Frábær endapunktur Arnór Bogason skrifar 31. desember 2010 00:01 Tónleikar Jónsa í Höllinni á miðvikudagskvöldið voru afar vel heppnaðir. Fréttablaðið/Valli Tónleikar HHHH Jónsi Laugardalshöll 29. desember Jón Þór Birgisson, eða Jónsi eins og hann er alltaf kallaður, hóf tónleikaferð sína um heiminn í lok mars á þessu ári, til að fylgja eftir fyrstu sólóskífu sinni, Go, sem kom út í apríl. Tónleikarnir urðu hátt í hundrað og þá síðustu hélt hann í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið var. Það er gaman að fá svona stóra og flotta tónleika í lok árs og dálítið eins og að týndi sonurinn sé kominn heim. Jónsi var ekki einn: með honum var einvalalið tónlistarmanna. Ótrúlegur trommari er Þorvaldur Þór Þorvaldsson sem á stundum stal senunni. Úlfur Hansson var firnasterkur á bassanum. Einnig í tónleikabandinu eru þeir Alex Somers og Ólafur Björn Ólafsson. Liðsheildin var góð og það var ekki að sjá að neinn væri útundan. Áhorfendaskarinn var orðinn nokkuð órólegur þegar Jónsi loksins steig á svið enda voru liðnar um þrjátíu mínútur frá því að upphitunaratriði lauk. Hann byrjaði á hinu undurþýða Stars in Still Water, sem er raunar ekki á Go. Meðal annarra laga er vert að minnast á Kolvið, þar sem einfaldur en magnaður trommutaktur gaf tóninn í byrjun og var eins konar brú frá laginu á undan. Go Do og Animal Arithmetic eru með uppáhaldslögunum mínum af plötunni en þau eru bæði mun kraftmeiri og skemmtilegri á tónleikum en á plötunni, og það má í raun segja um flest ef ekki öll lögin. Þó að ekki hafi selst upp á tónleikana var góð stemning í Höllinni. Erlendir aðdáendur Jónsa sem streymdu hingað í þeim tilgangi einum að sækja tónleikana höfðu ákveðið sín á milli að blása sápukúlur í laginu Around Us. Það gerðu þeir og líklega margir aðrir, og það var ansi fallegt. Mikið hefur greinilega verið lagt í sjónarspilið sem fylgir tónleikunum. Bakgrunnur sviðsins var risastórt tjald sem á er varpað stórkostlegum hreyfimyndum þar sem dýr og náttúra eru í aðalhlutverki. Tónlist Sigur Rósar hefur oft verið tengd við íslenska náttúru en myndheimur Jónsa og félaga er okkur meira framandi; dádýr, úlfar, uglur og maurar voru aðalleikararnir. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Sigur Rósar en það verður að viðurkennast að ég hef ekki fylgst nógu vel með sólóferli Jónsa. Ég skemmti mér hins vegar vel á tónleikunum og þegar yfir lauk var ég orðinn mikill aðdáandi Jónsa, að ógleymdum öllum meðlimum tónleikabandsins. Niðurstaða: Flottir og þéttir tónleikar sem slá glæsilegan botn í tónleikaferðalagið. Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónleikar HHHH Jónsi Laugardalshöll 29. desember Jón Þór Birgisson, eða Jónsi eins og hann er alltaf kallaður, hóf tónleikaferð sína um heiminn í lok mars á þessu ári, til að fylgja eftir fyrstu sólóskífu sinni, Go, sem kom út í apríl. Tónleikarnir urðu hátt í hundrað og þá síðustu hélt hann í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið var. Það er gaman að fá svona stóra og flotta tónleika í lok árs og dálítið eins og að týndi sonurinn sé kominn heim. Jónsi var ekki einn: með honum var einvalalið tónlistarmanna. Ótrúlegur trommari er Þorvaldur Þór Þorvaldsson sem á stundum stal senunni. Úlfur Hansson var firnasterkur á bassanum. Einnig í tónleikabandinu eru þeir Alex Somers og Ólafur Björn Ólafsson. Liðsheildin var góð og það var ekki að sjá að neinn væri útundan. Áhorfendaskarinn var orðinn nokkuð órólegur þegar Jónsi loksins steig á svið enda voru liðnar um þrjátíu mínútur frá því að upphitunaratriði lauk. Hann byrjaði á hinu undurþýða Stars in Still Water, sem er raunar ekki á Go. Meðal annarra laga er vert að minnast á Kolvið, þar sem einfaldur en magnaður trommutaktur gaf tóninn í byrjun og var eins konar brú frá laginu á undan. Go Do og Animal Arithmetic eru með uppáhaldslögunum mínum af plötunni en þau eru bæði mun kraftmeiri og skemmtilegri á tónleikum en á plötunni, og það má í raun segja um flest ef ekki öll lögin. Þó að ekki hafi selst upp á tónleikana var góð stemning í Höllinni. Erlendir aðdáendur Jónsa sem streymdu hingað í þeim tilgangi einum að sækja tónleikana höfðu ákveðið sín á milli að blása sápukúlur í laginu Around Us. Það gerðu þeir og líklega margir aðrir, og það var ansi fallegt. Mikið hefur greinilega verið lagt í sjónarspilið sem fylgir tónleikunum. Bakgrunnur sviðsins var risastórt tjald sem á er varpað stórkostlegum hreyfimyndum þar sem dýr og náttúra eru í aðalhlutverki. Tónlist Sigur Rósar hefur oft verið tengd við íslenska náttúru en myndheimur Jónsa og félaga er okkur meira framandi; dádýr, úlfar, uglur og maurar voru aðalleikararnir. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Sigur Rósar en það verður að viðurkennast að ég hef ekki fylgst nógu vel með sólóferli Jónsa. Ég skemmti mér hins vegar vel á tónleikunum og þegar yfir lauk var ég orðinn mikill aðdáandi Jónsa, að ógleymdum öllum meðlimum tónleikabandsins. Niðurstaða: Flottir og þéttir tónleikar sem slá glæsilegan botn í tónleikaferðalagið.
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira