Stórhættulegar slysagildrur á Klukkuvöllum SB skrifar 22. ágúst 2010 19:30 Íbúar á Klukkuvöllum í Hafnarfirði hafa ítrekað kvartað undan slæmum frágangi á byggingarlóðum í götunni. Eftir hrunið hafa húsgrunnar staðið ókláraðir, byggingarkranar eru orðin leiktæki krakkana í hverfinu og stór gryfja þar sem blokk átti að rísa er nú slysagildra við hlið leikskóla. Og fyrir ofan götuna má sjá glitta í ljósastaura og gangstéttir - en engin hús. Í bréfi frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar segir að heilbrigðiseftirlitinu hafi borist símhringing frá áhyggjufullum foreldrum í götunni. „Ýmsar slysahættur eru á svæðinu eins og opnir grunnar, óvarin steinsteypujárn sem standa upp úr sökklum, fjölbýlishús með vinnupalla á fleirum hæðum sem standa óvarðir og byggingarkranar annað hvort liggjandi eða uppistandandi og eru notaðir sem leikvangur fyrir krakkana á svæðinu." Í bréfinu segir jafnframt að sést hafi til ungra stráka klifra í vinnupöllum á 4 hæð og fyrr í vor hafi 6 ára stúlka klifrað hátt upp í einn kranana sem stendur í götunni." Heilbrigðiseftirlitið gerir athugasemdir við ástandið í götunni og er byggingastjóra gert að bregðast við innan fjögurra vikna annars verði dagsektum gert.Fréttastofa ræddi við Hákon Varmar, fjölskylduföður sem býr í blokk í Klukkubergi. Hann segir íbúa reiða og vilji aðgerðir. „Þetta er búið að standa svona í rúmlega tvö ár og við viljum að það sé eitthvað gert í þessu. Það eru ekki einu sinni gangstéttir hérna og börnin þurfa að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Við viljum að bærinn geri eitthvað í þessu." Spurður hvernig verktakarnir á svæðinu hafi brugðist við athugasemdum íbúanna segir Hákon: „Það hefur verið skotið í kafi um leið." Skroll-Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íbúar á Klukkuvöllum í Hafnarfirði hafa ítrekað kvartað undan slæmum frágangi á byggingarlóðum í götunni. Eftir hrunið hafa húsgrunnar staðið ókláraðir, byggingarkranar eru orðin leiktæki krakkana í hverfinu og stór gryfja þar sem blokk átti að rísa er nú slysagildra við hlið leikskóla. Og fyrir ofan götuna má sjá glitta í ljósastaura og gangstéttir - en engin hús. Í bréfi frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar segir að heilbrigðiseftirlitinu hafi borist símhringing frá áhyggjufullum foreldrum í götunni. „Ýmsar slysahættur eru á svæðinu eins og opnir grunnar, óvarin steinsteypujárn sem standa upp úr sökklum, fjölbýlishús með vinnupalla á fleirum hæðum sem standa óvarðir og byggingarkranar annað hvort liggjandi eða uppistandandi og eru notaðir sem leikvangur fyrir krakkana á svæðinu." Í bréfinu segir jafnframt að sést hafi til ungra stráka klifra í vinnupöllum á 4 hæð og fyrr í vor hafi 6 ára stúlka klifrað hátt upp í einn kranana sem stendur í götunni." Heilbrigðiseftirlitið gerir athugasemdir við ástandið í götunni og er byggingastjóra gert að bregðast við innan fjögurra vikna annars verði dagsektum gert.Fréttastofa ræddi við Hákon Varmar, fjölskylduföður sem býr í blokk í Klukkubergi. Hann segir íbúa reiða og vilji aðgerðir. „Þetta er búið að standa svona í rúmlega tvö ár og við viljum að það sé eitthvað gert í þessu. Það eru ekki einu sinni gangstéttir hérna og börnin þurfa að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Við viljum að bærinn geri eitthvað í þessu." Spurður hvernig verktakarnir á svæðinu hafi brugðist við athugasemdum íbúanna segir Hákon: „Það hefur verið skotið í kafi um leið."
Skroll-Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira