.is Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Hvernig komust ríflega 250 þúsund leyniskjöl frá sendiherrum og sendiráðsfulltrúum Bandaríkjanna í hendur Wikileaks? Hluti þeirra ríflega 250 þúsund skjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni sem lekið var til Wikileaks var gerður opinber á sunnudag. Skjölin voru ekki birt á vefsíðu Wikileaks, heldur birtu fimm erlend stórblöð upplýsingar úr þeim á sama tíma í samvinnu við Wikileaks. Talið er víst að uppruni skjalanna sem birt eru nú sé sá sami og uppruni annarra eldfimra skjala sem lekið hefur verið til Wikileaks á árinu. Í apríl síðastliðnum birti Wikileaks myndband sem sýndi árás bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Írak árið 2007. Í júlí birtust síðan tæplega 77 þúsund skjöl bandarískra stjórnvalda um stríðið í Afganistan. Bandarísk stjórnvöld telja sig vita hvernig öll þessi gögn láku út. Bradley Manning, sem var bandarískur hermaður, var handtekinn fyrir sjö mánuðum, grunaður um að hafa stolið gögnunum af tölvum hersins og lekið þeim áfram til Wikileaks. Honum hefur verið haldið í einangrun síðan. Manning hafði aðgang að gríðarlegum fjölda leyniskjala á herstöð nærri Bagdad þar sem hann starfaði þar til hann var handtekinn. Hann lýsti því í vefsamtali við tölvuhakkara hvernig hann hlóð gögnunum niður. „Ég mætti með tónlistargeisladisk sem var merktur Lady Gaga eða eitthvað álíka, þurrkaði út tónlistina og skrifaði gögnin á diskinn," skrifaði Manning. „Engan grunaði neitt, ég þóttist vera að syngja með laginu Telephone með Lady Gaga meðan ég hlóð niður því sem sennilega er stærsti einstaki gagnalekinn í sögu Bandaríkjanna," sagði hann enn fremur. Stórblöð leiða fréttaumfjöllunManning hafði aðgang að upplýsingunum í fjórtán klukkutíma á dag, sjö daga vikunnar í meira en átta mánuði, og gat því hlaðið niður ógrynni gagna sem smátt og smátt hafa verið að koma í dagsljósið.Þó að gögnunum hafi verið lekið til Wikileaks hafa nýjustu gögnin ekki enn birst á vefsíðu samtakanna nema að litlu leyti. Aldrei stóð til að birta gögnin þar fyrr en erlendu stórblöðin hefðu hafið birtingu sína, segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.Ritstjórnir fimm stórra erlendra dagblaða fengu aðgang að þeim gögnum sem nú er verið að gera opinber í marga mánuði áður en fyrstu fréttir af gögnunum voru settar á vef blaðanna á sunnudag.Blöðin eru The New York Times í Bandaríkjunum, The Guardian í Bretlandi, Der Spiegel í Þýskalandi, Le Monde í Frakklandi og El País á Spáni. Þau hafa aðeins birt lítinn hluta af skjölunum, og ekki er víst hvenær gögnin verða birt á vef Wikileaks í heild sinni.Skjölin eru samtals 251.287 talsins, en komust auðveldlega fyrir á litlum minniskubbi sem komið var til dagblaðanna fimm. Samkvæmt frásögn blaðamanns á The Guardian voru öll gögnin aðeins 1,6 gígabæti að stærð. Það er svipað gagnamagn og 80 eintök af Fréttablaðinu í pdf-skjölum.brjann@frettabladid.is
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent