Örn Ævar sló næstum inn í klúbbhúsið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 23. júlí 2010 22:00 Örn áður en hann sló inn á 18. flötina í dag. Mynd: GKB Örn Ævar Hjartarson úr GS sló annað höggi inn á 18. braut nánast inn í klúbbhúsið í dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Kiðjabergsvelli. Annað högg Arnar misheppnaðist algjörlega. Hann var um 100 metra frá flötinni og sló hátt og missti boltann til vinstri. Boltinn hafnaði við gaflinn á klúbbhúsinu en á heimasíðu GKB segir að klúbbfélagar hafi sjaldan séð bolta lenda á þessum stað við 18 flötina. "Ég hélt að boltinn hefði farið í golfbíl sem var þarna í línunni. Það hefði kannski bara verið betra því þá hefði boltinn getað hoppað af bílnum og inn á flötina," sagði Örn Ævar við heimasíðu GKB með bros á vör og gerði grín af ölllu saman. Hann leysti þetta högg vel, sló inn á flötina og boltinn rúllaði svona þrjá metra fram hjá holunni. Hann átti því nokkuð erfitt pútt eftir niður í móti fyrir pari. Hann var aðeins of stuttur í púttinu og varð að sætta sig við skolla. Örn lék hringinn á 75 höggum og er í 9. sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Örn Ævar Hjartarson úr GS sló annað höggi inn á 18. braut nánast inn í klúbbhúsið í dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Kiðjabergsvelli. Annað högg Arnar misheppnaðist algjörlega. Hann var um 100 metra frá flötinni og sló hátt og missti boltann til vinstri. Boltinn hafnaði við gaflinn á klúbbhúsinu en á heimasíðu GKB segir að klúbbfélagar hafi sjaldan séð bolta lenda á þessum stað við 18 flötina. "Ég hélt að boltinn hefði farið í golfbíl sem var þarna í línunni. Það hefði kannski bara verið betra því þá hefði boltinn getað hoppað af bílnum og inn á flötina," sagði Örn Ævar við heimasíðu GKB með bros á vör og gerði grín af ölllu saman. Hann leysti þetta högg vel, sló inn á flötina og boltinn rúllaði svona þrjá metra fram hjá holunni. Hann átti því nokkuð erfitt pútt eftir niður í móti fyrir pari. Hann var aðeins of stuttur í púttinu og varð að sætta sig við skolla. Örn lék hringinn á 75 höggum og er í 9. sæti á samtals 5 höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira